Alþýðublaðið - 15.06.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Page 7
geysimikil vinna. Prófessor Al- exander lagði á sig að lesa orða- bækur yfir mál, sem hann hafði aldrei lagt stund á — tyrknesku, fornkínversku, eskimóisku, svo að nokkur dæmi séu nefnd — til þess að prófa, hvort kenningar hans um sameiginlegan uppruna tungumála fengju staðizt. Hug- myndin, sem liggur að baki höf- orðkenningu prófessors Alexand- ers um uppruna málsins, látæðis- kenningunni, er ekki ný af nál- inni. Hins vegar er sú aðferð, sem hann beitti til að renna stoðum undir hana, samanburður á end- urgerðum orðrótum óskyldra tungumála til þess að draga af ályktanir um uppruna málsins, algerlega hans eigið verk. Um þessa aðferð má deila, enda eru málfræðingar ekki á eitt sáttir um hana. En hitt er víst, að mikla hugkvæmni og einbeitingu hefir þurft til þess að gera þessu efni skil á þann hátt, sem pró- fessor Alexander gerði. Prófessor Alexander Jóhannes- son hafði mikinn áhuga á skáld- skap og ýmsum menningarlegum efnum utan sérsviðs síns, mál- visindanna. Eins og á var minnzt, fjallaði doktorsrit hans ekki um málvísi, heldur um bókmennta- legt efni. Þessi bókmenntaáhugi hans kom einnig fram í því, að hann þýddi tvö af leikritum Schillers: Mærin frá Orleans, rómantískur sorgarleikur. Rvík. 1917 og María Stúart. Sorgarleik- ur í 5 þáttum. Rvík. 1955. Hann þýddi einnig mörg íslenzk ljóð á þýzku, og hefir safn af þeim ný- lega komið út. Þá gaf Alexander Út ljóð þriggja þýzkra skálda: Ljóð eftir SchiIIer. Rvík. 1917; Ljóð eftir Goethe. Rvík 1919 og Ljóð eftir Heine. Rvík 1919. Hann annaðist útgáfu úrvalsljóða Ein- ars Benediktssonar (íslenzk úr- valsljóð VII. Rvik. 1947). IV. Prófessor Alexander Jóhannes- son hefir verið lengur rektor Há- skóla íslands en nokkur annar maður eða samtals 12 ár (1932 — 35, 1939-42, 1948-1954). í rekt- orsstarfi reyndist hann stórhuga framkvæmdamaður, laginn að koma fram málum, hugkvæmur um leiðir og fylginn sér um allar athafnir. Hann hefir átt meiri eða minni þátt í því, að upp hafa komizt þær byggingar, sem nú eru á háskólalóðinni. Hann átti t. d. sæti í fyrstu nefndinni, sem vann að byggingu Gamla Garðs, var formaður byggingarnefndar Atvinnudeildar Háskólans, há- skólahússins, Nj'ja stúdentagarðs- ins og Þjóðminjasafnsins og átti sæti í byggingarnefnd íþrótta- húss Háskólans. Undirstaðan undir byggingar- framkvæmdum stofnunarinnar er, eins ög alkunnugt er, Happ- drælti Háskólans, og frumkvöð- ull að stofnun þess var tvímæla- laust Alexander Jóhannesson. Á fyrsta rektorsári sínu, 9. febr. 1933, boðaði hann til almenns fundar háskólakennara og flutti þar erindi um háskólabyggingu og bar fram tillögu þess efnis, að Háskólinn skyldi á næsta þingi fara fram á sérleyfi til rekstrar peningahappdrættis næstu árin í því skyni, að ágóðanum yrði var- ið til háskólahúss. Frá þessu er skýrt í gerðabók háskólaráðs, fundargerð frá 14. febr. 1933. Há- skólaráð samþykkti að koma mál- inu á framfæri við Alþingi, en þar fékk það góðar undirtektir. Happdrættislögin voru sam- þykkt 3. maí 1933 og hlutu stað- festingu konungs 19. júní sama ár. Prófessor Alexander átti sæti þegar í fyrstu stjóm Happdrætt- isins og var um langt skeið for- maður stjórnar þess. Rekstur kvikmyndahúss var nokkurt skeið Háskólanum fjár- hagsleg stoð — og vel má vera, að svo verði síðar. Alexander Jó- hannesson átti ekki hugmyndina að þessu fyrirtæki, en hann studdi málið með ráðum og dáð. Hann var formaður byggingar- nefndar Samkomuhúss Háskól- ans og hefur látið sér mjög annt um rekstur þess. Mörg önnur mál lét prófessor Alexander til sín taka innan Há- skólans, en hér er aðeins unnt að nefna fá þeirra. Orðabók Há- skólans var eitt af óskabörnum hans innan stofnunarinnar. Hann minnist á það í setningarræðu Háskólans 1932, að það hljóti „að verða keppikefli íslendinga að . . . láta semja vísindalega orffabók ís- lenzkrar