Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 10
fcsRitsfrgórTOrn EÍdsson Enn vann Valur - nú Fram 2:1 í góðum leík FRAM og VALUR háðu harSa og tvísýna baráttu í I. deildinni á Ssunnudagskvöldið, þar sem vissu lega gat brugðist til beggja vona um úrslitin, Fjörlega var oft leik ið úti á vellinum og sköpuð iskemmtileg upphlaup, þar sem Jmötturinn gekk viðstöðulaust, jneð furðunákvæmum sendingum frá manni til manns, og marktæki færi sköpuðust hvað eftir annað, sem hins vegar framherjum beggja liðanna mistókst herfilega að nýta. Þannig átti Valur þrívegis á fyrstu 15 mínútunum „opin færi“ en þau glötuðust öll- Ingvar ,fóð í sjönsunum“ en skaut yfir í öll skiftin. Ef 'allt hefðj verið með réttu ráði, hefði boltinn átt að liggja þrívegis inni í Fram-mark inu, miðað við tækifærin. En fyrstu tvö þeirra komu eftir góð an samleik og fyrirsendingar, fyrst Steingríms h.innherja og þá Bergsteins vúth. Þriðja tækifær ið var eftir hornspyrnu og fast skot Matthíasar v. framv. að mark <inu, en markvörður missti bolt ann frá sér og Ingvari hefði nægt að reka í hann tána. í stað inn skaut hann hátt yfir, sem útaf fyrir sig var þó nokkur ,kúnst“ eins og á stóð. Eftir öll þessi mis tök hertu Framarar sig, leikurinn varð jafnari. Og það voru Fram t arar sem skoruðu fyrst. Baldur 5 Scheving framherji og fyrirliði * sem nú eins og áður, sýndi vask lleik og gott fordæmi um harð skeytt vinnubrögð, tókst að leika á annan framvörðinn og sendi inn að marginu, góðan bolta sem hinn harðskeytti Hreinn miðherji, nýtti rösklega og skoraði- Rétt á eftir átti Hallgrímur Sheving opið færi en skaut hátt yfir. Valur jafnaði svo á 35. mín. vegna mistaka varn arinnar. Sending til markvarðar var of laus, og Bergsveinn komst á milli náði boltnum og vippaði honum sérlega laglega fram hjá Hallkeli, sem hljóp of seint út Rétt fyrir leikhlé átti Berg sveinrt gott skot úr sendingu Ingvars, en framhjá- Þannig skift ust á skin og skúrir. uppi við mörk beggja í þessum hálfleik Miðað við það mátti segja að jafn tefli í hálfleiknum væri ekki ó réttlátt. Sinn maðurinn frá hvoru liði yfirgaf leikinn fyrir hlé, Þorgeir Lúðvíksson í Framliðinu og kom í hans stað Ragnar Jóhannesson og Bergsteinn Magnússon í VaJs liðinu, en Hermann Gunnarsson kom inn fyrir hann. * SEINNI HÁLFLEIKUR. Sókn Vals fyrstu 10 mínúturnar var nær látlaus, en mistökin uppi við markið voru söm við sig. Skot yfir og utanhjá- Og aftur jafnast leikurinn, og Framarar sækja. Eiga hornspyrnu, og skot að að marki, en Árni Njálsson varði á línu, Endurtekin sókn Fram á næsta augnbliki, skapaði Helga Númasyni skotaðstöu og knöttur inn þrumaði að markinu. En Sig urður Dagsson varði af snilld, með föstu og öruggu gripi. Enn eiga Frambrar skob frú Hinrik út herja, úr opnu færi fyrir miðju marki, en framhjá. Loks er 15 mínútur voru eftir af leiktímanum, kom sigur mark ið frá Val. Árni Njálsson brunaði fram og sendi boitann með lang spyrnu að markinu- Ingvar sá hvað verða vildi, brunaði inn fyr or og fékk stýrt boltanum í ann að hornið. Vörnin var stöð og at hugaði ekki sinn gang í tíma, og Hallkell markvörður fékk ekki við neitt ráðið, enda búið sig undir að taka við spyrnunni, eins og hún var afgreidd frá Árna. Við þetta mark færðust Framarar enn í aukana, sóttu ákaft og lögðu sig alla til, að ná að minsta kosti jafntefii. Léku þeir oft af miklum dugnaðj og lipurð, en allt kom fyrir ekki. Leiknum lauk með sigri Vals 2/1- Þrátt fyrir það þó lið Vals hafi miðað við einstaklinga virtst sterk ara en Framliðið, bæt+u Framar arnir sér það upp með eljusemi og liprum leik og furðumikilli sóknarhörku, ekki hvað sízt í síð asta þriðjung íleiksins- Beztu menn t liði Fram í þessum leik voru: Miðherjinn Hreinn Elliðacon, sem er sívaxandi leikmaður og mið framvörðurinn Sigurður F.riðriks son. Af varnarleikmönnum Vals var Þorsteinn Friðþjófsson, sem nú lék miðframvörð, í stað Björns Júlíussonar, sem meiddist í leikn um við ÍBK á dögunum, öruggast ur og í