Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 8
um hópi og innum þá frétta af undirbúningsstarfinu ... ★ Fáar brotnar flaggstengur. VIÐ byrjuðum á því að hringja í Áhaldahús bæjarins og náðum þar tali af Jóni Ólafssyni verkstjóra, sem hefur umsjón með undirbún- ingi borgaryfirvaldanna að hátíð- arhöldum þjóðhátíðardagsins: „Undirbúningurinn stendur sem hæst þann 16. og varir í raun réttri aðeins tvo daga, 15. og 16. Við sjáum um, að allt sé hreint og fágað í miðbænum, komum upp fánastöngum í nágrenni Lækjar- torgs og annars staðar, þar sem mest er um að vera, og hljóm- sveitarpöllum og ræðustólum á viðeigandi stöðum. Annars höfum við unnið talsvert undirbúnings- starf fyrir fram inni í áhaldahúsi, svo að þetta er ekki svo mikið síðustu dagana. Það er aðallega eftir á: Þá er mikið um rusl, gler og bréfsnifsi og annað slikt, sem fjarlægja þarf, svo fljótt sem auð - ið er. Annars veit ég ekkert, hvern ig þetta verður núna, því að Dags- brún er búin að taka fyrir alla nætur- og eftirvinnu frá og með 18. Ég er hræddur um, að bærinn verði illa útlítandi — að minnsta kosti sums staðar — ef því banni fæst ekki aflétt í tíma. Við erum með þetta 2—3 vinnu flokka, sem vinna að undirbún- ingnum tvo síðustu dagana, — ÞETTA HEFUR VERIÐ mikil iippþvotta- og uppbyggingarvika, og allir vita af hverju: Jú, — auð- vitað’ af því, að þjóðhátíðardagur okkár, 17. júní, var á næstu grös- um., Þjóðliátíðarnefnd er löngu sezt á rökstóla og húseigendur og bæjai-yfirvöld hafa lagzt á eitt við að prýða hús og garða. Jafnvel hljómiistarmenn hafa svitnað í hamslausri baráttu sinni við trumb ur pg túbur — svo að ekki sé minnzt á alla bítlana og bítilmeyj arnar, sem þrammað hafa á sínum ..hælaháu” búð úr búð í örvænt- ingarfullri leit að nýjum skóm að dansa á að kvöldi þess sautjánda! Já, — borgin hefur beinlínis iðað í skinninu. En þó að ötullcga hafi verið að unnið, er nú eftir að vita, hvern- htf þetta heppniast allt saman- Er . vonandi að hátíðin fari vel og skikkanlega fram, mátulega mörg pör stofni til mátulegra kynna og mátulega fáir drekki meira en mátulega á þessum heiðurs- og heilladegi ís lenzku þjóðarinnar- En — svo að vikið sé að öðru: Ótal margir aðilar, menn og kon- ur, einstaklingar og fyrirtæki, fé lög og stofnanir, hafa að undan- förnu unnið að því hver með sín um hætti að gera hátíðina sem bezt og myndarlegast úr garði og bíða þess nú með óþreyju að sjá árangur erfiðis síns. Og í dag snú- um við okkur til nokkurra úr þess uiumiu > svona ca. 20—30 manns. Það er al- veg nógur mannafli, enda miklu minna um að vera núna en t. d. í fyrra: Þá var haldið upp á 20 ára afmæli lýðveldisins og vandað til hátíðarinnár vénju fremu'r. Um spjöll og annað þess háttár í sambandi við þjóðhátíðardaginni, ber þess að geta, að þáu eru yfir- leitt mjög lítil og við vonum, að svo verði einnig að' þessu sinni. Það hefur stöku 'sinnum komíð ' fyrir, að flaggstöng hefur verið brotin eða eitthvað álíka, en það eru ekki meiri brögð að slíku en svo, að við notum yfirleitt sama' dótið ár frá ári - • Með öðrum orðum: því má ör- ugglega treysta, að allur undir- búningur verði um garð genginn, þegar bæjarbúar bregða blundi að morgni þess 17-“ Þetta sögðu þeir í áhaldahúsinu. ★ Hvítir kollar — og svort fot. ALLIR vita, að eitt af þvi, sem helzt setur svip sinn á hátíðahöld- in 17. júní eru hvítu kollarnir og svörtu smókingfötin. Ekki fer því hjá jjjvá, að hattasaumarar og skraddarar eigi einn ómælda þátt í því, hýernig. gleði þessa dags tekst — einkum hjá hinum ungu stúd- entuni. Þess vegna hringdum við í nok’kra helztu smókingframleið endur borgarinnar, og báðum þá að segja okkur, hvernig undirbún ingsstárfi þeirra hefði verið hátt að að þessu sinni. „Við höfðum enga smókinga á lager, sögðu þeir hjá Andrési, en saumuðum aðeins eftir málum. Föt hf. eru hins vegar meira með þá á lager — á númeri — og því bétra að leita frétta hjá þeim. Annars er salan á þessum fatnaði alltaf að aukast og er líklega held- ur meiri hjá okkur en verið hefur. Við saumum á stúdenta um land — í Reykjavík, á Akureyri og á