Alþýðublaðið - 15.06.1965, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Síða 6
MINNINGARORÐ AlexanderJóhannesson EG KYNNTIST Alexander Jóhannessyni fyrst, er liann kom til Frankfurt am Main veturinn 1938—39 og hélt þar fyrirlestur. Ég stundaði þá nám við háskólann þar í borg. Þess vegna talaði hann talsvert. við mig þann örstutta tíma, sem hann stóð við. En hann sagði mér löngu seinna, að þá hefði hann ákveðið að fá mig til kennslu við Háskólann. Hann hafði þá í nokkur ár haft áhuga á því að koma á fót viðskipta- deild. Hún komst á laggimar. Og ég varð kennari þar. Þannig var Alexander Jóhann- esson. Hann var fljótari að taka ákvarðanir en flestir menn aðrir, sem ég hefi þekkt. Mér fannst hann jafnvel stundum helzt til skjótráður. En hann var fjarri því að vera einþykkur — og fús á að skipta um skoðun og breyta ákvörðun sinni, ef hann sann- færðist um, að það væri rétt. Þess vegna varð hæfni hans til þess að segja umsvifalaust já eða nei einn af höfuðkostum í fari hans. Prófessor Alexander Jóhannes- son var mikilvirkur fræðimaður og ötull kennari. Eg kynntist hon- um hins vegar sem stjórnanda háskólans ög einum helzta for- ystumanni hans, einnig þau ár- in, sem hann sat ekki á rektors- stóli. Þótt ég væri um langt skeið yngstur kennara stofnunarinnar, höfðum við mikið saman að sælda, og tókst með okkur vinátta, sem ég mat mjög mikils. Hann var einn þeirra manna, sem ungum mönnum var ómetanlegt að fá að kynnast og læra af. Hann valdi sér góð og göfug markmið í líf- inu. Áhugi hans á því að starfa í þágu þeirra var sterkur og ein- lægur. Og fórnfýsi hans í bar- áttu fyrir því, sem hann áleit rétt og nytsamt, var einstök. Þess vegna varð dugnaður hans jafn- óvenjulegur "og raun bar vitni. Sterkastan þátt í virðingu minni fyrir Alexander Jóhannessyni átti þó ekki eldlegur áhugi hans á góðum málum, fórnfýsi hans né dugnaður, og var þó hér um kosti að ræða, sem nægt hefðu hverj- um manni til mikils álits. Það, sem ég mat allra mest í fari hans, var góðvild hans. Það fer ekki oft saman, að miklir baráttumenn og ofurhugar séu jafnframt svo góð- hjartaðir menn, að þeir vilji jafn- vel fórna sigri, ef þeir óttast, að gera einhverjum mein að ósekju. En þannig var Alexander Jóhann- esson. Hann var mikill foringi, svo sem framkvæmdir þær allar, sem hann hefur haft forgöngu um, bera glöggt vitni. En hann vildi engan flekk á skjöld sinn. Og það varð gæfa hans í lífinu, að vinna stóra sigra á sviði áhugamála sinna, án þess að nokkru sinni félli skuggi á þá trú, þá von og þann kærleika, sem var undirrót alirar baráttu hans! Gylfi Þ. GLslason. — 0 — UTFOR Alexanders Jóhannes- sonar prófessors er gerð í dag. Með honum er fallinn í valinn einn af merkustu og atkvæða- mestu mönnum sinnar kynslóðar á íslandi, ekki aðeins einn þeirra, sem settu svip á bæinn, heldur á landið, maður, sem hefir mark- að dýpri spor í íslenzkt mennta- líf en flestir samtímamanna hans, unnið þrekvirki, sem standa munu um langa framtíð. Alex- ander Jóhannesson var í senn svipmikiil persónuleiki, mikil- virkur vísindamaður, þróttmik- ill framkvæmdamaður og dreng- lundaður og vammlaus maður. II. Alexander Jóhannesson fæddist á Gili í Sauðárhreppi í Skaga- fjarðarsýslu 15. júlí 1888. For- eldrar hans voru Jóhannes Davíð Ólafsson, sýslumaður Skagfirð- inga, og kona hans Margrét Guð- j mundsdóttir. Jóhannes var son- ur Ólafs E. Johnsens, prófasts á Stað á Reykjanesi, en Margrét dóttir Guðmundar Johnsens, pró- fasts í Arnarbæli í Ölfusi. Þau hjónin voru