Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 9
inn hreinn vandræðagripur. Hussel dró enga dul á að það væri herforustan, hershöfðingjar og ríkisstjórnin, sem svikið hefðu hermennina — en ekki þeir sem svjkið hefðu Bretland. Meðan umsátrið um Sevastopol hélt áfram, var ráðist á Russell á „heimavígstöðvunum.“ Hann var sakaður um að hjálpa óvin unum, af því að greinar hans, sem náðu til verjenda Sevastopols, lýstu tapi og mistökum brezku herstjórnarinnar á opinskáan hátt fyrir hverjum sem hafa vildi. Russell bar hönd yfir höfuð sér með því að halda því fram að hann, þegar hann skrifaði grein ar sínar, hefði eins og allir aðrir nærlendis, talið, að virkið mundi vinnast áður en greinar hans kæm ust á leiðarenda þrem vikum eða fjórtán dögum síðar — slíkur var hraði fréttaflutninganna í þá daga — og það væri heldur eng inn tilgangur i því að halda sann leikanum leyndum. Það, að Rússarnir kæmust að því, hvernig ástandið var innan brezka hersins var í raun réttri mun léttara á metum en það, að með fréttum Russells fengu brezk yfirvöld heim sanninn um það,_ að umbóta var þörf — ef ekki átti i’la að fara- Og brezku yfirvöldin fóru að Russell3 ráði. Þegar hann kom heim úr Krím skaga herferðinni til þess m.a. að hefja umfangsmikinn fyrir lestraleiðangur, var honum boðið til miðdeghverðar hjá Palmerston forsætisráðherra í Downing Street 10 og meðan á máltíðinni stóð, •lagði ráðherrann fyrir hann eftir farandi spurningu: „Hvað mund uð þér gera, ef þér á þessari stundu fengjuð yfirstjórn brezka hersins í hendur?“ Meiri viðurkenning gat greind um og dugmjklum blaðamanni tæplega hlotnast. En hann var heiðraður á annan hátt. í viðurkenningarskyni fyrir það, sem greinar hans höfðu haft að segja fyrir alla þá, hverra feð ur( bræður og synir börðust á Krim, var ákveðið að veita honum heiðursmerki fyrir það persónu lega hugrekki, sem hann hafði sýnt, fyrsta merki ginnar tegundar ■ sem Bretland hafði af hendi innt. Og það dró nafn af Viktoríu drottningu, — og áður en Krím stríðið var á enda, var Viktoríu krossinn orðinn að veruleika. Þetta var sagan af William How ard Russell — fréttaritara Lund únablaðsins ,,Times“. Gagnrýni á Johnson áNDSTÆÐINGAR stefnu Banda ”ríkjastjórnar virðast hafa orð ið fyrir áfalli vegna tilrauríar sinn ar tii að vekja athyglj á gagnrýni sinni á stjórninni. Nýlega var efnt til mikils umræðufundar í sam komusal einum í Washington, er tekur 5000 manns í sæti- Fundur inn ótti að vera eftirlíking ó minni umræðufundum, sem efnt hefur verið til víðs vegar um Bandarík in. Honum var sjónvarpað og þann ig fylgdist mikill fjöldi manna með fundinum. Ætlunin var, að andstæðingar og fylgismenn stjórnarinnar fengju jafnlangan tíma til um ráða- En livað val formælanda snerti stóðu andstæðingarnir ekki mjög vel að vígi. Þótt nokkrir þeirra ræðumanna, sem valdir höfðu verið, hefðu góða háskóla menntun og þeklttu vel til vanda mála Suðáustur-Asiu voru aðrir íítt til þess hæfir að taka þátt í .slíkum fundi. í hópi hinnar síðar nefndu voru einnig menn, sem vitað var að andvígir væru utan ríkisstefnu Bandaríkjanna yfir leitt. Aðrir voru Marxistar og enn aðrir hafa um árabil verið hlynnt ir Rússum og Kínverjum. En allir þeir, sem vörðu stefnu stjórnarinnar, voru viðurkenndir sérfræðingar í málefnum Suðaust ur—Asíu. Bæði á pappírnum og með frammistöðunni sýndu þessir ræðumenn með meiri myndugleik og þekkingu en andstæðingarnir. Hans Morgenthau, sem í meira en mannsaldur Jiefur notið við urkenningar sem frábær sérfræS ingur í alþjóðastjórnmálum, stjórn aði árásinni á stjórnina. Hann hef ur hins vegar enga sérþekkingu á málefnum Asíu. Röksemdafærsla hans var ein föld- Kína, sagði hann, hefur neyðst til að vera ráðandi ríki Asíu- Þvi fyrr sem Bandaríkin gera sér grein fyrir þessu og flytja hersveitir sínar frá Viet nam því betra. Hann hélt því ein,njg fram, ».ð sög,ull)ega séð hefði Kína ekki verið árásarríki, og fremur kosið að hafa ráð grannþjóða í hendi sér en að leggja þær undir sig eða skipta sér af innanríkismálum þeirra- Framh. á 15. síðu. LYNDON B. JOHNSON Fyrir 17 . júní Stutterma poplinföt drengja 2ja—3ja ára. Aðalstræti 9. — Sími 18860. NÝ SENDING Blússur hvítar og mislitar, verð frá kr. 210,00. E I N N I G Sólskinshattar verð frá kr. 95,00. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Síldarstúlkur Stúlkur vantar til síldarsöltunar í sumar á söltunarstöð Hafsilfurs á Raufarhöfn. Uppl. í síma 21549 í Reykjavík frá kl. 5—7 í dag.- • Hafsilfur h.f., Raufarhöfn. Benzínsala Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Siml 23900. Kennari óskast að Dagheimilinu Lyngási frá 1 október n.k. — Umsóknir sendist skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skólavörðu- stíg 18, fyrir 15. júlí. Styrktarfélag vangefinna. NAUÐUNGARUPPBOÐ Annað og síðasta uppboð á vélbátnum Ásgeiri' Torfasyni ÍS 96, eign Bergs Eiríkssonar, fer fram eftir kröfu Seðlabanka íslands við bátinn við suðurgarðinn í Hafn- arfirði 21. júní n.k. kl. 14. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. GÖLLUÐ BAÐKER verða seSd næstu daga. Byggingavörusala SÍS við Grandaveg. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. júní 1965 r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.