Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 13
 iu^JÍTL Verðlaunamynd Ingimar manns sýnd kl. 7. Síðasta sinn. Bönnuð börnum. TEIKNIMYNDASAFN Sýnd kl. 3. elsa martinelll • jéahne moreau ■, madeleinerpDinsonvsyzafinetion SÆJAtBÍ L. I Sími 51 Sími 50184. anthony perkins romy schneider Stórfengleg kvikmynd gerð af Orson Welles eftir sögu Franz Kafka, Der Prozess. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sími 5 02 49 Áskrifiasímmn er 14900 — Nei, ekki beint, svaraði hann. — Það er ekkert að. Krist ín sótti um skilnað í dag. Hann hafði margsinnis sagt mér, að hann gæti ekki skilið við hana. Hún hefði hjálpað hon um að byggja upp fyrirtækið, stutt hann í hvívetna. Hann vildi giftast mér, en hann vildi telja hana á skilnaðinn í ró og friði. Helzt að láta hana finna að hún vildi losa sig við hann. Þá yrði hann fyrst glaður og kátur. Nú skildi ég að hann hafði blekkt mig ekki síður en sjálf an sig. — Það var leiðinlegt fyrir þig, sagði ég. Hann yppti öxlum. — Það er ekki um annað að gera en taka því eins og hverju öðru hundsbiti, sagði hann. — Myndarlegasti náungi, sem þú ert með. Hvað heitir hann? — Halldór. — Giftur? — Nei. — Alvarlegt? Ég skildi strax við hvað hann átti. — Nei, svaraði óg blátt áfram og lét þess ekki getið um leið að það væri alvarlegt, en mætti ekki vera það. Það varð smá þögn. — Sigurður, spurði ég liik- andi. — Segðu mér, var það min vegna sem hún . . . — Sumpart. — Mér þykir mjög fyrir þessu. Ég lokaði augunum. Ein eigin konan enn. Hvað skyldi ég hafa margar eiginkonur á samvizkunni áður en ég gæfist upp á tilverunni? — Þú þarft ekki að hafa á- hyggjur af því, sagði Sigurður. — Það var þess virði að fá að þekkja þig. Ég opnaði augun og leit á hann. — Var- það? spurði ég. — Ertu viss um að þér finnist það Sig- urður? En einmitt í þessu kom Hall dór að borðinu. Sigurður reis á fætur og kinkaði kolli til Hall dórs. Hann beið þess ekki að ég kynnti þá heldur sagði: Pétur og Vivi Fjörug músikmynd í litum. Pétur Kraus Vivi Bak Siw Malmkvist Sýnd kl. 5 og 7 MEÐAL MANNÆTA OG VILLIDÝRA Abbot og Costello. Sýnd kl. 3. Frá Afríku til ísfandsstranda Þýzk verðlaunamynd frá Afríku og ný amerísk cinemascopemynd. Sýnd kl. 5 og 9. Eins og spegilmynd — Við þurfum að hittast bráð um Inga og rifja upp gamlar minningar, ég hringi til þ:n. — Ekki í kvöld góði, tautaði Halldór um leið og hann settist. — í kvöld rifjarðu hvorku upp eitt eða neitt. Hann benti þjóninum að koma. — Er þér ekki sama þó við förum eitthvað annað Inga? spurði hann. — Ég get ekki Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 21. HLUTI liugsað mér að vera hérna leng ur. — Ekki eftir að þessi maður kom hingað. — Jú mér er alveg sama, svar aði ég. — Ég held meira að segja að ég vilji heldur fara. Ég gekk út við hlið hans, þegj andi, hann færði mig í kápuna og þegjandi gengum við út fyrir og að einum leigubílnum, sem beið fyrir utan. Ég hafði ekki gert mér það ljóst að það sæist á andlitt mínu hve mikið mér þótti fyrir því, sem hafði skeð fyrr en hann spurði: — Hvað sagði hann við þig, sem gerði þér svona gramt í geði? — Ekkert, svaraði ég. — Vilfu ekki segja mér það spurði hann. — Ég veit að mér kemur það ekki við. — Jú, ég vil gjarnan segja þér það, Halldór, svaraði ég. — Konan hans hefur sótt um skilnað og það er allt mér að kenna, ég hef . . . — Hvert á að aka? spurði bíl stjórinn. — Vestur í bæ, sagði Halldór og tók utan um mig. — Vertu ekki með þessa heimsku Inga mín. Eg veit meira um ótryggð og lauslæti en þig grunar og ég get sagt þér að maður, sem hef ur á annað borð þessa skapgerð argalla er konu sinni ótrúr hvað sem á gengur. Ef þú hefðir ekki verið fyrir hendi hefði einhver önnur komizt í spilið. — En ég vil ekki hafa þetta á samvizkunni, tautaði ég og það lá við að ég biti í tunguna á mér til að koma í veg fyrir að orðið líka slyppi út í endann á setn ingunnk — Þp og þín samvizka, sagði Halldór og þrýsti mér að sér. — Heldurðu að þú verðir enda- laust að borga fyrir það, sem þú hefur gert af þér? — Já. — — Veiztu ekki kelli mín, að það gera allir eitthvað um ævina isem jþeiir bttygðasit sfln fyrir. Flestir gera eitthvað til að bæta fyrir það. Sumir með því að vera góðir, aðrir eitthvað annað. Heldurðu að þú sért ekki búinn að borga nægilega lengi— Ég hrökk við. Hvers vegna sagði hann þetta? Grunaði hann eitthvað- Nei, það gat ekki ver ið að hann vissi það. Það gat ekki verið? — Heldurðu það ekki? spurði hann, þegar ég svaraði ekki. — Jú, sagði Halldór. — Þú ert áreiðanlega búin að bæta fyrir það, sem þú hefur gert- — — Mér finnst ég vera afbrota maður — stundi ég, — Afbrotamennirnir eru þeir, sem halda áfram að brjóta af sér. Fyrsta brotið er erfiðast, svo (veikist feiðflerðið og þeir fremja óteljandi brot. Þeir hafa hvorki kjark né dug til að bæta fyrir það sem þeir hafa gert. Svo skulum við hætta þessum umræðum. Hvert erum við ann ars að fara?. — Heim, sagði ég vestur í bæ. — Eigum við ekki að skreppa í Súlnasalinn? — Ég veit það ekki- Ég vildi helzt fara heim. — Ekkert kjarkleysi, sagði hann hlæjandi. Engan aum- SÆNGUR SÆNGU8 Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA Fim itHItEINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 Fata viðgerðir SETJUM SKINN k AUK ANNARRA VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sími 16148. ingjaskap. Við ætlum í Súlnasal- inn bíistjóri. Bifreiðin breytti um stefnu og við sáum Hótel Sögu nálgast. — Við eru að fara út til að skemmta okkur, sagði Halldór, og það er engin sem ég vil frek ar vera með en þú. — Segðu þetta ég í örvæntingu minni, — Af hverju segja það? REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömln sængurnar, eigom dún- og fiðurheld ver. Seijum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREIN8UN Vatnsstíg 3. Síml 18740. ALÞÝÐUBLADIÐ - 13. júní 1965 |3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.