Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 2
ffft meimsfréttir ..........siéasflidna nótt ★ SAIGON: — Herforingjar tóku völdin í Suður-Vietnam í sínar hendur í gær. Nýja stjórnin er skipuð tíu herforingjum, sem allir vilja binda enda á ósigrana í stríðinu og stjórnmáladeil- nrnar í Saigon. Liðsauki hefur verið sendur til Dong Xoai vegna mikils liðssafnaðar Vietcong. Þar má búast við fyrstu beinu átök- nnum með bandarískum liermönmun og Viet-cong. ★ BELGRAD: — Þúsundir hermanna og óbreyttra borgara unnu að því í gærkvöldi að stífia Dóná, sem hefur flætt yfir bakka sína og er hér um að ræða mestu vatnavexti í Austur-Evrópu síðan 1954. Fjöldi þorpa í sjö löndum eru í hættu og þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín. ★ BRUSSEL: •— Vestur-Þjóðverjar hvöttu eindregið til þess á utanríkisráðherrafundi EBE-landanna í gærkvöldi að Efnaliags- bandalagið samþykkti tillögu Friverzlunarbandalagsins, EFTA, um nánarí samvinnu. Vestur-Þjóðverjar muuu semja uppkast að til- lögu um nánari samvinnu og verður það lagt fyrir næsta utan- ríkisráðherra EBE í lok mánaðrains. Frumkvæði Vestur-Þjóðverja kemur á óvart, þar sem EFTA hefur ekki opinberlega samþykkt tillögu um nánari samvinnu við EBE. ★ AÞENU: — Ellefu menn hafa verið handteknir vegna skemindarverka á herflutningabílum skammt frá landamærum Tyrklands. Hinir handteknu eru úr æskulýðssamtökum öfgasinna til vinstri. IVXál verður höfðað gegn blaði, sem segir að 17 skrið- drekar hafi verið eyðilagðir í marz. ★ OTTAWA: — Forsætisráðherra Indlands sagði í Ottawa í gær, aö Johnson forseti hefði boðið honum í heimsókn til Was- hington í haust, en hann gæti ekki þekkzt boðið vegna anna. Johnson hafði boðið Shastri að koma til Washington um leið og hann færi til Kanada, en dró boðið til baka á þeirri forsendu að hann væri önnurn kafinn i sumar. ★ PARÍS: — De Gaulle forseti leggur af stað í dag í enn eitt ferðalag um ýmis héruð Frakklands. Þar sem forsetinn ferð- ast um þéttbýl héruð er þessi ferð talin ein sú hættulegasta af 22 opinberum ferðalögum lians um Frakkland. Yfir 3.000 lögreglu- menn munu gæta hans. ,★ STOKKHÓLMI: — Til uppþota kom í gær á aöaltorginu í Stokkhólmi. Lögreglan varð að beita valdi til að bæla uppþotin niður, þar sem henni var sýndur mótþrói. Hópur unglinga liafði safnazt saman á torginu til að mótmæla stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. ~\$SBÍ ÍSLENZKUR BÁTUR ÚR TREFJAPLASTl HRAÐBÁTAEIGENDUM fer stöð- ugt fjölgandi og bátar, sem kosta allt að 50 þúsund krónur, renna út eins og heitar lummur. Hingað til hafa flestir eða allir þessara báta verið fluttir inn erlendis frá, en nú ætti að geta orðið nokkur breyting á því. Fyrirtækið Trefjaplast á Blöndu ósi er fyrir nokkru farið að fram- leiða hraðbáta eftir sænskri fyrir- mynd. Trefjaplastbátar eru léttir, sterkir og hraðskreiðir og endast vel, og verða það að teljast góðir kostir. Þar sem innflutningstollur og annar kostnaður er úr sögunni getur Trefjaplast hf. selt báta sína ódýrari en annars, sem er einn kosturinn í vlðbót. Ljósmyndari Alþýðublaðsins tók þessa mynd af tveimur ungum fönnum, sem voru að royna trefja plastbát frá verksmiðjunni, i Rey kj avíkurhöf n. Vel