Alþýðublaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 6
Ehrenburg um lífið undir stjórn Stalíns SOVÉZKA tímaritið Novi Mir vísar í nýjasta hefti sínu til um- mæla rithöfundarins Ilya Ehren- burg um Josef Stalin: — Ef hann hefSi verið neyddur til að iesa listann með nöfnum þeirra, sem voru fórnarlömb hans, hefði hann ekki haft tíma til ann- ars. NTB skýrir svo frá, að tímaritið birti þessi ummæli í sambandi við útdrátt úr síðasta bindi ævisögu Ehrenburgs þar sem hann lýsir lífinu í Rússlandi undir Stalín. Ehrenburg skýrir frá þvi, að Stalín hafi eitt sinn sagt við kvik- myndasnillinginn Sergeij Eisen- stein, er hann var að taka mynd- ina um Pétur mikla: — Pétur gamli lét ekki nógu marga hausa rúlla. Rithöfundurinn skrifar: — Já, ég vissi um alls konar afbrot, en ég hafði ekki tök á að afstýra þeim. í sambandi við samþykkt miðstjórnar kommúnistaflokksins í júií 1956 skrifar hann ennfremur: —Fólk hefði ekki skilið neina and- stöðu við Stalín við þær aðstæð- ur, sem riktu á hans tíma — það SJÓNVARP HANDA GÓRILLUM SJONVARP hefur læknaó i fjóra górilluapa í dýragarð- inum í New i’ork af skap- vomku, segir yfirmaöur garðsins, Joseph Davis. Verffir fórn aff hafa á- hyggjur, þegar þessar fjórar górilíur tóku að gerast leið- ar, taugaóstyrkar og upp- stölikar og voru í stöðugu rifilldi og áflogum. Loks var sett sjónvarpstæki rétt utaa við búr þeirra. Og nú, þegar opnað er fyrir tækið sitja górillurnar eins og dál-’iddar og stara á það. Leiiindin og slagsmálin eru gleymd. >OOvOOOOOOOOOOOO Aðeins einn þeirra, Mam- bo, sem er 15 ára gamall, á það til að taka upp sina fyrri yfirgangshætti. „Mín kenning er sú, að hann hegði sér aðeins þannig á meðan verið er að sýna aug lýsingar“, segir Davis. ooooooooooooooooo var nokkuð, sem snerti engan veginn persónulegt hugrekki. Ehrenburg skýrir ennfremur frá því, að hinn þekkti sovézki dipló- mat Maxim Litvinov hafi, allt frá árinu 1937 til dauðadags, árið 1952, geymt skammbyssu undir kodda sínum — ef svo skyldi fara, að komið yrði eftir honum að næturþeli og svo að hann þyrfti ekki að bíða lengur. Ehrenburg minnist einnig á minna þekkt atriði í sambandi við Stalínstímann, t sambandi við hið fræga „lækna-samsæri” árið 1952 — skömmu fyrir dauða Stalíns — breiddist óttinn við lækna og læknisaðgerðir út á sjúkrahúsun- um. Sj.úkljngar neituðu að láta rannsaka ýsig eða framkvæma nokkrar aðgerðir — í mörgum til- Framh. á 15. síðu. Frjálsleg með ferð sögunnar I>AÐ LEIT um tíma svo út, sem'á markaðinn kynnu að koma tvær eða jafnvel þrjár kvikmyndir á sama tíma um Mongólahöfðingj- ann Djengis Khan, en nú hafa Ámeríkumenn orðið fyrstir til og sent frá sér myndlni „Djengis Khan, Price of Conquerors". — Þetta er mjög svo alþjóðleg mynd, tekin að verúlegu leyti í Júgó- slavíu (og með hálfan júgóslav- neska herinn sem aukaleikara), með Omar Sharif frá Egyptalandi í titilhlutverkinu, með Ameríku- manninn Stephén Bóyd sem erki- fjandmann hans, með Englending- ana James Mason og Robert Mor- ley sem annars vegar ambassador frá Kína og sjálfan Kinakeisara Everett Cauthorne — fyrrver andi káboj —. flaug nýlega frá New York til Texas til að halda upp á 100. afmæiisdag sinn í heima ríkí sínu. Hann lýsti því yfir, að þegar hann fór frá Texas fyrir 75 árum hafi menn fæðst þar á hestbaki og með skammþyssu í hendinni- Cauthorne býr nú á elliheimili á Long Island. Hann mun m.a. heimsækja Texashá skóla, þar sem hann verður hyllt ur sem elzti lifandi fyrrverandi nemandi skólans. Fangi ársins 1964 Hún er lífshættulega sjúk og hefur setið í Caxias-fangelsi í Portúgal síðan 1959. Hún er læknir og heitir Julieta Gan- dra. Árið 1964 var hún út- nefnd „Fangi ársins“ af félags- skapnum „Amnesty Internatio- nal“, en hin sænska deild þess félagsskapar hefur sent Salaz- ar, einræðisherra í Portúgal, áskorun um að veita henni læknishjálp og sleþpa henni úr haldi. Afbrot dr. Gandra: Hún starfaffi að heilbrigðis- málum í Angola 1959. Þaff, sem hún sá af grimmd Portúgala viff negrana þar, varð til þess, að hún tók opinberlega afstöðu gegn þeirri stefnu, sem þar var rekin. Hún var dæmd í eins árs fangelsi, en síffan var refsingin þyngd í þrjú og síðan fjögur ár. Refsivistin er útrunnin, en dr. Gandra situr enn í fangelsi — haldið inni af „öryggis- ástæðum“ samkvæmt fyrirskip- un stjórnvalda. — Þannig er réttlæti Salazars, segir Stock- holms Tidningen. hins vegar, og með liina frönsku Francoise Dorieac sem eiginkonu mongólahöfðingjans. Þetta er tveggja tíma skemmtun í litum og með alls lconar sögu- legum lærdómum. Menn eru ekki látnir vera í neinum vafa um það, að það var keisarinn, sem fann upp púðrið, og þegar myndinni lýkur sitja menn eiginlega uppi með þá tilfinningu, að Djengis Khan hafi eiginlega verið eins konar Haraldur hárfagri, sem hafi haft þá helztu konungshugsjón að sameina sína þjöð. Ekki verður . bardagaatriðum öðru vísi lýst en svo, að þau séu „fantastísk". Það er júgóslavneskt riddaralið, sem leikur hlutverk hins fræga mongólska riddaraliðs Djengis Khans og hafandi séð þessar senur undrast víst enginn að Mongólarnir skyldu valda ugg og ótta norður um Rússland, suð- ur um Indland óg allt vestur til Ungverjalands og um mest allan Balkanskaga. Á myndinni sjást þau Francoise Dorleac og Omar Sharif, sem herra og frú Djengis Khan. NYIR HJÁLMAR LÖGREGLUÞJÓNA í BRETLANDI Brezkir lögregluþjónar, sem kallaðir eru Bobbies í daglegu tali þar í landi, hafa eitt sérkenni ,sem aðgrejnir þá frá öllum öðr um löggum í heiminum, en það er hinn merkilegi hjálmur, sem þeir ganga með. Hjálmurinn er ekki ejns sterkur og menn gætu ætlað því að hann er gerður úr styrktu fíilti og þolir ekki kylfuhögg og tæplega hnefahögg frá sæmilega sterkum manni. Á þessum síðustu og verstu ofbeldistímum eru því uppi háværar raddir um, að breyta þurfi þessu sérkennilega höfuðfati í samræmi við tímann og hefur jafnvel heyrzt talað um stálhjálma í því sambandi. » £ 19. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.