Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 4
Á Kitstjórar: Gylti Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarXull- txúi: Eiður Guðnason. — Simar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900. ASsetur: AlþýðuliúsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Frentsmíðjá Alþfðu- blaðsins. — Askrittargjald kr. 80.00. — X .lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðufiokkurinn. ATVINNUMALIN ATVINNUÁSTAND er nú mjög mismunandi í hinum einstöku landshlutum. Á suðvesturhorni lands ins, í síldarbæjunum austanlands og á nokkrum öðr- nm stöðum er mikill skortur á 'vinnuafli og stöðugt yfirboð í þá menn, sem fáanlegir eru. Annars staðar á landinu hefur atvinna verið lítil og jafnvel atvinnu- leysi, og 'virðist vera miklum erfiðleikum háð að jafna metin. í sambandi við það samkomulag, sem náðst hef- ur milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda á Norður- og Austurlandi, lofaði ríkisstjómin frekari aðgerð- um til að auka atvinnu á þessu svæði. Hefur stjórnin haft til athugunar ýmsar leiðir í þeim efnum, og er kominn tími til nýrra átaka. Ráðstefna sú, sem haldin 'var um atvinnumál Norðlendinga í lok maí, benti á ýmsar raunhæfar leiðir til úrbóta. Þarf að koma til skjalanna mun meiri áætlunargerð en hingað til, svo að framlagt fé i notist sem bezt, svo og meiri beinn stuðningur við ; stofnun nýrra fyrirtækja. Mætti sá stuðningur til ■ dæmis fara eftir fjölda þeirra manna, sem fá trygga ■ atvinnu við fyrirtækin. Ekki er hinn mikli ivinnuaflsskortur óblandið ; ánægjuefni. Að vísu fá menn og konur miklar tekj- ! ur fyrir langan vinnudag, og mikill er munur á þessu ástandi og atvinnuleysi. Hins vegar skapast upplausn á vinnumarkaði og grund'vallar atvinnugreinar missa i þjálfað og reynt starfsfólk til annarra aðila, sem bet- I ur bjóða um sinn. Mun margt fyrirtækið hljóta af því sára reynslu um þessar mundir, að tveir óreynd- ir menn eða unglingar jafnast ekki á við einn vanan mann. Væri skynsamlegra að greiða þeim hærra kaup, sem hafa starfsaldur og reynslu til að bera. Virðast afcvinnurekendur þó eiga erfitt með að skilja þennan einfalda sannleika. Ýmislegt veldur því, hve íslendingum gengur illa að hafa stjórn á atvinnumálum sínum. Fram- leiðsla byggist mjög á árferði og aflabrögðum, og er af þeim sökum mikill munur á feitum árum og i mögrum, svo og á afkomu landshluta. Þá reynir þjóðin að gera of mikið á of skömmum tíma, og býr ! fyrir bragðið við nær stöðuga verðbólgu, sem aftur magnar nýja fjárfestmgu. Þrátt fyrir allt þetta verð- ur þó að viðurkenna, að hér vantar mun fastari yfir- i stjórn atvinnumála, meiri áætlunarbúskap og skipu- i lag í framkvæmdum. Á þann hátt ætti að mega j spyrna nokkuð gegn þeim sveiflum, sem nú reynast | hvað lxættulegastar. ! Norðmenn eru nú að setja ný lög um yfirstjórn ‘ lánamála, og danska stjórnin hótar að setja slík lög, j ef lánastofnanir og Seðlabankinn koma sér ekki sam- an um nauðsynlegar ráðstafanir á þesu sviði. Þannig taka nágrannar okkár í taumana. 4 9. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hannef ^etsóiub'" Noföurtönduiu CORTINAN ÁFRAM / FARARBRODDl! Ennþá hefur FORD-verksmiðjunum i Englandi tekizt að endurbæta CORTINUNA. Ekki með útlitsbreytingum, heldur með tækniframförum. M.a,: Loftræsting — með lokaðar rúður. Diskahemlar á framhjólum. Smuming óþörf. Ný vélarhlíf. —• Nýtt mælaborð. — Nýtt stýri. Sami undirvagn. — Sama vél. — Sama „bodýa UMBOÐIÐ SYEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22470 ifirp T B ja. T k T k. Afleiðingar af /aunamisrétfi! ÞAÐ ER SVO MIKILL SKORT UR á verkamönnum við Reykja- víkurhöfnr að skip verða að bíða dögum saman eftir afgreiðslu. Þetta mátti raunar sjá fyrir, og ég verð að vekja athygli á því, að þeir eru fleiri en ég, sem hafa bent á það, að Þetta hlyti að verða afleiðingin af því hvernig dag- launamennirnir hafa dregizt aft ur úr í kaupgjaldsmálum á undan fömum árum. EN REYKJAVÍKURHÖFN er ekki einsdæmi um þetta- Sama myndin blasir við livar sem litið er. Mikill skortur er á verkamönn um í byggingaiðnaðinum, svo og í margs konar öðrum iðnaði í borg inni og jafnvel út á landi. Það kemur nefnilega í ljós, sem hver lieilvitamaður gat sagt sér sjálfur að „sérfræðingar og prófmenn“ nægja ekki. H-lutur þessara „stétta“ var gerður svo stór við síðustu samninga, bæði milli fé laga þein-a og atvinnurekenda svo og milli ríkisins og opinberra starfsmanna, en hlutur um leið ófaglærðra litill. BILIÐ VAR IIAFT SVO STÓRT að engu tali tekur. Þeir lægst launuðu eru svo lágii’r að ú'ilok að er að lifa sómasamlegu lífi af laununum, en laun „toppanna“ eru svo há, að þau valda lúxuslífi- Það er rétt, að þeir, sem hafa kostað sig til náms, eiga að hafa góð laun og örugga afkomu. En þar með er ekki sagtr að laun dag launamanna eigi að vera svo lág, að elcki sé hægt að Jifa af þeim. r ÉG MINNIST ÞESS, að Emil Jónsson talaði fyrir því við síð ustu allsherjarsamninga, að nauð syn bæri til þess -að bæta kjör hinna lægstu, og „yrðu hinir þvl að gæta hófs í kröfum sínum“ Þetta kom fyrir r,þrettán manna nefndina", sem skipuð var að meirihluta fulltrúum daglauna- Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.