Alþýðublaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 11
Wr t= Ritsf ióFrÖrn Eidsson d) Fram vann Akranes í haráttuleik 3:2 FRAMARAR tryggðu sér bæði stigin í 1. deildinni, er þeir og Akurnesingar áttust við uppi á Skaga í fyrrakvöld. Sigraði Fram með 3 gegn 2 eftir allf.iörugan og frekar jafnan leik. Völlurinn var blautur, háll og þungur. Áhorf- endur voru margir. Það var Helgi Númason, sem skoraði fyrsta mark Fram 5 mín. eftir að leikurinn hófst. Rétt áður var Akranes-markið í grófri liættu, er annar bakvörðurinn, — Pétur Jóh., sendi boltann á mark vörðinn, sem mistókst að ná híon- um, en markstöngin „hljóp í Skarðið" og bjargaði. En það skipti svo sem ekki miklu máli, því Helgi bætti úr þessu. eins og fyrr seg- ir, með því að leika á vörnina — og skora. Fleiri mörk voru ekki skoruð í Iiálfleiknum. sem lauk með 1 gegn engu fyrir Fram. Framarar léku oft skemmtilega með snöggu og stuttu spili, en Ak- urnesingar hins vegar meira með langspyrnum, sem gáfu ekki góða raun. Þó áttu Akurnesingar nokkr ar góðar sóknarlotur. ★ Síffari hálfleikur. í síðari hálfleiknum, svo að segja í upphafi, á 3. mín. bættu Framarar öðru marki við. Hreinn miðherji nýtti sérlega vel háa send ingu frá Baldri Seheving fyrirliða. Bogi miðframvörður hugðist skalia, en tókst það ekki nægilega vel, markvörðurinn hljóp fram og hugðist koma til aðstoðar. en allt kom fyrir ekki. Boltinn hafnaði ó- hjákvæmilega í markinu. Var nú staðan orðin 2 gegn 0 Skagamönn- um í óhag. En svo var þó ekki lengi úr þessu, því að nú hófust Skagamenn handa fyrir alvöru. — Færðust þeir nú allir í aukana, og herða róðurinn allt hvað þeir máttu. Fengu stuttu síðar tvær 17. júní mótið í frjálsum íþróttum FRJÁLSÍÞRÓTTAKEPPNi; 17. júní-mótsins fer fram 15. og 17. júní n k- Keppt verður í þess um greinum: 110 grindahl. — 100 m. hl. — 100 m hl. kvenna — 100 m. hl. sveina — 200 m. — 400 m- — 800 m- —■ 1500 m. — 300 m. hlaup — 4x100 m. boðhlaup — 1000 m. boðhlaup — kringlukast — sleggju kast — spjótkast — kúiuvarp — stangarstökk — langstökk — langstök kvenna — hástökk — þrí stökk. Þátttaka er opin öllum félög um innan ÍSÍ og skal þátttöku til- kynna til Í.B.R. fyrir 13. júní u.k. aukaspyrnur, sú fyrri gaf enga raun, en sú síðari þeim mun betri raun. Ríkharður skoraði úr henni glæsilega. Lyfti fimlega yfir varn- arvegginn, markverðinum daprað- ist vörnin og boltinn hafnaði í netinu. Stuttu síðar jafnaði svo Skúli Hákonarson, sem var einn bezti maður heimaliðsins, metin, með góðu skoti, eftir gróf mistök varnarinnar. Markvörðurinn hafði hlaupið fram, en heldur betur á sig, og Skúli sendi boltann í mann laust markið. Leit nú helzt út fyrir að gestir og heimamenn myndu skipta með sér stigunum, sem ekki hefði ver- ið ósanngjarnt, eftir atvikum. En svo fór þó ekki. Hreinn, miðherji Fram, átti enn nokkuð ótalað við þá Skipaskagapilta, ,,fá orð í fullri meiningu,” er hann á 44. mín. tryggði félagi sínu bæði stig- in, með snöggum aðgerðum og skoti úr „fyrirgjöf” frá Baldri fyrirliða. Með þessu skoti brast sigurinn úr hendi Skagamanna öðru sinni í mótinu. (Þeir hafa leikið tvo leiki). Lið Fram átti þama skemmti- legan leik, yfirleitt léttan og fjör- mikinn, á mælikvarða íslenzkrar knattspyrnu. Baráttuhugurinn var óbugaður fram á síðustu mínútu. Liðið lék yfirleitt með stuttum og allsæmilega nákvæmum sending- um. Akranesliðið barðist hins