Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 13
iÆMBÍ Sími 5 0184 Barabbas Hörkuspennandi og viðburða- rík ný ítölsk-amerísk stórmynd í litum og Cinema Scope. Mynd in er gerð eftir sögunni ,,Barra- bas” eftir Per Lagerkvist, sem lesin var upp í útvarpinu. Anthony Quinn, Silvana Mang- ano, Ernest Borginie. Sýnd kl. 9 íslenzkur texti. 1 Bönnuð innan 14 ára. Síðasta sinn. Hefndin er yðar frú Frönsk úrvalsmynd í CinemaScope. Aðalhlutverk: Jeanne Moreau Jean-Paul Bclmondo Sýnd kl. 7. Bönnuð börnum. MfoULLfS Hljómsveit Elfars Berg Söngvarar: Anna Vilhjáfms Þór Nielsen mnnmniniHni Tryggið yður borð tímanlega í síma 15327. — Matur framreiddur frá kl, 7. fíRtfflULL Halldór rétti það fram. — Nú já, venjulegt hvítt um slag á tuttugu og fimm aura. — sagði rannsóknarlögreglumaður inn- — Það er varla mikið á því að græða frekar en hjnu. Pappír inn var venjulegur vélritunar pappír- — Við hverju bjuggust þér? spurði Halldór hæðnislega. — Að pappírsörkin væri með við skiptahaus og að umslagið væri það? — Það er póstlagt hérna f Revkinvík. sagði rannsóknarlög- reglumaðurinn og lét sem hann hevrði ekki hað, sem hinn sagði. — Já, í gær. — Og i bréfinu, sem fylgdi með. stendur að þetta sé fyrir út?iöldum í sambandi við út- förina. Þetta var að vísu ekki spurn- ing, heldur staðhæfing, en Hall- dór svaraði samt stuttur í spuna: — Já. — JEtii betta sé ekki frá mann inum, sem ók yfir konuna yðar? — Jú. ég geri ráð fyrir þv£. — Það er 'heldur lítið á þessu •öllu að græða. sagði rannsóknar löoreqlumaðuririn með öllu mikla trausti þess manns, sem hef>ir veríð á góðu námskeiði og lært bvsnin öll, en aldrei fengið tækffaeri til að sanna fyrir sjálf- um sér f framkvæmd hve lítils virði öll hans kunnátta var án revnslu. ..Við getum ekki haft neitt unn úr að rannsaka pen- ineana. Ef beir hefðu verið nýir og ósnertir beint frá Seðlabank- anum hefðum við getað komizt að bvf. hvaðan þeir væru og kannske haft upp á manninum. En núna . . . hann yppti öxlum. — ÍF.itffhvað hliótið þið að geta gert. ‘saeði Halldór. — Já, við getum ef til vill haft upp á ritvélinni. Kannski eru fingraför á bréfinu, umslaginu eða seðhmum. Ef til vill sendir maðurinn yður aftur bréf, aftur peninga til að borga fyrir glæp- inn. Fvrr eða síðar gerir hann einhveria vitleysu sem við get- um hankað hann á. Það mátti merkja það á rödd rannsóknarlögreglumannsins, að hann áleit ólíklegt að eitthvað yrði á þessu að græða, en jafn- framt vildi hann láta Halldór finna það að rannsóknarlögregl- an ynni örugglega og vel og ár- angurinn yrði eftir því. — Við afhendum yður pening- ana, þegar við höfum rannsakað þetta sagði hann næst. — Mér! Það lá við að Halldór kastaði upp við tilhugsunina. — Nei, takk fyrir. Ég vil hvorki sjá þá né heyra minnst á þá framar. Rödd rannsóknarlögreglumanns ins varð róandi eins og hann væri að tala við lítið barn. — Ég veit að yður finnst það Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 13. HLUTI núna. Ég skil yður líka mjög vel En tíu þúsund krónur eru miklir peningar. Við getum ekki haldið þeim hérna. — Ég vil ekki sjá þá, svaraði Halldór og hann fann hvernig reiði hans óx sffellt, svo hann átti mjög erfitt með að hafa hemil á henni. 