Alþýðublaðið - 19.06.1965, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Síða 4
Kitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — Bitstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasfmi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Préntsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .iausasöiu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðufiokkurinn. 19. JÚNÍ í DAG eru fimmtíu ár liðin síðan íslenzkar konur fengu kosningarétt og urðu þar með fullgild- ir og löglegir borgarar á íslandi. Alþýðublaðið minnt- ist þessara tímamóta. síðastliðinn f immtudag með út- gáfu sérstaks aukablaðs, sem að meginefni var helg- að kvenþjóðinni. Þau fimmtíu ár, sem liðin eru, síðan þessi sigur vannst, hafa fært íslenzkum konum marga aðra sigra, aukin réttindi og bætta þjóðfélagsaðstöðu. Konurnar hafa fylgt málum sínum af festu og dugnaði, og á hverjum tíma sýnt sig verðugar þeirra auknu rétt- inda, sem þær hafa hlotið. En íslenzkar konur hafa ekki aðeins barizt fyrir réttindum sjálfum sér til handa. Þær hafa einnig lagt af mörkum ómetanlegan skerf til menningar- og mannúðarmála. Þær sýndu á sínum tíma frábæra atorku við að safna fé til Landspítalans og mörgum öðrum nauðsynjamálum hafa þær lagt lið. Bein áhrif kvenna á félagsmál og almannatrygg- ingar hafa verið mikil og þær hafa átt sinn þátt í að breyta íslenzku þjóðfélagi í réttlætisátt. Eitt helzta hagsmunamál kvenna hefur um langt árabil verið launajafnréttið. Það var því mikill sig- ur fyrir konur, þegar Alþingi samþykkti lög um launajafnrétti, sem koma skyldi til framkvæmda í áföngum. Samkvæmt lögunum á launajafnrétti að vera komið í framkvæmd 1. janúar 1967. Launajafn- réttið var lengi mikið deilumál og var það fyrir til- stuðlan Alþýðuflokksins, að þar fannst sú lausn, sem allir gátu sætt sig við. Enn mun þó nokkuð vanta á, að launajafnrétti hafi fullkomlega náðst í framkvæmd og á það eink- um við um verzlunar- og skrifstofustörf. Kom þetta skýrt fram í svörum nokkurra kvenna við spurning- um Alþýðublaðsins fyrr í þessari viku. Það kom einnig fram í svörum þessara kvenna, að þær töldu þjóðfélagslega stöðu konunnar hér á íslandi vera góða, en nokkuð skorti þó stundum á, að konur hirtu um að kynna sér til hlítar hvern rétt þær ættu, eða fylgja honum nógu fast eftir. Þótt íslenzkar konur hafi unnið marga stóra sigra og hrundið mörgum réttlætismálum í fram- kvæmd bíða þeirra samt enn mörg verkefni, og þátt- taka kvenna í stjórnmálum og störf þeirra á opin- berum vettvangi eru enn að margra dómi ekki nógu mikil. Mikilvægasta starf konunnar er þó og verður móðurhlutverkið. Því fylgir mikil ábyrgð, og veltur á miklu að það sé vel af hendi leyst. Alþýðublaðið. árnar íslenzkum konum til ham- ingju með hátíðisdag þeirra og lætur í Ijós þá von, að hlutur konunnar í þjóðfélaginu eigi enn eftir að vaxa. 4 19. