Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 14
punktar Ritstjóri VLsis skrifaði fyr ir nokkru glaðhlakkalega for ystugrein, sem hann kallaði (,Grei3færar götur". Verður að viðurkenna, að ritstjórinn hef Ur nokkuð til sín,s máls, þar sem hann segii-, að greiðfærar götur séu höfuðnauðsyn hverri borg. En það er nú bara svo, að götur borgarinnar eru ekkj svo ákaflega greiðfærar. Þeir munu margir íbúar Reykjavikurborg ar, sem ekki komast heim til sin nema e£*ir margskonar krókaleiðum, vegna þess að ein hvers staðar hefur verið byrj að á einliverjum framkvæmd um, götum rótað upp og þeim lokað fyrir umferð, síðan hætt og dögum saman séz't ekki nokk ur maður nálægt framkvæmd um. Go*t dæmi um þetta voru framkvæmdir á Háteigsvegi við gamla vatnsgeyminn- Þar hef ur gatan nú verið opnuð fyr ir umferð á ný, eftir !að hafa verið vendilega lokuð í meira en hálft ár, þannig að þar var ekki einu sinni fært gangandi fólkj. Framkvæmdir borgarinnar eru svo sem góðar og bless- aðar, en óneitanlega er það næsta oft svo að einkennilegt skipulagsleysi virðist ríkja og svo lítur stundum út, sem rok ið sé úr einni framkvæmdinni í aðra án þess að hvert verk sé fullklárað. Það er ekki sérstök ástæða til að lofsyngja gatnagerðar framkvæmdir borgarinnar. Þær eru svo langt á eftir áætlun, að þess eru vafaiaust dæmi, að í hverfum þar sem húsin voru byggð fyrir 20 árum séu hvorki gangstéttir né malbikaðar göt ur. Gatnagerðin hefur tekið talsverðan kipp undanfarin ár Q enda ekki seinna vænna. Það eru lögð há útsvör á borgara Reykjavíkur og því eiga þeir hemtingu á að ekkert hálf kák sé í borgarframkvæmdum þar sé vel og skipulega unnið og þeim ekki bökuð margvísleg óþægindi að nauðsynjalausu. Það amast enginn við þótt götum sé lokað vegna nauðsyn (legra viðgerða eða umbóta, ef verkin eru fljótt og skipulega unnin. En það er varla hægt að tala um greiðfærar götur, meðan talsverður liluti borgar búa býr við götur, þar sem varla sér út úr augunum fyrir moldryki í þurrkum, en vaða verður aurinn í ökla þegar væta kemur úr lofti. IVIeíMitaskóiinn . . . Fxamhald af 2. síðu næst hæsta stúdentatala frá skól anum. i stúdentsþrófi hlutu 5 á gætiseinkunn, 70 1. einkunn, 86 II. einkunn og 3 III. einkunn. Ágætiseinkunn hlutu: Borghildur Einarsdóttir 9,41 Sigrún Helgadóttir 9,24 Þorkell Guðbrandsson 9,24 Jónína Guðnadóttir 9,00 Sigmundur Sigfússon 9,00 , Það mun sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að tvær stúlkur séu hæstar við stúdentspróf- Borghild ur Einarrdóttir er úr máladeild en Sigrún Helgadóttir er úr stærð fræðideild og það mun vera í fyrsta sin sem stúlka verður hæst við stúdentspróf í þeirri deild. í lok ræðu sinnar um skólastarfið á liðnu starfsári kvaddi Kristinn Ármannsson rektor skólann, kenn ara og nemendur og starfsfólk skól ans og þakkaði fyrir gott sam starf og velvilja í sinn garð, en þetta var |i síðasta sinn, sem rektor slítur skóia, svo sem að framan getur. Fráfarandi inspector Scholae, Markús Örn Antonsson, kvaddi sér hljóðs og kvaddi rektor fyrir hönd nemenda. Ingvi II. Jóns~on, formaður bekkjarráðs 6- bekkjar ávarpaði rektor og færði honum skilnaðargjöf frá 6. bekkingum, Hörður Erlendsson afhenti rektor máíverk að gjöf frá nemendum skólans og Ármann Sveinsson, for seti framtíðarinnar, afhenti rektör að gjöf listaverkabækur Helgafells frá máifundafélaginu. Þá ávarp aði Einar Magnússon, yfirkennari rektor og þakkaði honum langt og gott starf í þágu skólans. Þá 14 16. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ POLYTEX plastmálnsngin Polytex plastiraálning er varan« legust, álerðarfaHegusí, og iétt- ust f meöförum. Mjjög fjöiöreytt lltaval. Polytex Innan húss sem utan Fullkomnlð verkíð með Pðlytex 1 17. júní hátíöðhöld í Kópavogi HÁTÍÐAHÖLDIN hefjast með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu kl. 1,30. Skemmtunin sett í Hlíðargarði kl. 2. Fjallkonan flytur ávarp, ræða, glímusýning, skátar skemmta, gamanþáttur, almennur söngur. ★ Lúðrasveit Kópavögs leikur milli atriða. Um kvöldið við Félagsheimilið kl. 8,30: Gamanþáttur (Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Klemens Jóns- son). — Ríó-tríó úr Kópavogi syngur og leikur þjóðlög. — Dans úti og inni. Hátíðinni slitið ld. 1 eftir miðnætti. Þjóðhátíðarnefnd í Kópavogi færðu fulltrúar 25 og 35 ára stúd enta rektor blóm- Af hálfu 50 ára stúdenta, en í þeirra hóp er einmitt Kristinn Ármannsson, talaði Jón Emil Ó1 afsson, hæstaréttarlögmaður og af henti hann peningagjöf í Bræðra sjóð. Pétur Benediktsson, banka stjóri, talaði af hálfu 40 ára s*úd enta, en þeh- færðu skólanum að gjöf listaverk eftir Ásmund Sveins son, er nefnist Páskar og hefur því verið komið fyrir í nýbyggingu skólans. Af hálfu 35 ára stúdenta talaði Úlfar Þórðarson læknir. Af hálfu 25 ára stúdenta talaði frú Hildur Bernhöft og afhenti hún skólanum að gjöf frá árgangnum lágmynd af Valdimar Sveinbjörns syni, íþróttakennara skólans, sem sett verður upp í væntanlegu í þróttahúsi. Af hálfu 10 ára stúd enta talaði Guðjón Ármann Eyj ólfsson og afhenti peningagjöf í Miriningansjóð Pálma. tektors Hannessonar- Fjöldi verðlauna var veittur fyr [ ir námsafrek og iðni, siðprýði og : framfarir, og voru dúxar orðnir mjög hlaðnir, er þeirri athöfn lauk. Kvenréttindafélag íslands held ur 19. júní fagnað í Tjamarbúð uppi (Tjamarcafé) kl. 8.30 laug ardag 19. júní, góð dagskrá- Allar konur velkomnar. >OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCC >000000000000000000000 ooo Miðvikudagur 16. júní 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir — Tllkynningar — íslenzk lög og klassísk tónlist. 16.30 Síðdegisútvarp: Veðurfregnir — Létt músik. (17.00 Fréttir). 18.30 Lög úr kvikmyndum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Píanómúsik: Ingrid Habler leikur sónötu í C-dúr (K330) eftir Mozart. 20.20 í Akureyrarskóla fyrir fimmtíu árum. Freymóður Jóhannsson flytur minningarþátt. 20.50 íslenzk tónlist. Lög eftir Sigfús Halldórsson. 21.10 „Rauðaviðarkistan“, smásaga eftir Anton Tjekhov. Elín Guðjónsdóttir les. 21.20 „Concerto Royal* ‘nr. 3 eftir Couperin. Thomas Brandis leikur á fiðlu, Josef Ulsamer á lágfiðlu da gamba, Edwin Koch á knéfiðlu og Karl Grebe á sembal. 21.40 Varizt slysin. Þórður Runólfsson öryggismálastjóri flytur síðari þátt sinn um hættur í meðferð verk- færa o. þ. h. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins. Bergur Guðnason kynnir. 23.30 Dagskrárlok. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' Vd TStrVi/tHut&t /wzr —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.