því bræðrabörn. Þeir Ólafur og Guðmundur voru bræður Ingibjargar, konu Jóns Sigurðssonar forseta, synir Ein- ars Jónssonar stúdents, bróður Sigurðar á Rafnseyri, föður Jóns forseta. Prófessor Alexander var þannig vel kynjaður maður, bar höfðinglegt svipmót ættar sinn- ar og hlaut kosti hennar rikulega 1 vöggugjöf. Prófessor Alexander lauk stúd- entsprófi utanskóla í Reykjavik átján ára að aldri árið 1907. Að prófi loknu hafði hann hugsað sér að sigla þegar til Hafnar og leggja stund á þýzku, ensku og frönsku við háskólann þar og búa sig þannig undir að verða menntaskólakennari. En í stúd- entsprófi fékk hann snert af berklum, og frestaði það för hans um eitt ár. Háskólanám hóf hann því 1908 í Höfn og lagði í fyrstu stund á fyrrnefndar greinir. Tveimur árum siðar sótti hann um að megá breyta til um náms- efni og leggja stund á þýzk fræði. Magisterprófi í þýzkum fræðum lauk hann við Hafnar- háskóla 1913 og hafði þá þegar lagt stund á öll forngermönsku málin, en það kom honum síðar að góðu haldi við háskólakennslu hér og vísindaiðkanir. Árin 1914—15 dvaldist prófess- or Alexander við framhaldsnám og fræðistörf í Þýzkalandi (í Leip- zig og Halle) og samdi þá dokt- orsritgerð sína, Die Wunder in Schillers „Jungfrau von Orleans”, sem hann varði í Halle 1915. Að doktorsprófi löknu hélt Alexander heim til íslands og gerðist einkakennari við Háskóla íslands með styrk frá Alþingi og var tekinn á fyrirlestraskrá Há- skólans 1916. Kennslugreinir hans voru málfræði íslenzkrar tungu að fornu og nýju, en jafnframt þýzk'a og þýzkar bókmenntir. Var hann fyrsti maður, sem kenndi þýzku við stofnunina. Ár- ið 1925 samþykkti Alþingi að koma á fót dósentsembætti í mál- fræði og sögu íslenzkrar tungu, og var Alexander Jóhannesson skipaður í það. Prófessor í sömu greinum var hann skipaður 18. ágúst 1930 og gegndi því emb- ætti, unz honum var veitt lausn 1. október 1958 fyrir aldurs sak- ir. Prófessor Alexander kenndi j sögulega málvísi var Frumnor- ræn málfræði, Rvík 1920, er síð- ar var gefin út á þýzku (Gramma- tik der urnordischen Runenin- schriften. Heidelberg 1923). Ilér i var í mikið ráðizt, því að þetta er fyrsta samfellda málfræðirit- ið um rúnamálið. Heimildir eru til þess að gera einhæfar, svo að endurgera þarf margar orðmynd- DR. ALEXANDER JÓHANNESSON PRÓFESSOR. 0 15. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ m r við háskólann í Utrecht haust- misserið 1935 í skiptum við A. G. van Hamel, sem aftur kenndi hér, og haustmisserið 1957 hafði hann leyfi frá storfum sökum lasleika. Að öðru léýti var hann lítið sem ekki fjarvistum frá embætti sínu. Prófessor Alexander kvæntist 1934 Hebu Geirsdóttur vígslu- biskups á Akureyri Sæmunds- sonar, og lifir hún mann sinn. Alexander Jóhannesson lézt á Landakotsspítala á annan í hvíta- sunnu (7. júní) 1965. Hann hafði um nokkurra ára skeið átt við æðakölkun að stríða. Banamein hans var heilablóðfall. III. Prófessor Alexander Jóhannes- son var afkastamikill rithöfund- ur um germönsk — og þá ekki sízt íslenzk málvísindi. Einkum beindist áhugi hans framan af að sögulegri málvísi og saman- burðarmálfræði, en minna að samtímalegum efnum í greininni. Rit hans mótuðust vitaskuld af þeim stefnum, sem mest gætti um þær mundir, sem hann var við nám. Nýrri stefnur í málvísi höfðu iítt éhrif á hann. Fyrsta höfuðrit Alexanders um ir með samanburði við aðrar forngermanskar tungur, til þess að úr verði samfellt kerfi. Bókin er skýrt og gott yfirlit um efnið, og hefir mikið verið við hana stuðzt