Alþýðublaðið - 19.06.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Page 7
ÐADAUÐINN I DARÍKJUNU ÞAÐ ER VÍÐAR en á íslandi og Norðurlöndum, sem blaðaútgáfa er erfið- Til dæmis er svo komið í fjölmörgum borgum Bandaríkj anna, að þar eru aðeins til tvö blöð, morgunblað og kvöldblað. Á þetta við um t.d. .Los Angeles, Detroit og Cleveland. í fjölmörgum borgum á sama fyrirtækið og gefur út bæði blöð in, t.d. í Minneapolis, Milwaukee og Kansas City- Þetta gerir blaða útgáfuna ódýrari, þar eð með því móti þurfa pressurnar ekki HANNES PÁLSSON Ijósmyndari MJÖUHLÍÐ 4 Síhií 23081 — Reykjavík Vinnuvélar til leigu Leigjum út litlar rafknúnar steypuhrærivélar. Ennfremur rafknúna grjót- og múrhamra með borum og fleygum. LEIGAN S.F. Sími 23480. POLYTEX plasSm^imrsæiin Polylex plaafimdlning er varan- legusi, áíeröarlallegusl, og létl- ust f meölörum. WEjög Ijölbreyll lltaval. Polylex Innan húss sem utan Fullkomnlö verklð með Polytex að standa ónotaðar hálfan daginn Tala dagbiaða í Bandaríkjunum hefur farið mjög lækkandi á síð- ustu árum, Er tala þeirra að kom ast niður í 1700. Á árinu 1963 einu saman ,,dóu“ sex dagblöð og átta sunnudagsblöð, og heild arupplag dagblaða í landinu á dag lækkaði um eina milljón eintaka er nú um það bil 58 milljónir. Auglýsingatekjur dagblaða hækkuðu bseði árið 1963 og 1964, en hækkandi útgáfukostnaður gerði meira en éta upp þá tekju aukningu. Heildartekjur af auglýs ingum nema nú um það bil 3,8 milljörðum dollara á ári. Helztu orsök blaðadauðans er að finna í sveiflum í tekjum og út gjöldum. Nú er orðið svo dýrt að stofna ný blöð, að það er ekki á færi annarra en margmilljón unga að gera slíkt og þá er tekju vonin svo vafasöm, að tæplega er við því að búast, að menn vilji leggja fé sitt í svo vafasamt fyrir tæki. Sem dæmi má nefna, að á öllu árinu 1964 voru aðeins stofnuð tvö ný daablöð í Bandaríkiunum, ,,Atlanta Times“ og „Oklahoma Journal“. Þau byrjuðu með 100. 000 og 70 000 áskrifendur og verða því enn að teljast smáblöð og TrlQmtíð þeirra er mjög óvis^. Mörg blöð í Detroit, New York og Pbrtland, Oregon, urðu að hætta útkomu vegna langvinnra verkfalla- ,,Týpiskt“ dæmi um stórfyrir tæki á sviði blaðaútgáfu er „Minn eapolis Star and Tribune Comp any“ í Minnesota. Þétta félag gefur út morgunblaðið ^Star" og kvöldblaðið ,,Tribune“. Gjöld fé lagsins nema 40 milljónum doll ara á ári og standa auglýsinga tekjur undir tveim þriðju hlut um kostnaðarins, en lausasala und ir afgangnum. Laun nema um 1 milljón dollara á mánuði og papp írs og klissjukostnaður næstum milljón. Fréttadeild og ritstjórn kosta um 3 miiljónir á ári, þar eð blöðin eru áskrifendur að frétta þjónustu Associated press, United Press Intemational, Reuers og sömujlciðis frétt/aþjái’(ustu (,New York Times“í N. Y . Herald Tri bune“, Chicago Daily News“, og „Dow Jones1- Auk þess hafa blöð in fimm fasta fréttaritara í Was hington, einn í London og einn í Hong kong. i Næstum helmingur fjölskyldna í Minnesota eru áskrifendur eða kaupa annaðhvort eða bæði blöð in- Margir