framlínunni þeir, Revnir Jónsson og Steingrímur Dagbjarts son. Magnús Pétursson dæmdi leik inn vel- Bergsveinn sækir að markverði Fram í fyrrakvöld. ÍBA krækti í bæði stigin vann ÍBK 1:0 UM 1500 manns sáu íslendsmeist arana tapa á heimavelli fyrir Akur eyringum á sunnudaginn var. Leik urinn var næsta. jafn í fyrri hálf leiknum, en þá kom þetta eina mark, sem skorað var. Heldur var aðdragandinn að því klaufalegur, og mega Keflvíkingar hér sjálfum sér um kenna. Högni miðfram vörður sendi boltann til markvarð ar, en of laust og er það ekki í fyrsta skipti, sem slíkt kemur fyrir varnarleikmann. Þarna komst v. útherji ÍBA á milli og náði til knattarins á undan Kjart ÍA-KR 3:21 HÖRKULEIK A—riðill: Úrslit á langardag: KS—Þróttur 4:4, Skarphéðinn gaf leikinn við Hauka, sem fram átti að fara í Kópavogi. STAÐAN: Þróttur 3 2 1 0 20:5 5 >KS. 2 1 1 0 7:4 3 Haukar 2 1 0 1 1:4 2 Reynir 1 0 0 ,1 0:3 0 Skarphéðinn 2 0 0 2 0:12 0 B—riðill: Úrslit á laugardag: KH—Vestmannaeyjar 1:0. ísafjörð Ur Víkingur 5:1. STABAN: FH 2 20 0 9:0 4 fsafiÖrffur 2 1 0 1 9:7 2 Vesm.eyjar 2 1 0 1 6:5 2 5 Breiðiabl. 2 1 0 1 3:9 2 j Víkingur 2 0 0 2 2:8 0 RÍKHARÐUR SKORAÐIÖLL MÖRKIA ÞAÐ sannaðist í gærkvöldi að í knattspyrnunni getur sitt hvað brugðist til beggja vona, og hið óvænta skeð. Fæstir munu hafa búizt við þeim úrslitum, sem urðu í leik KR og Akurnesinga, þar sem hinir síðarnefndu fóru með sigur af hólmi; skoruðu 3 mörk gegn 2. Vissulega voru þetta spennandi viðskipti, en leik urinn ekki að sama skapi vel leik inn. En meginspenna hans var þó i síðari hálfleik. Það var Ríkharður Jónsson, hin gamla hetja á knattspyrnu- sviðinu, sem var megindriffjöður liðs síns og stjórnaði því til sig- urs. Hann skoraði öll mörkin, að vísu í góðu samstarfi við sam- herja sína í framlínunni, en hann lék miðherja, en var annars þeg- /. DEILD L U J T M St. Valur . . 4 3 1 0 10-5 7 ÍBA . . 4 2 1 1 7-7 5 KR . . . . . 4 1 2 1 7-7 4 ÍA . 4 1 1 2 8-9 3 ÍBK . . . . . . 4 1 1 2 3-5 3 Fram . . 4 1 0 3 6-8 2 Næstkomandi KR—Akureyri sunnudag keppa á Akureyri og Valur—Akranes á Akranesi. ar fram í sótti alls staðar þar sem baráttan var hörðust, varði m. a. tvívegis á línu, en alls vörðu Akurnesingar sex sinnum í þeirri aðstöðu. Það voru aðeins liðnar 5 mín. af leiknum, þegar fyrsta markið kom, skot Rikharðs sem hann skoraði úr var mjög gott og erfitt til varnar. Síðan liðu 35 mín. þar til KR jafnaði, en það gerði Gunnar Felixson mjög laglega úr þröngri stöðu. Þannig lauk fyrri hálfleiknum með jafntefli 1 gegn 1. Tvivegis í þessum hálfleik vörðu Akurnes ingar á marklínunni svo að tæpara mátti ekki standa. ★ Síffari liálfleikur 2 gegn .1 Siðari hluti leiksins var mikl- Framhald á 14. siffu. ani markverði og fékk vippað honum inn. Þessi mistök urðu afdrifarík ís landsmeisturunum, og kostaði þá bæði hin dýrmætu stig. Því þrátt fyrir harða sókn meg inhluta síðari hálfleiksins af ÍBA hálfu þar sem að mestu var leik ið á vallarhelmingi ÍBA með ein staka tiltöluíega meinlausum upp hlaupum Akureyringanna annað slagið tókct Keflvíkingum aldrei að se*ja mark mótherjanna í veru lega hættu. Til þess var ,,pressan“ of mikil, og sem svo leiddi til þess að meginhluti liðsmanna i sókn og vörn. þé+tist saman inni á vííateig. í liði Akureyringa vantaði Jón Stefánsson mjðframvörð, en í hans stað lék Jón F.riðriksson og átti allgóðan leik Jón Jóhanscon lék lieldur ekki með ÍBK en Rúnar var í stöðu miðherja. Þet'a er annar leikur íslendsmeist aranna sem tapazt, en einn leik hafa þeir unnið og gert annan jafn tefli, að þeim 4 sem þeir hafa leikið til þessa. Grétar Norðfjörð dæmdi lcik in og gerði það ágæ+lega. mWWMMWWMWWMMWW í dag er síffasta tækifæri til aff ákveffa þá'ttöku í bik aíkeppni Körfuknattleiks sambandsins, Þau félöy og bandaíög, sem enn haf a eklci sent þátt+ökutilkynning-ar en, hugsa sér að verffa meff, verffa aff pósteleggja þær fyr ir 12 í kvöld. WWMW*t%W4MWWMVWW 10 15. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.