bæði hér og erlendis. íslenzk tunga í fomöld kom úr í Reykjavík 1923—24. Bókin er yfirlit um hljóðsögu og beyginga- fræði íslenzkrar tungu fram á 14. öld. Hún ber þó ekki sízt vitni um víða útsýn yfir forsögu tung- unnar, og eru þar raktar marg- ar orðmyndir og beygingarmynd- ir allt til indógermansks tíma. Bókin hefir verið notuð sem kennslubók við Heimspekideild- ina, en er nú fyrir nokkru upp- seld. Stúdentar og fræðimenn í íslenzkum fræðum leita enn mik- ið til þessarar bókar. Tvö rit prófessors Alexanders fjalla um íslenzka orðmyndunar- fræði, annað um viðskeyti í ís- lenzku, Die Suffixe im Islánd- ischen. Árbók Háskóla íslands 1926—27. Rvík 1928, hitt um samsett orð í íslenzku, Die Kom- posita im Islándischen. Rit VÍS- indafélags íslendinga, nr. 4. Rvík 1928. Bæði þessi rit eru einu yfir- litsverk um þessi efni og því náuðsynleg hverjum þeim, sern fást við vandamál af þessu tæi. Þá rannsakaði prófessor Alex- ander uppruna íslenzkra orða, sem í eru löng, lin lokhljóð, og gaf út bók um það efni, Die Mediageminata im Islándischen. Árbók Háskóla íslands 1929—30. Rvík. 1932. Eitthvert skemmtllegasta rit prófessors Alexanders er Hugur og tunga, Rvík 1926, Er þar eink- um fjallað um liljóðgervinga og orð, sem breytzt hafa vegna al- þýðuskýringar. Mér er nær að halda, að hér hafi hann orðið beint eða óbeint fyrir áhrifum frá prófessor Kristoffer Nyrop, sem var kennari hans í frönsku við Hafnarháskóla. Veigamesta verk prófessors Alexanders á þessu sviði er þó ótalið enn, en það er hin mikla orðsifjabók hans, Islándisches etymologisches Wörterbuch. Bern 1951 — 56. Bókin er rúmar 1400 bls. í allstóru broti. Hún er þrek- virki. Höfundur kynnti sér eftir föngum bækur og ritgerðir um efnið, og mikill kostur er það, að hann vitnar óspart til heimilda sinna. Orðsifjabækur liggja allra bóka bezt við höggi. Orðsifjafræð- in er hál fræðigrein. Þar eru mörg viðfangsefni, sem erfitt er að fóta sig á, og oft er við upprunaskýr- ingar orða um marga kosti að velja. Það er því að jafnaði vandalítið að hafa í frammi gagn- rýni um slík rit, enda hefir það nokkuð verið gert um þetta höf- uðrit prófessors Alexanders. En ósýnt er, hvort gagnrýnendur hans hefðu fengið betri dóma, ef þeir hefðu ráðizt í að leysa þetta stórvirki af höndum. Víst er, að bókin verður ómetanlegt hjálpargagn nokkra framtíð. Hún er eina orðsifjabókin, sem nær bæði til fornmáls og nútímamáls íslenzks. Einn höfuðkostur Alex- anders var sá, hve hugkvæmur hann var, og þessi kostur samfara óþrjótandi elju og miklum lær- dómi gerði honum kleift að gera þetta höfuðrit sitt svo úr garði sem raun ber vitni. Ekki þykir mér ólíklegt, að samning orðsifjabókarinnar hafi beint áhuga prófessors Alexand- ers að ráðgátunni um uppruna mannlegs máls. Einmitt um sama leyti og hann hafði orðabókina í smíðum, tók hann að birta grein- ir um þessi efni. Bækur hans, sem um þetta og svipað fjalla, eru þessar: Um fnuntungu Indó- germana og frumheimkynni. Fylgirit Árbókar Háskóla íslands 1940 — 41. Rvík. 1943; Origin cf Language. Four Essays. Reykja- vík & Oxford 1949; Gestural Origin of Languages, Evidence from Six Unrelated Languages. Reykjavík & Oxford 1952; Some Remarks on the Origin of the N —Sound. F.vlgirit Árbókar Há- skóla íslands 1953—54. Reykja- vík & Oxford 1954; IIow Did Homo Sapiens Express the Idea of Flat? Fylgirit Árbókar Há- skóla íslands 1957—58; Uppruni mannlégs máls. Reykjávík 1960. Að baki þessum bókum liggur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.