vegar mest með langspyrnum, sem framlínan réði yfirleitt ekki við. Enda má segja, að hún væri yfir- leitt í daufara lagi. Á Eyleifi bar sama sem ekkert. Björn Lárusson ! var næstum því alltaf of seinn I í sínum aðgerðum. En þessir 2 hafa verið taldir meðal efnileg- ustu yngri framherja Akurnes- Framhald á 15. síffu JÓN INGI, markvörffur ÍA, varffi vel í fyrrakvöld. Reynir Jónson og bakvörffur ÍBA berjast um boltann í leik Vals og ÍBA. Jafntefli KR ÍBK 1:1 Á ANNAÐ ÞÚSUND manns sáu Keflavík og KR í jafnteflisleik á Njarffvíkurvellinum í gærkvöldi. Veffur var óhagstætt, kalsi og rign ing. Keflvíkingar léku mjög vel í fyrri hálfleik, og áttu mun fleiri tækifæri, en affeins e*inu sinni tókst aff nýta þau til fulls. Markið kom eftir ágætt upphlaup Kefl- víkinga, sem lauk meff ágætu skoti Karls Hermannssonar, sem skoraði glæsilega og óvei*jandi fyr ir Heimi. Þetta gerffist á 25 mín. leiksins. í siðari hálfleik voru KR-ingar betri, cn þaff var ekki fyrr en ca. 7 mítyútum fyrir leikslok, aff KR jafnaði, en markið skoraffi Ellert meff skalla úr horni. Þetta var mikill baráttuleikur og eftir tækifærum má segja, aff úrslitin hafi veriff nokkuð sann- gjörn. Dómari var Hannes Þ. Sigurffs* son. L U J T M St. ÍBK .. 2 1 1 0 3-2 3 Valur . . .. 1 1 0 0 4-2 2 Fram . . 2 1 0 1 4-4 2 ÍBA .... . . 2 1 0 1 4-5 2 KR .... . . 1 0 1 0 1-1 1 ÍA .... . . 2 0 0 2 3-5 0 Næsti leikur í I. deild verffur 7. júní á Akureyri milli Akureyr- inga og Akurnesinga. Daginn eft- ir leika KR og Fram á I.augardals vellinum. Iveir leikir í 2. deild í kvöld í KVÖLD heldur keppnin áfram í 2- deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Á Melavellinum leika Vík ingur og Umf. Breiðablik í Kópa vogi. Á vellinum í Hafnarfirði eig ast við Haukar og Þróttur. Báðir leikirnir geta orðið hinir skemmtilegustu. Barna og unglinga- námskeið oð hefjast i MORGUN, fimmtudag, hefj ] ast á fjórum íþróttasvæðum í Reykjavík námsskeið í íþróttum og leikjum á vegum Æskulýðsráðs, Leikvallanefndar, íþóttabandalags ins og íþróttavallanna. Verða nám skeið þessi fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 — 13 ára. Á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum verður kennt á þessum stöðum: Ármannssvæði, Þróttarsvæði (Skipasund), Golfvelli, og Álf- heimabletti. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum verður kennt á þessum svæðum: K.R- svæði, Vals svæði, Fram velli og Víkingsvelli- Á hverjum stað verður nám- skeiðunum tvískipt, fyrir hádegi kl. 9,30 — 11.30 verður tekið við börnum 5—9 ára en eftir hádegi við eldri börnum, 9—13 ára, og þá kl. 14—16. Á hverjum stað verða 2 íþróttakennarar, sem. leið beina börnunum. Innheimt verður vægt þátttöku gjald fyrir tímabilið, sem verður 4 vikur, gjaldið er kr. 25.00- Allar upplýsingar eru veittar í símum 15937 (Æskulýðsráð) kl. 2—4 og 35850 (Í-B.R.) kl. 4—6 daglega. ÍKjartan vann Valbjörnj; í 110 m. grind ji Á EÓP-mótinu í gærkvöldi ! I sigraffi Kjartan Guffjónsson, <; ÍR, Vftlbjörn Þorláksson, KR, JI í 110 m. grindahlaupi, tím- !; arnir voru 15,7 og 16,2 sek, ; | Guffmundur Hermannsson, I j KR, varpaffi kúlu 16,28 m. j ; og Halldór Guffbjörnsson,;! KR, sigraffi Kristleif bróffur j sinn í 1500 m. hlaupi, tím- : arnir voru 4.05,6 og 4.07,2. j Nánar um mótiff á morgun. ; iMMWWMWWtmUMMWMW ALÞ'ÍÐUBLAÐIÐ - 2. júní 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.