Alþýðublaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 7
ALLIR som einhverntíma hafa les ið íslandssögu kannast við Jón Þorkelsson, Skálholtsrektor, eða Thorkillius eins og hann ritaði Big á latínu. Hann fæddist í Innri—Njarðvík árið 1697 og gerð ist um sína daga einn af kunnustu skólamönnum þjóðarinnar, fyrr og síðar- Jón Þorkelsson varð rekt or Skálholtsskóla árið 1728 og var það í níu ár við góðan orð- Btír, en sigldi að svo búnu til Kaupmannahafnar ogi stuhdaði þar ritstörf, fræðistörf og skáld skap. Af ritum hans má nefna til dæmis Nýja Hungurvöku, sög uv íslenzkra biskupa, og Rithöf undatal frá íslandsbyggð til 1720. Hinn 3. apríl 1759, — réttum mánuði fyrir andlát sitt — samdi Jón erfðaskrá sína, sém átti eft ir að valda tímahvörfum í fræðslu málum hér á íslandi. Hann var auðugur maður og einhleypur og gaf allar eigur sínar eftir sinn dag, fátækum börnum í átthögum sínum, Kjalarnesþingi: 4000 rd. auk nokkurra jarða. Er þetta stærsta gjöf, sem gefin hefur ver ið til uppeldis æskunnar hér á landi- Eigum þessum skyldi var ið til skólahalds í átthögum gef anda og uppeldis og fræðslu börn um þar. Voru síðan bæði skólar stofnaðir og styrktjr víða um Gull bringusýslu fyrir gjafafé þetta og enn nýtur þjóðin góðs af því á ýmsan hátt- Laugardaginn 29. maí sl. heiðr uðu íbúar Gullbringu— og Kjósar sýslu minningu þessa mæta manns með því að afhenda minnismerki hans, — táknræna styttu af hon um og tveimur börnum, pilti og stúlku, — merki, sem ætlað er að minna á forgöngu hans í skóla málum umdæmisins og baráttu hans fyrir jafnrétti kynjanna með tiliiti til menntunak. Fotrgöngu um gerð merkisins höfðu á sín um tíma sýslumaður og sýslu nefnd Gullbringusýslu og forstöðu menn skólamála í Kjalarneskjör dæmi. Minnismerkið er gert af Ríkharði Jónssyni en hugmyndin mun fyrst komin frá Bjarna M. Jónssyni, fyrrum skólastjóra í Grindavík, en núverandi náms stjóra Thorkillissýslnanna. Var athöfnin fjöisótt og hin virðulegasta og margt gert til hátíðabrigða- Samkvæmt ósk náms stjórans voru þarna saman kom in börn úr öllum barnaskólum Gullbringu og Kjósarsýslu, sem mynduðu litskrúðuga skrúðgöngu og báru á undan sér nöfn skóla sinna. Að auki voru viðstaddir all ir félagar kirkjukórasambands hér aðsins, um 70 manns, og svo mættj lengi telja. Minningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Njarðvíkurkirkju, sóknarpresturinn séra Björn Jóns son predikaði, en barnakór búinn fánaiitum söng sálma við mess una, undir stjórn frú Hlífar Tryggvadóttur. Að guðsþjónustu lokinni var svo haldið inn á há tíðarcvæðið, þar sem útisamkoma hófst kl. 2 með skrúðgöngu skóla barna (úr hinum 12 skólahverf um Gullbringu— og Kjósarsýslu) og leik Iúðrasveitar drengja úr Mosfellssveitarbarnaskóla og Lúðrasveitar drengja úr Kefla vík- Göngunni stjórnaði Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi- Þessu næst kvaddi Björn Sveinbjörns son, settur sýslumaður sér hljóðs og lýsti forsögu og aðdraganda hátíðahaldanna og afhenti síðan hreppstjóra NjarðVlkurhr-epps, Ólafi Sigurjónssyni minnisvarð ann til varðveizlu og umönnunar í framtíðinni. Veitti hreppstjór varðanum viðtöku með snjöllu •ávarpi og að því loknu var myndin afhjúpuð. Kom það ma. fram í ræðu hreppstjóra, að landeigendur í Njarðvik, hefðu gefið um 7 þúsund fermetra land umhverfis minnisvarðann, þar sem ætlunin yrði að reisa í framtíð inni skrúðgarð undir nafninu Thorkillígarður. Næstur tók til máls Bjarni M. Jónsson námsstjórj og flutti að alræðu dagsins, þar sem hann sagði m.a.: „Hér hefur loks ver ið afhjúpað fagurt minnismerki um mikjnn mann og göfugia hu\' sjón. Þessi athöfn hefur dregizt leng ur en til var ætíast og hefur þess áður verið getið. Að hverjum minnisvarða standa jafnan tveir aðilar, sagan og sam tíðin, þeir, sem gera varðann og máðurinn, atburðurinn eða hug sjónin, sem hann er reistur. Þeir, sem líta þetta veglega minnismerki verða aldrei í vafa um, hvaða mat íbúar Gullbringu og Kjósarsýslu leggja nú á störf og hugsjónir Jóns Þorkelssonar skólameis*ara. Á ótvíræðan og virðulegan hátt hafa forráðamenn þessara byggða laga undir forystu sýsjumanns síns Björns Sveinbjörnssonar og odd vita Njarðvíkurhrepps tjáð öldum og óbornum í þessum óbrotgjarna minnisvarða viðhorf sitt og fólks til skólameistarans, sem fyrir rúmum 200 árum gaf eigur sín ar til barnaskólahalds fyrir fátæk ustu börnin í fæðingarhéraði sínu.