Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 7
Þjóðleikhúsið: MADAME BUTTERFLY Ópera í þremur þáttum. Texti eftir L. Illica og C. Giacosa, byggður á smásögu eftir J. L. Long og leikriti eftir David Belasco. Tónlist: Giacomo Puccini Hljómsveitarstjóri: Nils Gre- villius Leikstjóri: Leif Söderström Leikmynd: Lárus Ingólfsson Búningateikningar: Leif Söder- Ström Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika. SKYLT er að geta þess í upp- hafi máls að undirritaður hefur mjög takmarkaða ánægju af óper- um, og þaðan af minni þekkingu á óperulistinni sjálfri. En v.egna fjarveru reglulegs tónlistargagn- rýnanda Alþýðublaðsins fór svo að ég sá frumsýningu Þjóðleikhúss- ins á Madame Butterfly á fimmtudagskvöldið var, og er því skylt að láta uppi eitthvert álit á henni. Og sýningin virtist mér að öllu samanlögðu verulega skemmtileg, smekkleg og falleg; hún var einhver ánægjulegasti viðburður í leikhúslífi okkar í vet- ur. Eflaust verður þessi sigur að veruiegu leyti þakkaður hinum erlendu gestúm leikhússins, hljómsveitarstjóra, leikstjóra og aðalsöngkonu. En sýningin var um leið áminning þess að tíma- bært er orðið aö taka upp skipu- legrr óperuflutning hér en verið hefur td þessa, koma upp fyrsta vísi að reglulegum óperuflokki við Þjóðleikhúsið. Leikhúsið hefur unnið merkilegt brautryðjenda- starf í óperuflutningi hérlendis á undanförnum árum; nú er mál til komið að stíga næsta skrefið. Alíslenzk ópera hlýtur að vera lokamarkið. Madame Butterfly mun teljast til þeirrar stefnu í óperugerð sem nefnd er „verismi”. Veristarnir leitast við að lýsa eðlilegum mannlegum tilfinningum, raun- hæfu mannlegu umhverfi og veruleika í andstæðu við öfgar rómantískrar óperu; þetta er ein hvers konar raunsæisskóli óper- unnar. í þessu falli byggir Pucc- ini tónlist sína á raunalegri ástar- (eða ástands-) sögu frá Japan; þar blandast saman forstokkuð kyn- þáttahugsun og yfirdrifin væmni í lieldur en ekki klénan reyfara. En á þessum grundveíli rís til- komumikil tónsmíð Puccinis; því- lík mótsögn efnis og anda virðist órjúfandi þáttur óperulistar, hvort. sem hún kallar sig rómantiska eða raunsæilega. Þjóðleikhúsið hafði, að vanda sínum við óperusýningar, fengið erlenda gesti til þátttöku og Jeið- sagnar í sýningunni. Og það voru sem sagt þeir sem báru hana fram til sigurs. Þetta má samt engan veginn skilja sem aðfinnslu að ís- Rut Jacobson og Guðmundur Jóns son. lenzku söngvurunum þeir sýndu einmitt ljóslega að hér er til efni- viður til fullgildra óperusýninga undir verðugri stjórn. Hana höfðu tveir gestir leikhússins með hönd- um þessu sinni: Nils Grevillius hljómsveitarstjóri og Leif Söder- ström leikstjóri og hefur stai’fið með þeim eflaust verið íslenzku óperufólki lærdómsríkt. Sviðsetn- ing Leif Söderströms virtist mjög fallega og vandvirknislega unnin; sýningin var alla tíð hreinasta augnayndi. Leiktjöld Lárusar Ing- ólfssonar voru með hans beztu verkum, stíllirein og falleg og stuðluðu mjög að þokkafullum blæ sýningarinnar. En djásnið í þessari umgerð var Madame Butt- erfly sjálf: sænska söngkonan Rut Jacobson. 1 túlkun hennar fór saman blæfögur tíguleg rödd og þokkafullur leikur: heimsókn hennar mun vera með minnis- verðari atburðum á íslenzku óperu sviði til þessa. Af öðrum leikendum vöktu eink- um áthygli Guðmundur Jónsson, sviðsgáfa hans virðist jafn ó- brigðul og söngröddin; Svala Niel- sen sem fór mjog fallega með hlutverk Suzuki; Sverrir Kjartans son sem Goro hjónabandsmiðlari; og Hjálmar Kjartansson í litlu hlutverkj ofstopaklerks. Og ekki má gleyma ungri snót, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, sem var barnið í leiknum og átti hvers manns hjarta á sviði og í sal. — Sýn- ingunni var virktavel tekið og á efiaust velgengni fyrir höndum á sviði Þjóðleikhússins. En mest væri um það vert að vísu, ef hún yrði upphaf reglulegra óperustarfs hér en tíðkazt hefur til þessa. 1 Ó. J. Rut Jacobson, gestasöngkona Þjóðleikhússins að þessu sinni, syngur Madame Butterfly og gerir hlutverkinu hin ágætustu skil. — Röddin er blæfögur og hún beitir henni kunnáttusamlega og af fyllsta öryggi. Guðmundur Guðjónsson syngur hlutverk Pinkertons. Röddin á það til að verða aðeins hrjúf, en yfir leitt beitir Guðmundur henni af smekkvísi og frammistaðan í heild er góð. Hreyfingar hans á svið- inu eru sérlega léttar og fjaður- magnaðar, enda mikill leikfimis- maður. Guðmundur Jónsson syngur hlutverk konsúlsins og hefur oft haft-stærri og veigameiri verkefni að leysa. Hann skilar hlutverkinu af öryggi hins mikla söngvara, sem hlotið hefur eldskírn sína í hlut- verki Rigolettos. Svala Nieisen syngur hlutverk Suzuki, þjónustustúlku og sel- skapsdömu, og gerir það með stakri prýði. Raddir þeirra ungfrú Jacobson falla ákaflega vel saman og var sérstök unun að heyra söng þeirra saraan í öðrum þætti. Sverrir Kjartansson syngur hlut verk hjónabandsmiðlarans af ör- FIÚ FIÐRILDI yggi. Röddin er góð en mætti ef til vill vera dálítið skólaðri. Ævar Kvaran syngur nokkrar strófur í hlutverki japansks að- alsmanns, hrjúfri röddu, sem stingur dálítið í stúf við þann ynd- isþokka, sem mér finnst einkenna sýninguna. Þjóðleikhússkórinn kemur fram í fyrsta þætti og skilaði sínu hlut verki vel. Nils Grevillius, hinn sænski stjórnandi, hefur sýnilega náð fram því bezta, sem hægt var að ná, hjá söngvurunum og hefur Rut Jacobson og Svala Nielseni í liúutverkum sínum. skapað þarna sýningu, sem frá söngrænu, og að mínu viti leik- rænu, sjónarmiði jafnast fyllilega á við það bezta, sem við höfum séð hér áður. Um það, hvort Ma- dame Butterfly hafi endilega verið sú ópera, sem flytja þurfti nú, má að sjálfsögðu deila, en það hagg- ar ekki þeirri staðreynd, að vel hefur verið unnið, og árarigurinn er mjög ánægjulegur. — G. G. r Í öllum kaupfélagsbúdum ALÞYÐUBLAÐIÐ - 9. júní 19&5 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.