Alþýðublaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 16
E» 45. árg. — Föstudagur 4. júní 1S85 — 124. tbl. SÖNGLEIKUR UM GALDRA-LÖFT Þótt fyndist mér bölvað að falla svona, er fyrir það löngu bætt. Því auðvitað fékk ég ágætt starf óðar, er námi var hætt. Kennara vantar svo víða í sveitum, — það er voðaleg menningarraun —. Og strax eftir fallið, þá fékk ég stöðu og finustu kcnnaralaun. Kankvís. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' 1 Lýðræði, jú, það er þar sem meirililutinn ræður, þótt mininihlutinn |ha(fi á huga á stjórnmálúm. . . EINN af afkastamestu leik- i ritahöfundum okkar í dag, Oddur ! Björnsson, hefur nýlega selt Þjóð- leikhúsinu sýningarrétt á ein- þáttungnum Jóðlíf, sem sýnt var fyrir skömmu í Lindarbæ. í haust verður þátturinn sýndur á sama stað á vegum Þjóðleikhússins á- samt tveimur einþáttungum. Ann- ar þeirra er Craps Last Tape eftir Samuel Beckett, en ekki er full- ráðið hver sá þriðji verður. Þessir einþáttungar verða fyrsta verk- efnið í Lindarbæ á hausti kom- anda. Til þessa hefur Oddur einuhgis samið einþáttunga að undanskildu útvarpsleikritinu Einkennilegur oooooooooooooooooooooooooooooooo* maður, sem síðar var sett á svið víða um land á vegum Leikhúss æskunnar. Margir einþáttunga Odds hafa verið sýndir í Tjarn- arbæ hjá leikfélaginu Grímu. — Fyrir tveimur árum voru settir þar upp þrír samstæðir þættir og á listahátíðinni í fyrra sýndi Gríma Amalíu og vakti sú sýning mikla athygli. — Nú er' ég að vinna að nú- tíma söngleik sem fjallar um gamla og nýja tímann, eða ég ætti kannski heldur að segja, að leikurinn fjallaði um mátt pen- inganna, en það virðist eiga vel við alla tíma. Meiningin er, að söngleikurinn verði fullgerður í haust, en við vinnum að honum, og baki brotnu, Leifur Þórarins- son, sem semur tónlistina — og ég. Þetta verður langur leikur og tekur að minnsta kosti kvöld að sýna. liann. — Þetta er nútíma versjón af Galdra-Lofti og hef ég kallað leik- inn Nýja sögu af Galdra-I.ofti, til bráðabirgða. Þrjú hlutverk eru langstærst í leiknum og svo mörg Framhald á 15. síðu. OFURLITIÐ ATVIK Á LAUGAVEGI Fatl er fararheill. Ég átti I voða vandræðum v'ið þetta Itorngrýtis nám. Ég gaf rækallinn sjálfan í réttritun og reiknaði á fiugrum og tám. Ég færðist þó upp úr fyrsta bekk, eftir feykilegt þras og stell. En siðan gekk allt á afturfótum, — i öðrum bekknum ég féll. Én kennaraliðinu klökkur flyt ég kærasta þakkar-óð. Þótt ólán í skóla elti mig, varð útkoman furðu góð, Þetta eru varla nein uppgerðar læti, og ást mín er laus Við skjall. Það brá minni lífstið til betri vegar þetta bölvað ekkisen fall. „Fyrir átbeina Framsókn- ar var komið á vökulögum og þrælavaktir þar með úr sögunni.” Bréf frá „verkamanni” í Tímanum. ÞAÐ GERÐIST skemmtilegt atvik á Laugarvegjnum í gærmorgun, atvik, sem var vel- þegið krydd í hversdagsleika þeirra, sem á horfðu. Lífið gekk sinn vanagang. Bifreiðarnar brunuðu eftir bless- uðum Laugaveginum, sem hefur orðið mörgum góðskáldinu að yrk isefni. Einhverju sinni var til dæmis þetta ort, þótt varla telj- ist það til fagurbókmennta: Laugavegur er langur löngum menn villast þar djöfullinn stríðir strangur og staðsetur knæpurnar, ein er þó miklu mest unglingar eigra þangað , sem andskotinn hefur fangað, fiskar hann þangað flest. Og fólkið strunsaði eftir gang stéttunum, hraðaði sér hvað mest það mátti. Það er einkennilegt að sjá svipina á fólki sem er að flýta sér: Undarlegt s-amband af ein- beitni og ráðleysi. „Löngum menn villast þar‘‘ eins og segir í vísunni, — þótt þeir viti raunar upp á hár hvert þeir eru að fara. . Skyndilega gerðist atvikið- Það stöðvaði umferðina á augabragðx og gerði það að verkum, að veg farendur, sér í lagi kvenfólkið, rak upp öskur og forðaði sér hið snaras*a- Sumir hoppuðu upp á það sem næst var. Það var engu líkara en gatan og gangstéttin væru orðin glóandi og brenndi iljarnar. Öllum þessum ósköpum olli lítil og rólynd rotta, sem þurfti að bregða sér yfir breiðstræti stór- borgarinnar. AUtaf batnar það, mar Nú er í tízku lijá skvisunum ■( að hafa rennilás framan á bikini — baöíötunum. • • .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.