“ Vakti Bjarni athygli á því, að Hausastaðaskóli á Álftanesi, sem stofnaður var fyrir fé Thorkell ís, var fyrsti barnaskóli á íslandi og eins á hinu, að með gjöf sinni var Jón, Þorkelsson að leggja grundvöll íslenzkrar alþýðuf I ræðslu: Hann varði fé sínu til barnaskólahalds en ekki til æðri skóla- í niðurlagi ræðu sinnar komst námtstjórinn svo að orði: „Ég held, að það sé ekki til viljun, að það var kennari, sem í samráði við annan kennara, flutti á Alþingi ályktunartillögu um, að minnzt yrði 200. ártíðar Jóns ÞorkeRssonar, og að menntamála ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Frh. á 10. siðu. ESftisiiiingarorð: Jón B. Björnsson sinni, Ester Högnadóttur, ættaðrí • úr Vestmannaeyjum 15. maí 1937. Áttu þau 5 börn og eru 4 þeirrá nú uppkomin sem gjörvilegt ög mannvænlegt fólk. Eitt barnanr.a misstu þau, er það var tveggja áfa. Hjá þeim hjónum fór saméti' ástríki og fórnfús samhugur tíí barna sinna og heimilis. Þar mútt lengst af hafa verið þröngt um, þar eð þau bjuggu í sambýli méð foreldrum Jóns, meðan þeirfa naut við — í lítilli íbúð á Ás- vallagötu 39. Þar hafa þau sáð frá sér eins og til þeirra var sáð hinum góðu eiginleilcum, sem maður verðúr hrifinn af í fari manna. Snemma byrjaði Jón að vinna efnalitlusn» foreldrum sínum, eins og títt vár i þá tið. Þegar faðirinn hafði ekki ' nema sem svaraði þriggja mánaða vinnu á árinu. Það segir sig því sjálft, að efni munu engin hafa , verið til þess að leggja Jónt ■ til mennta, sem hann þó annars ; var vel fallinn til, því greind og minni hafði hann ágætt. Þessara hæfileika hans hefur Eimskipafé- lag islands verið aðnjótándi m'* um nær 30 ára skeið, þar sem hann liefur unnið við vöruaf- greiðslu við vaxandi traust cg virðingu allra, sem honum hafá kynnzt. Hygg ég, að nú muni vantf fundinn sá maður á vinnuvett- vangi hafnarinnar, er skipað gæt* þann sess. Ég átti því láni að fagna að vera starfsfélagi Jóns i 20 ár. Allan þann tíma veit ég ekki til aö borið hafi skugga á samstarf okk- Jón B. Björns son. HVÍLÍKUR sjónarsviptir, þegar menn á bezta æviskeiði hverfa af sviði lífsins. Deyja, öllum horfnir. Það tekur tíma að átta sig á þvi, þegar góður félagi, sem er glaður og hress um hádegisbil, er nár um miðaftan. Tregakenndur sárs- auki heltók hjörtu okkar, vina og samstarfsfélaga Jóns B. Björns- sonar, er við um eftirmiðdag þann 29. maí fréttum, að hann væri lát- inn. Lifið er manni torráðið og hinn óumflýjanlegi dauði fjarrænn og hulinn, þar til hann bregður ljá sínum á þann streng, sem tengir líkama og sál. Jón Björgvin Björnsson var fæddur í Reykjavík á jóladag 25. des. 1913. Hann var því sann- kölluð jólagjöf foreldrum sínum. en þau voru Björn Björnsson verkamaður og Margrét Jónsdótt- ir. Bæði af bændafólki komin úr Árnessýslu. Björn, sem stundaði þákallaða eyrarvinnu, og hjá Eim- skipafélagi íslands frá byrjun þess, dó árið 1962, þá 84 ára gamall, en Margrét kona hans nokkru fyrr. Eins og sonurinn var þeim jóla- gjöf, vai- hann gjöf þeirra til lífs- ins og samfélagsins. Fyrir þá gjöf eiga margir þeim mikið að þakka, því slíkur manhkostamáður var Jón, að hann bar af fjöldanum. Jón kvæntist" eftiriifandi konu Frh. á 10. síffu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. júní 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.