Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir sidcistliána nótt ★ BERLIN: — Austur-þýzkir landamæraverðir myrtu í gær 43 ára gamlan mann og særðu lífshættulega 21 árs gamla konu, er l>au sigldu í báti á Teltow-skurði í Berlín. ★ DONG XOAI: — Mikil spenna ríkir í bænum Dong Xoai l»ar sem bandarískir og suður-vietnamiskir hermenn eru reiðu- bunir að hrinda nýjum árásum Vietcong-manna, sem horfnir eru inn í frumskóginn. Ilinn nýi leiðtogi Suður-Vietnam, Nguyen Van •Thieu hersliöfðingi, vinnur að stjórnarmyndun. Nguyen Cao Ky flugmarskálkur verð'ur forseti famkvæmdaráðsins. ★ LONDON: — Bretar minntust þess í gær, að 750 ár eru liðin frá undirritun frelsisskrárinnar miklu — Magna Charta, sem markaði tímamót í stjórnarfarsþróun Breta. ★ LONDON: — Ekkja Sir Winston ChurshiIIs, lafði Churchill, sem er áttræð, tók í gær sæti í lávarðadeildinni við liátíðlega at- böfn og var hún ákaft hyllt að athöfninni lokinni. ★ LONDON: — Harold Wilson ítrekaði á þingi í gær, að stjórn hans hefði þungar áhyggjur af ástandinu í Vietnam. Vissar ráðfæringar ættu sér stað og þingheimi yrði skýrt frá því síðar. Hann kvaðst ekki andvígur þingumræðum um Vietnam-málið. Hann neitaði þeirri staðhæfingu, að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu skipt með sér verkum í Suðaustur-Asiu þannig, að Banda- ríkjamenn sæju um Vietnam-málið, en Bretar Malaysíumálið. Afstaða Breta væri óbreytt síðan Stewart utanríkisráðherra hvatti til friðarráðstefnu. ★ PARÍS: — Rússar sýndu í gær stærstu flutningaflugvél lieimsins á alþjóðafiugsýningunni á Le Bourget-flugvelli. Flugvélin tekur 720 farþega. ★ PARÍS: — Einn maður beið bana, þegar bandarísk sprengju- þota af gerðinni B-58 hrapaði til jarðar á Le Bourget-flugvelli í gær. Tveir aðrir menn, sem í vélinni voru, eru á sjúkrahúsi og líður vel eftir atvikum. ★ COLTJMBUS, Georgia: — Átján bandarískir hermenn týndu lífi þegar tvær æfingaþyrlur rákust á og hröpuðu til jarð'ar skammt frá Cohunbus í Georgiu-ríki í gær. ★ PARÍS: ' —• Alain Peyrefittem, upplýsingamálaráðherra Frakka, sagði í gær, aö Erhard kanzlari og de Gaulle forseti hefðu rætt möguleika á fundi æðstu manna EBE-landanna í Bonn í síð- ustu viku. Forsetinn hefði lagzt gegn hugmyndinni. ★ RÓM: — Kristilegi demókrataflokkurinn hefur aukið fylgi sitt og unnið aftur það fylgi, sem hann hafði tapað fyrir kosn- ingarnar í fyrrahaust. Þetta eru niðurstöður kosninga til fylkis- þingsins á Sardiníu. Fjögur Islandsmet 164 stúdentar skrifaðir frá Reykjavík, — GG. Menntaskólanum í Reykjavik var slitið í 119- sinn í dag í Há skólabíói, og gerði það Kristinn Ármannsson rektor, scm nú sleit skólanum í síðasta sinn, en hann lætur af störfum við skólann fyr ir aldurssakir. Nemendur, nýstút entar og afmæíisstúdentar fluttu honum af því tilefni hlýjar kveðj- ur og gjafir. í upphafi skólaslita- athafnarinnar ræddj rektor hús næðismál skólans ,sem nú hafa stórbatnað við tilkomu hins nýja húss að' baki gamla skólanum. Benti hann á í því sambandi, að á þeim átta og