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ sendiferðabifreiðin hefur sýnt yfirburði, sem lang heppilegasta snún- ingabifreiðin fyrir alls konar atvinnurekstur. AUSTIN MINI kostar aðeins um kr. 121.000,00, er ódýr í rekstri og getur flutt tvo menn ásamt 250 kg af varningi. AUSTIN MINI er sérstaklega rúmgóð fyrir bílstjóra og farþega, liprasti bíll í umferðinni og auðveld að parkera. Af AUSTIN MINI hefur verið framleitt á aðra milljón bifreiðar. sem er bezta tryggingin fyrir hinum framúrskarandi hæfileikum hennar. AUSTIN MINI er sérstaklega rúmg vatnskælda vél og fullkomið hitun- arkerfi. G A It B ik R G I S L A S O N H. F» bif reiðaverzlun IT ÍJL 4 a1 JLi :_ÉSÍ f Afj m bI 1 i JJ 11 i Eftir þjóðhátíðardaginn FAGRIK DAGAR OG mjúkir. Náttúran er mild og ferðahugur í fólkí. Gróðurinn er suemma, ég held óvenjulega snemma. Það er ólíklegt að hér syðra hafi garð'ar og tún verið eins græn um miðj an júní, fyrir Jónsmessu, og nú. Við ættum sjálf að vera miid og hlý þegar náttúran er svona góff við okkur. Mér fannst líka ég kenna þessarar hlýju í fari vel búins fólks á þjóðhátíffardaginn. Það var ekki eins mikið óþol í vegfarendum og ég hef fundið með því á'ður. EKKI VAR ÞETTA LETI ekki þreýta, ekki í fólkinu sjálfu, en dagskráin bar merki um annað hvort eða hvort tveggja. Dagskrá in af Arnarhóli var ósköp mögur ekki hægt að brosa að skemmti þættinum — og jafnvel barna dagskrájn var skelfilega þunn. Tal að hafði verið um nokkrar nýjung ar í dagskrá dagsins, en þær hafa þá að minnsta kosti ekki puntað upp á hana- ÞAÐ VAKTI MESTA 'athygli í sambandi við þjóðhátíðina, að hinn nýi fjármálaráðherra, Magnús Jónrson, lét fyrirvaralaust loka útsölum Áfengisverzlunarinnar á miðvikudagsmorguninn. Það gripu margir í tómt þann morgun við dyr útsölustaðanna. Ótrúlega marg ir hringdu til mín og létu í lósi ánægju með þessa ákvörðun fjár málaráðherra- Ég fann það glögg lega að þarna var ráðherra í fullu samræmi við vilja fjölda manna. ÉG HELD AÐ mér sé óhætt að fullyrða, að Magnús Jónsson sé fyrsti algeri bindindismaðurinn í ráðherra stól síðan Tryggvi Þór hallsson var við völd. — Ég vona að afstaða hans til þessara mála komi oftar í ljós. — Lögreglan sagði í gærmorgun, að aldrei fyrr hefði verið eins lítið um ölvun að kvöldi þjóðhátíðardagsins og nú. Það þótti öllum gott að heyra Efiaust má rekja það til ákvörð unar fjármálaráðherra. í SAMBANDI VIÐ þetta langar mig að segja frá því, sem ég las í dönsku stjórnarblaði fyrir nokkrum dögum. Verkfall ölgerðar manna mun hafa s*aðið í sex vik ur- Allt öl var þrotið í Danmörku og áhrif af því komu mjög í Ijós. Það þótti athyglisverðast, að á rekstrum og bifreiðaslysum fækk aðj um 33 ’af hundraðj á fyrsta mánuðinum. Þarna kom bláköid reynslan í Ijós- Áfenga ölið og það sem fylgir því, veldur mörg um slysum, skráðum og óskráðum. Sumir menn halda því fram, að áfengt öl muni draga úr drykkju skap sterkra vína. En svo er ekki Einn bjór vekur löngun eftir einu brennivínsstaupi; og áframhaldiff þekkja menn. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN er liðinn að þessu sinni. Hann var okkur til sóma. Enn eru stjórn arvöldin að fara bónarveg að fólki að taka sér frí og því sé gefið frí þennan dag, þetta er nöturlegt. Hvers vegna er 17- júní ekki lög helgaður þjóðhátíðar- og hátíðis dagur? Hættum hátíðarhöldum 1. desember, látum háskólaborgurum hann eftir að öllu leyti. — Hve nær verður íslenzka ríkinu sklp uð stjórnarskrá? Hannes á horninu- Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsand- ur og vikursandur, sigtáður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við Elliðávog Sími 41920.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.