'Hann leit á seðlana, sem lágu á borðinu. Tíu bláir seðlar. Xíu þúsund krónur seðlar. Tíu snjáðir blað- sneplar. Greiðsla fyrir lieilt mannslíf, fyrir l£f konu hans og móður, barna hans. — Hvemig kemur yður til hug ar að ég géti notfært mér þessa þeninga? spurði hann. — Þetta eru blóðpeningar. Ég vil að þið takið þá og hirðið þá og komist að því hver hann er maðurinn, sem sendi mér þá. Rannsóknarlögreglumaðurinn reis á fætur. — Við skulum sjá um þetta, sagði hann. — Ég skil tilfinn- ingar yðar og ég lofa yður þvi, að ég skal gera mitt bezta til að upplýsa þetta mál. Yður er óhætt að treysta því. Halldór gekk til dyra. — Þakka yður fyrir, sagði hann og kvaddi. — o — Þegar liann kom heim með börnin hringdi hann til Einars og sagði honum frá bréfinu. Hann vissi eiginlega ekki hvers vegna hann hringdi til hans. Ef ti'l vill var það vegna þess, að ■hann langaði til að einhver skildi sjónarmið hans betur en rannsóknarlögreglumaðurinn hafði fiert og tæki meira tillit til tilfinninga hans og fyndist það rétt, sem honum fannst rétt sjálfum. En Einar hikaði aðeins og svar aði: — Ég skil vel, að þér skuli finnast þetta. Halldór, en . . . — En hvað? — Mér finnst að þú ættir að líta á málið með augum þessa manns" sagði Einar. Halldóri krossbrá. Einar ætlaði þó ekki að fara að halda uppi vörnum fyrir morð ingja? — Því ætti ég að reyna það? svaraði hann kuldalega. — Ja, manngreyið á erfitt, sagði Einar hikandi og það var engu líkara en hann leitaði að hverri setningu, já, hverju orði í huga sér áður en hann sagði það. — Hann hefur sína eigin samvizku í eftirdragi. Hann er að reyna að bæta fyrir afbrot sitt. Ég veit að hann getur það ekki með þessu, jafnvel ,jó hann sendi þér peninga mánaðarlega í fimm ár. En hann er að reyna það. Rödd Einars var undarlega áköf. — Heldurðu að það sé ekki nægilega erfitt fyrir hann að lifa með slæma samvizku? Held- urðu að hann jíði ekki fyrir það, sem hann hefur gert? Reyndu að setja þig £ hans spor og skilja, hve hann þjáist. Hugsaðu um það, hvernig honum líður. Taktu við peningunum. Eyddu þeim. Leyfðu honum að borga. Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIDGERÐA ! SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sfmi 16J46. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 — Mér þykir þú vera háfleygi ur, sagði Halldór kuldalega. — Það væri hægt að halda að þtl hefðir ei'tthvað álíka á samvizk- uftni, þú virðist skilja hann svo vel. Einar hló vandræðalega í sátt* ann. — Ég átti bara við að það værl góðverk, sagði hann eftir smfi þögn. 'Halldór varð hörkulegur á svíp inn. — Þú ert of háfleygur fyrií mig, sagði hann. — Mér finnst ég ekki gera góðverk með þvl að biggja þessa peninga. Mér fyndist ég verri en mella, sem þénar fé með þv£ að selja Jík- ama sinn. Ég myndi selja sái mína og andlega vellíðan fyrir þlóðpeninga. — Kannski, sagði Einaí dræmt. — En þú hefur mikla þörf fyrir tíu þúsund krónur núna. - Rétt. saaði Halldór. — Ég gæti til dæmis skipt þeim í fimm eyringa í þeirri von að ég gæti neytt svínið, sem drap konuna mína, til að éta þá fyrir framan mig. — Reyndu að hata ekki svona ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júní 1965 Í3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.