tungu.” Fjárhagslegt getuleysi stofnunarinnar olli því, að þetta mál dróst á langinn, enda vart tímabært, fyrr en leyst hafði verið úr frumstæðustu hús- næðisþörfum hennar. Á fundi í Heimspekideild 3. maí 1943, ná- kvæmlega 10 árum eftir að happ- drættislögin voru samþykkt, er óskað framlags úr Sáttmálasjóði til „undirbúnings sögulegrar orðabókar um íslenzkt mál frá miðri 16. öld til vorra daga.” — Málið var rætt í háskólaráði 11. mai og endanlega samþykkt 2. júní 1943. Alexander Jóhannes- son var formaður Orðabókar- nefndar frá stofnun liennar til dauðadags. Hann vann ötullegá að fjölgun starfsliðs og bættum vinnuskilyrðum við Orðabókina. Orðabókarnefnd hafði um langt skeið með höndum útgáfu ný- yrða fyrir Menntamálaráðuneyti, og tók prófessor Alexander þátt í því starfi af miklum áhuga, var djarfur nýyrðasmiður, en ekki er tóm til að rekja þá sögu hér. Af öðrum meiri háttar málum innan Háskóians, sem prófessor Alexander var við riðinn, mætti neína, að verkfræðikennsla hófst í Háskólanum í rektorstíð hans (1940), sömuleiðis að kennsla í viðskiptafræði var flutt í Háskól- ann (1941), og komið var skipan á B.A.-nám (1942). Af málum, sem ekki varða Há- skólann beint, en eru þó í nán- um tengslum við áhugamál þeirr- ar stofnunar, má nefna, að pró- fessor Alexander var um skeið formaður íslenzk-dansks orða- bókarsjóðs (Blöndalssjóðs). Sem formaður sjóðstjórnar hratt hann í framkvæmd ljósmyndaprentun Blöndalsorðabókar, sem út kom 1951 — 52. Gekk það fyrirtæki svo vel — þótt ekki væri góðu um það spáð — að nægiiegt fé safn- aðist til þess að gefa út viðbótar- bindi við Blöndalsbók, og var þó nokkuð eftir í sjóði, er þeirri út- gáfu var lokið (1963). Framhald á 15. síðu Finnland - Sovéfríkin Ú 15 daga ferð É V///M', 17.7. - 31.7. ! Verð kr. 15.600.00 /////* Fjölbreytt og óviðjafnanleg ferð, þvert y/ yfir Rússland allt suður í Kákasíu. Dvalist á baðströnd við Svartahaf, skoðaðir sögustaðir, söfn, leikhúsferðir. Ferðir, hótel, matur og léið- sögn innifalin í Verði. Flogið með flugvéluitt Loftleiða. Fararstjóri: Reynir Bjarnason, landbúnaðar- kandidat Moskvuháskóla. Ferðaáætlun: 17. júlí: Flogið til Helsinki og dvalið þar í sólarhring. 18. júlí: Farið méð járn- braut til Leningrad og dvalið þar 2 daga. 21. júlí: Flogið til Riga og dvalið þar einn dag. 22. júlí: Flogið til Kiev og dvalið þar einn dag. 23. júlí: Flogið til Sochi við Svartahaf, og dvalið þar 4 daga á baðströndinni. 28. júlí: Flogið til Moskvu og dvalið þar í 3 daga. 30. júlí: Farið með járnbraut til Helsinki. 31. júlí: Flogið til íslands. LAM □ S y N rf- FER. ÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. haað SlMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK i % HANNES PÁLSSON Ijósmyndari MJÚIiHLÍÐ 4 Slmi 23081 — Reykjavik Mercedes-Benz 180 o" 220 Mercedes-Benz vörub. 322 Ford Taunus 12 M og 17 M Ford Taunus Transit Chevrolet fólksb. 1912-1952 Chevrolet fólksb. 1955 Chevrolet vörub. 1947-1955 Dodge fólksb. 1946-1955 Dodge vörub. 1946-1955 Willys jeppi 1946-1955 Ford fólksb. 1955-1956 Deirtparar fyrir Opel Reckord og Caravan Simca Ariane Mereedes-Benz fólksb. Willys jeppa Chevrolét fólksb. 1958-1962 Vauxhall Wyvern og Velok ’ 52-57 Chevrolet pick-up ’54-’55 Dodge fólksb. 1955-’61 Plymouth fólksb. 1955-’61 De Soto fólksb. 1955-’61 S.E.V. kveikjur og kveikjuhlutir fyrir: Simca Renault Peugeot Citroen Bremsudælur fyrir: Opel Rekord Opel Caravan Ennfremur fyrirliggjandi: Bílaþvottakústar, stórir Stefnuljósarofar Blikkarar Borðljós Háspennukefli ... Kveikjulok Platínur Afturljós Bakkluktir Biðljós Rúðusprautur Ljósaöryggi (allar teg.) Glitaugu Númersljós Rafmagnsbenzindælur Sýrumælar Luktagler Kertalyklar Innsogsbarkar o. m. fl. Varahlutaverzlun ióh. Óiafsson & Co. Brautarholti 2 Sími 1-19-84. Nýkomið: framiuktir í eftirtaidar bifreiffir: * BILLINN Rent an Icecar ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.