Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 3
NÝTT LAG EFIIR SIGFÚS við vðld í SIGFUS HALLDORSSON, tón- skáld, hefur sent frá sér á nótum nýtt lag, er nefnist „17. júní í Reyk.iavík“, og- er textinn eftir Úlf Ragnarson, lækni. Lagið ,,17. júní í Reykjavík" er 32. lagið eftir Sigfús. sem gefið er út á nótum, en öll hafa hin átt þáð sameiginlegt að hafa verið ljóðræn og skcmmtileg og vel fall- in til sönss. enda hefur Sigfús lagt mikið unp úr því, að textar væru góðtr við lög sín. Hið nvia lag Sigfúsar fæst á nótum í ;Hlióðfæraverzlun Sigrið- ar Helgádóttur, og vonir standa til, að hljómsveit Svavars Gests leiki lag’ð við útihátíðahöldin í Reykjavík 17. júní. Saigon, 14. júní. (ntb-reuter). Herforingjar tóku völdin í Suður Vietnam í sínar hendur á ný í dag. í stjórninni eru tíu hershöfð'- ingjar, sem allir vilja binda endi á ósigrana í stríðinu og stjórn- máladeilurnar í Saigon. Bándaríkjamenn munu hafa krafizt þess, að stjórnin væri skip uð tíu mönnum. í morgun var sagt; að hinn nýi leiðtogi Suður- Vietnam, Ngueyn Van Thieu, — mundi mynda stjórn þriggja her- foringia en bandaríski sendiherr- ann, Maxwell Taylor hershöfðingi, sem kom frá Washington í dag, mun hafa látið í Ijós óánægju með þessar ráðagerðir og einkum hlutverk það, sem formanni her- foringjastjórnarinnar, Nguyen Cao Ky flugmarskálki, var ætlað að gegna. Samkvæmt hinum nýju á- Vatnavextir í Mið-Evrópu Belgrad, 14. júní. (ntb-reuter). Þúsundir hermanna og ó- breyttra borgara unnu að því í kvöld að stífla Dóná, sem hefur flætt yfir bakka sína og er hér um að ræða mestu vatnavexti í Austur-Evrópu síðan 1954. — Mórautt fljótið flæddi í kvöld í átt til þorpa á landamærum Júgó- slavíu og Ungverjalands og þús- undir manna hafa orðið að yfir- gefa heimili sín. Vatnsmagn hinnar frægu „bláu Dónár” hefur aldrei verið meira og fjöldi þorpa á bökkum hennar í sjö löndum eru í hættu: Þýzka- landi, Austurríki. Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Ungverjalandi, Júgósla- í víu og Búlgaríu. Óttast er að álíka margir farizt eða missi heimili sín vegna flóð- anna og árið 1954. Þá fórust 15 manns og 50 þús. misstu heimili sín. í kvöld var vitað um 11, sem höfðu farizt. Vatnsborðið heldur áfram að hækka og er búizt við að þá nái það hámarki á morgun, að sögn iú^éslavneskra sérfræðinga. I Fréttir frá Ungverjalandi herma að yfir 16 þús. manns vinni að því að treysta stíflugarða við Dóná j og T'sza fljótið. í austurhlutum 1 Austurrfkis hafa margir stíflu- garðar brostið. formum verður Ky marskálkur á- fram yfirmaður framkvæmdaráðs- ins en annar herforingi verður skipaður í formannsembættið. Meðan þessu fór fram voru yfir 1.000 suður—vietnamiskir fallhlífa liðar sendir í fiýti til flugvallar 32 km norðvestur af bænum Dong Xoai. Fréttir hafa borizt um mik- inn liðssafnað Vietcong í ná- grenni bæjarins. Sveit bandarískra fallhlífaliða er við annan flug- völl, 30 km. fyrir sunnan Dong Xoai. Þangað voru þeir sendir í gær og ef þeim verður beitt í bein um bardögum við Vietcong verður það í fyrsta skipti sem banda- rískar hersveitir hafa staðið and- spænis Vieteong á vígvellinum. Áð ur hafa bandarískir hermenn að- eins varið lierstöðvar og starfað sem ráðunautar. Ástæðan til liðssafnaðar Banda ríkjamanna og Suður—Vietnam- manna við Dong Xoai eru upplýs- ingar um, að 8.000 Vietcong her- menn hafi safnast saman í frum skóginum og á gúmplantekrunum á þessu svæði. Bandarískar og suður—vietnam- iskar flugvélar gerðu í dag loft- árásir á herskála og brýr í Norð- ur—Vietnam og nokkur skip undan ströndinni. I Gestir Varðbergs SAMTÖK um vestræna samvinnu efna til kvöldverðarfundar fyrir félagsmenn sína og meðlimi í Varðbergi, félagi áhugamanna um vestræna samvinnu, þriðjudaginn 15. júní í Þjóðleikhúskjallaran- um. Er fundurinn haldinn í tilefni af heimsókn tveggja bandarískra gesta frú Mary Lord, fyrrverandi fulltrúa í sendinefnd Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, og Theódór C. Achilles, sendiherra. Fyrstu laxarnir Laxveiði hófst í Laxá í Leirársveit að morgni laugardagrsins 12. júní. Strax fyrsta morguninn komu tveir laxar á land. Hér eru veiðimenn- irnir með fenginn. Vinstra megin: Vífill Oddsson, verkfræðingur, með 9 punda lax, og við hlið hans Jón Oddsson, bóndi, með 12 punda lax. Báðir voru laxarnir veiddir í svokölluðum vaðstreng. Nýstúdentar frá Laugarvatni áður en þeir lögðu af stað í ferðalag sitt um Borgarfjörð. — (Mynd: JV). MIKIL SÍLD UM HELGINA Reykjavík. — GO. SÍLDARAFLINN yfir helgina var 95.970 mál á 81 skip. Veiðin skipt- ist þannig, að sólarhringinn laug- ardag—sunnudag var hann 65.550 mál á 53 skip, en s.l. sólarliring 30.420 á 28 skip. Veiðisvæðið hef- ur færzt allmiklu norðar og aust- ar en fyrr og síldin er enn sem fyrr stygg og erfið viðureignar. S.l. sólarhring fengu þessi skip veíði: Bára 1500 mál, Reykjaborg 2200, Siglfirðingur 1400, Bergvík 600, Þórsnes 500, Dofri 700, Haf- rún NK 650, Eldey 1300 Akra- borg 1600, Runólfur 900, Ögri 200, Pétur Jónsson 670, Héðinn 1000, Barði 1800, Pétur Sigurðsson 1250, Hamravík 1200, Baldur 650, Sæ- úlfur 900, Æskan 600, Sæhrímnir 1400, Lómur 1400, Guðrún Þor- leifsdóttir 1450, Ólafur Magnús- son 1700, Óskar Halldórsson 1300, Fróðaklettur 1200, Mummi 500 og Gylfi II. 500 mál. FYRIRLESTUR í HÁSKÓLANUM HINN kunni þýzki réttarsÖ3ufræð ingur, prófesor dr. jur. Wilhelm Ebel frá háskólanum í Göttingen, flytur fyrirlestur í boði lagadeild- ar Háskólans miðvikudag 16. júní kl. 5,15 e. h. Fyrirlesturinn, sem fluttur verð ur á þýzku, nefnist „Uber die historischen Bear-Elemente des Gesetzes". Fyrirlesturinn verður fluttur í I. kennslustofu Háskól- ans, og er öllum heimill aðgangur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. júní 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.