Alþýðublaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 5
íslenzk húsgögn hf. S'imi 41690 WASHINGTON, 10. júní. ' (NTB — REUTER). — JOHNSON forseti ræddi í dagr Vietnammálið við sendiherra sinn í Saifiron, Max- well Taylor hershöfðingja, jafn- framt því, sem blöð um allan heim gagnrýndu harðlega stefnu Banda- ríkjamanna í Vietnam. Kúvending, ringulreið, óvissa eru nokkur þeirra orða, sem blöð- In nota til að lýsa stefnu Banda ríkjamanna. Blöðin gagnrýna harð lega þau ummæli formælanda ut- anríkisráðuneytisins, að banda- rískum hersveitum í Suður-Viet- nam hafi verið heimilað ’að að- stoða suður-vietnamiskar hersveit ir i bardögunum, og segja, að þar með hafi auknar árásaraðgerðir EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLl NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FUÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 SMU RSIÖBIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 BíIIinn er smurður fljótt og vel. Seljum allar teguíidir af smurolíu verið fyrirskipaðar af bandarískri hálfu. Síðan hefur Johnson foi> seti sagt. að ekki sé um að ræða breytingu á varnarhlutverki banda rísku hersveitanna. Fyrirsögn „Pravda” á fréttinni um ummæli formælandans var: „Þeir gerast ósvífnari,” en hörð- ust er gagnrýni brezkra blaða á stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. Frjálslynda blaðið „Guardian” seg ir að utanríkisstefna Johnson- stjórnarinnar hafi aldrei virzt eins glundroðakenud og nú. „The Tim- es” hvetur Johnson forseta til að auka ekki ihlutun Bandaríkja- manna svo mjög, að ekki verði aftur snúið við. í Paris er sagt, að stefna Bandaríkjamanna í Vietnam hafi virzt ruglingsleg að undanförnu. Gaullistablaðið ,,LaNation“ segir að Hvíta húsið hafi daufheyrzt við bænum um varkárni og hóf-. semi sem stre.vmi þangað hvaðan æfa úr heiminum. Vestur-þýzka blaðið „Suddeutsche Zeitung” seg ir ákvörðunina um að beita banda rískum hermönnum í Suður-Viet- nam sýna. að loftárásirnar á N.- Vietnam hafi ekki borið árangur. Stjórnmálafréttaritarar í Saigon segja, að síðustu yfirlýsingarnar frá Washington boði ekki breyt- ingu á hlutverki Bandaríkjamanna í S-Vietnam. N.-vietnamiska blað ið „Nhan Dan” hvatti í dag til aukinna árása gegn bandariskum hersveitum i S.-Vietnam til að svara yfirlýsingu Johnsons forseta um aukna íhlutun Bandaríkja- manna. Utanríkisráðherra Kan- ada, Paul Martin, sagði í dag, að ef fallizt yrði á norður-vietnam- iskt hernám í Suður—Vietnam yrðu gerð sams konar mistök og með Miinchen-samningnum. Vera mætti að Rússar drægjust inn í átökin. Gullfoss lét úr höfn kl. 10 í gærkvöldi og Selfoss skömmu síðar og úr höfn áður en verkfall matsveina og þjóna skall á. voru það síðustu skipin sem iétá (Ljósm. Alþbl.). Skipuð stjóm landsvirkjunar | Á síðasta Alþingi voru sett lög | um Landsvirkjun, og hafa þau verið gefin út sem lög nr. 59 frá 20. maí 1965- í stjórn Landsvirkj unar sitja sjö menn, og eru þrír þeirra kjörnir af sameinuðu A1 þingi, þrír af borgarstjórn Reykja vikur, en hinn sjöunda, sem er formaður stjórnarinnar, skipa sam eiginlega ríkisBtjórn. og bokgar stjórn Reykjavíkur- Stjórn Lands virkjunar héfur nú verið fullskjp uð sem hér segir: Formaður skipaður af rikis j stjórn og borgarstjórn Reykjavik I ur sameiginlega er dr. Jóhannes 'Nordal, seðlabankastjóri, en vara | formaður skipaður á sama hátt Árni Vilhjálmsson, prófessor. Aðalmenn kjörnir af sameinuðu 1 Alþingi eru Sigtryggur Klemenz ■ son ráðuneyiisstjóri, Baldvin Jóns I son hrl. og Árni Grétar Finnsson, lögfræðingur. Aðalmenn kjörnir af borgarstjórn Reykjavíkur eru Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Birgir ísl. Gunarsson borgarfull trúi og Sigurður Thoroddsen, verk fræðingur- í varastjórn hafa ver lð kjörnir 'af hálfu sameinaPs Alþingis Einar Oddsson sýslumað ur, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu og Óskar Hallgríms son rafvirki, en af hálfu Reykjavik urborgar Gunnlaugur Pétursson borgarritari, Gisli Halldórsson, borgarfulltrúi og Guðmundur Vig fússon borgarfulltrúi. Stjórn Landsvirkjunar hélt fyrsta fund sinn laugardaginn 5- þ.m., og var þar ákveðið, að aug lýsa starf framkvæmdastjóra Landsvirkjunar laust til umsóknar með umsóknarfresti til 26. júní n.k. Samkvæmt L an dslv i rkjulna^I ög unum fellur niður umboS núver andi stjórnar Sogsvirkjunar Linn 1. júlí nk. en hin nýja stjórn Landsvirkjunar kemur að öliu leyti í hennar stað. Landsvirkjun in tekur síðan að öllu leyti til starfa i lok þessa árs, en þá skal iokið yfirfærslu eigna í hendiur hins nýja fyrirtækis. úsgagnamarkaðurinn Auðbrekku 53, Kópavogi býður upp á 20^ afslátt gegn staðgreiðslu á öllum framleiðsluvörum fyrirtækisins. Svefnsdfar - Svefgibekkir - Sófabekkír ■ Útdregnir kassabekkir Séfasett, 4 gerðir - Vipp húsbóndastóll - Armstólar - Sófaborð BnnskotsborS - Símaborð - Hjónarúm og m. fl. LUNA 6 LENDIR EKKI Á TUNGLINU MOSKVA, 10. júní. (NTB-TASS). SOVÉZKA tunglflaugin „Lnna 6” lendir ekki á tunglinu, helduv fer fram hjá þvi í 160 þús. km. fjarlægð, að því er skýrt var tri opinberlega í Moskva í dag. — Tih raunir til að rétta stefnu flaug- arinnar hafa mistekizt, en vísinda- menn hafa enn samband við ,,Lu- nu 6” og þeir halda rannsóknum sínum áfram. Þetta er annað alvarlega áfaH- ið, sem sovézkir geimvísindameím hafa orðið fyrir á einum mánuði Fyrra áfallið var hin misheppn- aða tilraun til að láta „Luna ■6” lenda „mjúkt” á tunglinu svo að tæki tunglflaugarinnar gætu sení upplýsingar aftur til jarðar, segir fréttaritari Reuters. „Luna 6” átti að lenda á tungL inu á mánudaginn. Af sovézkrl hálfu hefur ekkert verið látið uppi um tilgang tilraunarinnar, en gorfi er ráð fyrir að ætlunin hafi veritl sú, að endurtaka tilraunina til „mjiikrar” lendingar á tungiinu. Ef það hefði tekizt hefðu sovézkia- geimvísindamenn komizt frarn Bandaríkjamönnum í keppninnl um könnun tunglsins. • ALÞÝ0UBLAÐIÐ - 11. júní 1965 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.