hálfu ári, sem hann hefðj verið rektor; hefði nemendafjöldi í skóíanum aukizt úr 450 í 930 á s.l. hausti, e'ða rúm lega tvöfaldast- Hinir 930 nemendur skólans á sl. starfsári skiptust í 41 bekkjar deild, 8 deildir í 6. bekk, 9 deildir í 5 bekk, 11 deildir í 4 bekk, og 13 deildir í 3 bekk. Rektor gat þess i ræðu sinni, að nú væri málum svo komjð, að stærðfræðideildin. hefði verið stærri sl. vetur en máladeiidin- Stærðfræðideildir hefðu verið 16, en máladeildir 12. Allur þriðji bekkur og helmingur fjórða bekkjar sóttu skóla síðdeg is á sl. vetri og isagði rektor að það fyrirkomulag hljóti að breyt ast þegar húsnæðisaðstæður leyfðu enda þekkti hann ekkert land, þar sem menntaskólar væru tví settir. Kennaratala við skólann var svipuð og árið áður, eða um 70, þar af um hehningur stunda kennarar. Gat rektor þess í ræðu Borghildur Einarsdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, 9,41. Borghildur er dóttir Einars Braga Sigurðssonar rithöfundar. sinni, að enn væri mjög erfitfc að fá fasta kennara í ýmsum grein um- Rektor kvað félagslíf nemenda hafa staðið með miklum blóma á árinu, en tók nemendum jafn framt vara fýrir því að fráskáka sér svo frá náminu vegna félags starfseminnar, að það byði alltof mikinn hnekk við. Fimm nemendur í 3., 4.; og 3 bekkjum hlutu ágætiseinkunnir við árspróf, en hæstur yfir allan skólann var Ásmundur Jakobsson 5. bekk- stærðfræðideild, með á gætúeinkunn 9,53 í aðaleinkunn. Undir millibekkjarpróf gengu 708 nemendur og stóðust 626. Fimm fengu ágætiseinkunn, 154 fengu I. einkunn, 341 fengu II: einkunn og 126 fengu III. eink., en 61 stóðust ekki( flestir úr þriðja bekk. Undir ætúdentspróf gengu 166 nemendur, 157 innan skóla og 9 utanskóla, 85 í máladeild og 81 í stærðfræðideild. 1 lauk ekki prófl vegna veikinda og einn stóðst ekki í dag voru því brau+skráðir 164 stúdentar frá skólanum, sem er Framhald á 14. síðu. Á sundmóti í Sundhöll Hafnar- íjarðar í gærkvöldi voru sett 4 ís- lahdsmet. Hrafnhildur Guðm. ÍR, setti 2 þeirra, í 200 og 400 m. bak sundi, synti á 2:55,9 mín. og 5:- 58,3 min. Sveit Sundfélags Hafn- arfjarðar setti 2 met í boðsundi, í 4 sinnum 100 m .bringusundi karla, 5:25,1 mín. og í 4x50 m. flug sundi, 2:11,2 mín. Nánar um mótið á Íþróttasíðu á morgun. Engir fundir boðaðir Reykjavík, EG- FULLTRÚAR Sjómannafélags Reykjavíkur og atvinnurekenda Iiéldu fund i gærmorgun og lögðu gjómenn þar fram kröfur sínar. Sáttafundur var með fulltrúum ▼srkalýðsfélaganna fjögurra hér gyðra og atvinnurekendum á tnánudagskvöld og stóð hann til klukkan eitt án þess að samkomu Iag næðist. Fundir liafa ekkf verið boðað 2 16. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ir á ný með þeim aðilum né öðr- um hér syðra, sem nú eru með lausa samninga. Dvöl borgarfull- trúa í Ósló lokið Osló, 15. júní. (ntb). Geir Hallgrímsson borgarstjóri og fulltrúar úr borgarst;>>rn Reykjavíkur, hafa verið í einnar viku heimsókn í Osló. Heimsókn- inni lauk í gær, og flestir borgar fulltrúarnir héldu heimleiðis. íslenzku fulltrúarnir heimsóttu meðal annars orkuver Oslóborgar í Hallingdai og hinar miklu raf- i *v*“ , „ , _ | dansinum. Avarp fiallkonunnar er orkuframkvæmdir Norðmanna Þjóðhátíðin í Reykjavík Hátíðarhöldin í Reykjavík 17. júní verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þó verða þær breyt ingar gerðar, að ekki verður dans- 1 að á götunum nema til kl. 1. Þar | á móti kemur, að dansað verður ! á Lækjargötu kl. fjögur síðdegis i til kl. fimm. Verður sá dans eink- I um ætlaður unglingum og verður i þeirri skemmtun stjórnað af Her- manni Ragnars, danskennara, og munu nemendur hans standa fyrir vöktu mesta athygli þeirra, að því er Geir Hallgrímsson sagði í við- tali við NTB. Borgarstjóri lauk miklu lofsorði á stuðning Oslóar við listir og menningarmál, og sagði að dvölin liefði verið mjög skemmtileg og fróðleg. íslending- unum hefði verið tekið með mik- illi gestrisni og gestgjafarnir hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að gera heimsóknina ánægju- lega. • að þessu sinni eftir Þorstein Valdimarsson og f jallkonan verður Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Merki dagsins verður selt á göt- unum og er það teiknað af Þór Sandholt. Allar tekjur af merkja sölu og tjaldleyfum renna í minn- ismerkjasjóð, en í honum eru nú tæp ein milljón króna. Dagskrá þjóðhátíðardagsins hefst kl. 10 fyrir hád. og stendur nær óslitið fram yfir miðnætti. Skrúð- Fáir norskir bátar á íslandsmiðum Reykjvík, — GO. EKKI eru nema 10—12 norsk síld veiðiskip komin á íslandsmið, að því er s.egir í skeyti frá NTB. Bú ist er við að vegna hinnar miklu I Norðursjávarvedðin helst. Vifað síldveiði í Norðursjónum, verði er um fjóra báta á leiðinni til þátttaka í Íslandssíldvciðunum Noregs með samtals um 19000 með minna móti a m.k. meðan I hektólítra innanborðs. göngur barna hefjast kl. 13,15 og hátíðahöldin við Austurvöll kl. 13,40. Verða þau sett þar af for- manni þjóðhátíðarnefndar, Ólafi Jónssyni. í Dómkirkjunni prédikar séra Emil Björnsson. Forseti ís- lands leggur blómsveig að minn isvarða Jóns Sigurðssonar. For- sætisráðherra flytur ræðu og síð- an verður flutt ávarp fjallkonunn- ar. Barnaskemmtunin á Arnarhóli hefst kl. 15. Verður það ef að lík- um lætur fjölsóttasta skemmtun ársins, á Þjóðhótíðardaginn í fyrra voru samankomin á Arnar- hóli um 40 þús. manns. Á Laugardalsvellinum verður sitthvað til skemmtunar. Þar hefst hátíðin kl. 16,30. Verður þar flutt ávai’p, íþróttasýningar og keppni af ýmsu tagi. Kvöldvakan á Arnarhóli hefst síðan kl. 20,30. Meðal skemmtiatriða þar verður kórsöngur og einsöngur, m. a. mun sænska óperusöngkonan Rut Jak- obson syngja. Fluttur verður gam- anþáttur eftir Guðmund Sigurðs- son. Eftir kvöldvökuna hefst dans á götunum, og verður hátíðarhöld unum slitið kl. 1 eftir miðnætti. í þjóðhátíðarnefnd eru Ólafur Jónsson formaður, Bragi Kristj- ánsson, Böðvar Pétursson, Einar Sæmundsson, Jens Guðbjörnssoli, Jóhann Möller, Óskar Pétursson og Valgarð Briem.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.