Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 4
Bltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfuil- trúi: Eiöur GuBnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 1490S. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavik. — Prentsmíðjá Alþýðu- biaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. FRÆÐSLUMÁLIN rRÆÐSLUMÁLIN hljóta jafnan að vera einn mikilvægasti málaflokkurhm í hverju nútíma þjóð- félagi. í sívaxandi mæli eru gerðar kröfur um mennt- un, og próf eru orðin lykill að öllum ábyrgðarstöð- um þjóðfélagsins. Til þess að standast kröfur tímans verður fræðslu- löggjöf að 'vera breytingum undirorpin og aldrei má láta staðar numið í framkvæmdum 1 skóla- og fræðslumálum. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur vel verið á þessum málum haldið, og margt er nú að gerast í íslenzkum fræðslumálum, þótt stjórnarandstæðingar í málefnaþröng freistist stundum til að láta að því liggja, að ekki sé nægilega vel að þessum málum unnið. Á döfinni eru nú margvíslegar framkvæmdir og nægir í því sambandi að nefna fátt eitt: Stækka á heimavist Menntaskólans að Laugar- vatni í áföngum um helming, þannig að skólinn get- ur eftir þá stækkun rúmað helmingi fleiri nemendur en áður. Næsta haust verða þar í fyrsta skipti 50 nemendur í fyrsta bekk. Ákveðið hefur verið að stofna þrjá nýja mennta- skóla. Einn í Reykjavík, einn á Austurlandi og emn á Vesturlandi. Sérstök nefnd starfar nú að endurskoðun náms- efnis menntaskólanna og því að samræma það kröf- um tímanna. Lýkur hún væntanlega störfum áður en langt um líður. Gerð hefur verið áætlun um eflingu Háskóla íslands. Þar verður námsgreinum fjölgað, fjölhreytni | aukin og bætt við nýjum prófessorsembættum. Stofnaður hefur verið í Reykjavík Tækniskóli til að fullnægja þörfum þjóðfélagsins fyrir tækni- menntað fólk. Á síðasta Alþingi var lagt fram frumvarp um gjörbreytingar á iðnfræðslu í landinu, sem gerir ráð fyrir að iðnnámið verði að nokkru leyti fært inn í verkstæðisskóla. Margt fleira mætti telja, sem verið er að vinna að um þessar mundir, en framangreint nægir til að sýna, að í þessum efnum er verið að gera stöðugar umbætur, fjölga skólum, stækka skóla og endurskoða aiámsefní. Það þjóðfélag, sem við lifum í nú á dögum, er tækniþjóðfélag, þar sem miklar og vaxandi kröfur eru gerðar um menntun þegnanna. Á þessu atriði ríkir skilningur hjá valdhöfum. Það er auðvitað langt frá því, að íslenzka skóla- kerfið sé gallalaust, engri þjóð hefur tekizt að skapa slíkt kerfi. Hins vegar megum við allvel við una meðan jafn ötullega er að þessum málum unnið og nú er gert. 4 15. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kvenskór Frá Englandi, Þýzkalandi og Danmörku Nýjar sendingar. — Stórglæsilegt úrval. SKÖVAL AUSTURSTRÆTI 18 EYMUNDSSONARKJALLARA hannes©© á horninu ÞAÐ VAR FJÖLMENNT á Þing völíum um helgrina. Égr held að égr hafi ekki séð annan eins mann fjölda Þar um venjulegrar helgrar Þar var að sjiálfsögrðu miklu fjöl mennara 1930 ogf 1944- Nú voru tjö'Td um allt jafnvel inni í Bola bás var tjajd við tjald. Bifreiða straumurinn viðstöðulaus frá Þingvöllum til Þingvalla bæði þeg ar ég fór austur og eins þegrar égr fór lieim- En vegrurinn er viðsjáll og furða að ekki skuli verða mik il slys. Hann er mjór ogr vegrbrún irnar svikuíar, mölin laus svo að stórhættulegt er að víkja, enda var ekjð svo þröngt að hvað eft ir annað þoldi ég önn fyrir að hliðin yrði rifin úr bílnum mín um. FÓLKIÐ STREYMIR um land ið og það streymir til annarra landa. Allir, sem hafa heimsótt önnur lönd nokkrum sinnum, eru orðnir leiðir á því og tala um það, að miklu betra sé að ferðast um okkar eigið land. Þétta skil ég. og ég skil það líka, að fólk sem ekki hefur farið til út landa, dreymi um það. En fólk verður mettað af utanlandsferð um, því að þar er ekki allt í sómanum fremur en hér hjá okk ur sjáifum. Hins vegar flnnst manni, að fyrst sé að kynnast sín u eigin landi og síðan að skyggnast svolítið um í öðrum löndum- ENN VERÐ ÉG að minnast á mesta hneykslið í vegamálum okk ar Reykvíkinga, brautina upp frá Elliðaánum. Hún er gjörsamlega óhæf og veldur svo miklum vand ræðum, að varla þekkjast önnur dæmi- Ég bað um fyrir tveimur árum, að gerð væri aukabrú til bráðabirgða yfir árnar og rudd væri braut einnig til bráðabirgða upp frá þeim, en ekkert hefur ver ið gert. Það er bókstaflega að verða hlægilegt hvernig ráðamenn þessara mála streytast við að bíða eftir „skipulagi". Svona er þetta raunverulega einnig með Hafnarfjarðarveginn, þó að enf valdi hann ekki eins miklum vand ræðum. REYKVÍKINGAR EIGA heimt ingu á því að þegar í stað sé haf ist handa. Við borgum milljónir á milljónir ofan til vegamálanna með benzínskattinum nýja, en svo virðist sem ekki einn einasti eyr ir fáíst til framkvæmda í nágrenni mesta fjölbýlisins. Hvað á þetta að ganga lengi? FÓLKIÐ ER FARIÐ að búast við skýringum, en þær fást ekki. Ef um hrein mistök eða hand vömm er að ræða, þá ber að segja frá því. Það eina, sem við vitum af þvi að við höfum það fyrir aug unum, er að ástandið er algerlega óþolandi. Það fer að líða að því Fjöimennt á ÞingvöIIum. ★ Tjöld um alla velli. ★ Mjór og viðsjár- verður vegur. ★ Enn um öng- þveitið við EHiða- árnar. með hinum vaxandi bifreiðafjölda að ófært verði austur úr borginni um helgar nema með löngum bið um og umferðarhnútum. TIL VIÐBÓTAR því sem ég sagði um Þingvelli, vil ég leggja það til að fyrirskipaður verði ein stefnuakstur um Almannagjá- Hannes á horninu. TILBOD ÓSKAST í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 15. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. HAGTRYGGING h.f. auglýsir eftir starfsfólki: 1. Skrifstofustjóra. Z. Skrifstofustúlku. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, leggist inn á skrifstofu HAGTRYGGING H.F. fyi-ir 25. júní n.k. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. HAGTRYGGING H.F. Bolholti 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.