Laugarvatni”. Hjá Föt hf. fengum við þessi svör: „Við höfum saumað á alla þá skóla, sem nú útskrifa stúdenta hér í Reykjavík: Menntaskólann, Verzlunarskólann — og Kennara- skólann. Einnig höfum við saum- að á nemendur Menntaskólans á Laugarvatni, en fram að þessu hafa þeir ekki klæðzt smóking, þegar þeir útskrifast, heldur aðeins dökkum fötum. En þetta virðist vera að breytast, og núna feng- um við nokkrar pantanir að aust an. Salan hjá okkur er svipuð núna og verið hefur undanfarið, þó heldur meiri: Um 90—100 Hins vegar ber þess að gæta, að þessi tegund klæðnaðar er ekki öll ke.vpt á vorin, — heldur dreif- ist á árið svo sem í sambandi við nemendamót og þess háttar. Svo er auðvitað alltaf töluvert uni eldri klæðnaði í umferð:“ klæða þjóðina 17. júní! Og þeirra er ekki það veiga minnsta: AUir siðmenntaðir menn leggja mikið upp úr klæðnaði sín- um ekki sízt á degi eins og þess- um, — þá sameinast þjóðin og náttúran um að skarta sína feg- ursta! ★ Fjölþætt löggæzla. ERLINGUR Pálsson yfirlögreglu- þjónn fræddi okkur lauslega um löggæzluna á þjóðhátíðardaginn: „Lögreglan lokar miðbænum fyrir allri umferð kl. 11 að morgni, sagði Erlingur, og þá •hefjast skrúðgöngur frá Mefa skóla, Skólavörðuholti og Hlemm- torgi- og verða 7 lögreglumenn með hverri fylkingu auk þess, sem . lögreglumaður á bifhjóli fer á .undan þeim. Rúmlega hálf tvö -hefst svo at-höfn á Austurvelli og ..um 13.40 ganga forseti, alþingis- menn og. gestir í Dómkirkjuna og- • hlýða gúðsþjónustu og síðan fara fram rgeðuhöld og- upplestur af svöjum Alþingishússins. Síðan hefst svo. barnaskemmtun á Arn- arhóli og að henni lokinni dans- skemmtun. barna í Lækjargötu — sem er algjör. nýbreytni — og verður allt þetta undir lögreglu- vernd auk íþróttamótsins í Laug- ardal og útlskemmtunarinnar á og dansa en haldi 'sig frá öí- drykkju og ósiðum. Við í Iögregl- unni sendum öllum beztu þjóðlxá- tíðarkveðjur og heitum á aíla góða og gegna borgara okkur til stuðn- ings í þeirri viðleitni að láta 17. júní bera svip menningar og góðr ar framkomu“. Þetta voru orð yfirlögreglu- þjónsins í Reykjavík. ★ Rósir eða nelliknr? MESTA blómasala á íslandi er i kringum 17. júní. Verzlunarstjór inn í Rósinni í Aðalstvæti 6 • Sagðist hafa svo mikið að gera, að hann mætti varla vera .að þvi að veita okkur áheyrn. Hann stað- næmdist þó andartak og .skýrði frá því, að núna hefði-selzt mest af rauðum rósum' og nellikum fyr- ir þjóðhátíðina, — eins og raunar hefði átt sér stað um árabil; Hann sagði þetta -vera blómasendingar til stúdentanna og hann lætur einnig sína persónulegu .gjöf í blómavendina: Lítinp- pokp með efni, sem nefnist Chrysal og hef- ur þá náttúru, að blómin geym ast betur, sé því stráð í vatnið, sem þau eru látin í. „Og það er engin vanþörf á því að þau geymist vel, bætti verzlunarstjórinn við, því að þau eiga að varðveitast langt fram yfir þann sautjánda!" wOg nú er sjátfur hátíSisdagurinn runninn upp með söng, raeðuhöidum og dansi; hvarvetna blakta fánar við hún — og fyrir landi tiggur fríð fytking skipa — stórra og smárra. Sjdmenn- irnir slást í för meö landkröbhunum og landkrabbarnir stíga dans á mötinniS Þannig er 17. júní með öttum sin- um hvítu kollum". Arnarhóli og þá náttúrulega dans ins í miðbænum, sem að þessu sinnj stendur aðeins tii kl. 1. Það er óþarft að taka það fram, að eins og venjulega er lögreglan við öllu búin — hefur afar fjölmennt lið — alls um 80 menn í einu, þeg- ar flest er — og bifreiðir á hent ugum stöðum, ef nauðsyn ber til að fjarlægja óróaseggi eða ósjálf- bjarga fólkj. En auðvitað væntum við þess að þurfa sem minnst að grípa í taumana og fólkið — og þá einkanlega unga fólkið — í Flóru seldust niest Chrysan- themur, Gladiolur, rósir og nell ikur — og búðarfólkið sagði, að „það hefði verið ósköpin öll að gera”. — Við áræddum ekki að tala við fleiri blómaverzlanir, því að við vorum einungis að tefja: En það leyndi sér hvergi, að salan var með mesta móti þessa mestu blómadaga á íslandi. ★ Frá einbaugum til ermahnappa. VORIÐ er tími rómantíkur og 8 17. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.