heppnuð skemmtiferð Alþýðuflokksfélaganna ★ ADDIS ABEBA: — Aöalframkvæmdastjóri Einingarsamtaka Afríku (OAU), Diallo Telli, sagði í gær á fundi nýlendumála- nefndar SÞ í Addis Abeba, að aðgerðarleysi stórveldanna í ný- lendumálunum hefði fært Afríku á barm frelsisstyrjaldar. ★ BERLIN: — Þrír Vestur-Berlínarbúar liafa verið handteknir af austur-þýzku landamæralögreglunni undanfarna daga. Heim- sóknir hafa verið leyfðar til Austur-Berlínar síðan á hvítasunnu, en nú er heimsóknartimanum lokið. ★ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN efndu til skemmtiferðar um Borg- arfjörð sl. sunnudag. Þátttaka var mjög góð og tókst hún liið bezta í alla staði. Voru þátttak- endur mjög ánægðir með ferða- lagið og alla tilhögun þess. Ekið var frá Reykjavík kl. 9,30 á sunnudagsmorgun, fyrir Hval- Japanskir bílar komnir á markaðinn hérlendis Reykjavík, 14. júní. — ÓTJ. JAPANSKA bifreiðasalan h.f. hef nr nú hafið sölu á Toyota bifreið- unum, en þeirra hefur verið beð- ið með nokkurri eftirvæntingu síðan fréttist uin innflutning á þeim. Á fundi með fréttainönn- um kynutu forráðamenn bifrciða- sölunnar þrjár tegundir, Toyota Crown, Toyota Corona og Toyota Landcruiser. Toyota Crown er flaggskipið, ef svo rhá segja, stærsta og dýrasta bifreið, sem verksmiðjurnar fram leiða. Verðið er frá 228 þúsund krónum. Crown hefur 4 cylendra toppventlavél, 85 til 95 hestöfl. Gírarnir eru ýmist þrír eða fjór- ir, fáanlegir bæði á stýrisstöng og í gólfi. Eru þeir allir synkroniser- aðir. Toyota Corona kostar 194 þúsund. Iiann er með 4 cyl. topp- ventlavél, sem er 75 ha. Gírarnir eru fjórir í gólfi Þungi hans er aðeins 12,5 kg. per ha., sem gerir viðbragðsflýtínn ágætan. Toyota Landcruiser er jeppabifreið, sér- Framhald á 15. síðu fjörð og yfir Dragháls í Borgar- fjörð. Hádegisverður var borðað- ur í Borgarnesi og síðan ekið upp í Borgarfjarðardali. Voru skoðaðir allir fegurstu og sögulegustu stað- ir héraðsins og var Björn Th. Björnson, listfræðingur, leiðsögu- maður liópsins. Skýrði hann frá ýmsum markverðustu viðburðum, sem skeð hafa á hverjum stað og var leiðsögn hans bæði fróðleg og skemmtileg. Meðal þeirra staða, sem komið var við á, voru Reyk- holt, Húsafellsskógur og Hraun- fossar. Heimleiðis var ekið um Kalda- dal og komið til Reykjavíkur kl. 11 að kvöldi, og voru allir þátt- takendur ferðarinnar sammála um Framhald á 15. síðu Féll sjö metra fram af hömrum Reykjavík. — ÓTJ. MAÐUR stórslasaðist, er hann féll 7 metra af hömrum fram ofan í grjóturð. Slysið varð við Grímsá í Borgarfirði í fyrrinótt. Maður þessi hafði verið við laxveiðiliús þar ásanit þremur félögum sínum, og var hann meðvitundarlaus þeg- ar að honum var komið í skrið- unni. Björn Pálsson flugmaður sótti hann um nótlina, og var hann lagður inn á Landakot. Er blaðið hafði samband við spítalann um kvöldverðarleytið í gær var hann enn meðvitundarlaus. Ekki virðist liggja ljóst fyrir, hvernig slysið vildi til. Alþýðublaðið hafði sam- band við yfirvöld í Borgarnesi, en fékk engar upplýsingar aðrar en þær, er að framan greinir. í fyrra varð banaslys á sama stað, og má því ætla að klettarnir séu hættulegir yfirferðar. 2 15. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.