harma mjog hjnn milda blaðadauða, en hann virðist vera óhjákvæmilegur, a.m.jk. u.pp að vissu marki, á meðan blöðin eru rekin sem fyrirtæki, er standa á undir sér og jafnvel' græða. Ef hessi tvö umræddu blöð í Minnea polis væru t.d. gefin út af sinn ; •'; ••>•• 111 j Þau blöff, sem lifa af samkeppnina í USA, verffa æ stærri, svo að’ þaff þarf talsverffa vöffva til aff bera hverja útgáfu þeirra inn í hús. hvorum aðilanum, mundu þau mjssa kosti stórfyrirtækisins. Svo er líka á það bent, að amerísk blöð hafi batnað við það að stækka og séu komin langt frá því stigi sem þau voru á fyrir 40 til 50 ár um; þegar þau voru fleiri og smærri og Upton Sinclair réðist harkalega á „gulu pressuna', sem lá opin fyrir valdi auglýsenda og gerði sig seka um alls konar að gerðir, sem nú þekk.iast ekkj leng lengir í blaðamennsku vestur þar- Þessar þvinganir auglýsenda til að fá blöðin til að skrifa, eins og þeim líkaði, eru nú að vevulegu leyti horfnar. Útgáfufyrirtækin eru orðin svo stór og auglýsinga magnið svo mikið^ að blöðin láta ekki lengur kaupa sig, auk þess sem fyrirtæki auglýsenda hafa. gert sér ljóst, að lesendur bera meira traust til blaða, sem birta fréttirnar hlutlaust og láta mis munandi skoðanir koma fram hlið við hlið- Við -þetta bætist svo aukin sam keppni utan frá — frá smáblöðum í útborgum, útvarpi og sjónvarpi og frétta- og vikublöðum, eins og t. d. Newsweek og Time — og svo> innri samkeppni milli blaðanna. Þess má t.d. geta, að mikil sam Tceppni er milli fyrrgreindra 2. dagblaða í Minneapolis, sem hvort um sig hefur sitt eigið starfs- lið á ritstjórn. E F N A V E R.X 5 M l Ð J A N S)6E> NÁMSSKRAIN FRA 1960 BLAÐIÐ Tíminn hefur síðustu vikur og mánuði rætt skólamál af miklum áhuga. Ber að fagna því, að Framsóknarflokkurinn skuli nú hafa fengið vax- andi áhuga á skólamálum og menningarmálum yfir- leitt. Slíks áhuga hefur ekki gætt að neinu ráði, síðan Jónas Jónsson frá Hriflu var í forustu fyrir flokkn- um, fyrr en nú upp á síð- kastið. Hins vegar er það miður farið, að ýmiskonar misskilnings gætir í skrif- um Tímans um skólamál. Það er t. d. endurtekiö i sífellu, að íslenzkum skóla málum sé mjög ábótavant vegna þess, að heildarlög- gjöfin um þau efni sé frá árinu 1946 eða orðin nær 20 ára gömul. Þeir, sem þessum málum eru kunn- ugir, vita hins vegar, að skólalöggjöfin frá 1946 er fyrst og fremst ramma- löggjöf, sem veitir gott svigrúm til margs konar breytinga í framkvæmd. Hafa slíkar breytingar verið gerðar í ýmsum atr- iðum og er raunar stöð- ugt verið að gera þær. Það er ennfremur ekki lengra síðan en nokkur ár, að heildarathugun fór fram á öllu núgildandi fræðslu- kerfi og framkvæmd þess- Hinn 12. júní 1958 skipaði ég fjölmenna nefnd í þessu skyni,- og starfaði hún alllengi. í henni voru embættismenn á sviði fræðslumála og fjármála, fulltrúar kennarasamtaka og sveitarfélaga og allra fjÖgurra þingflokkanna. Formaður nefndarinnar var dr. Halldór Halldórs- son prófessor. Nefndin gerði ýmsar merkar til- lögur um breytingar á ein stökum atriðum í fram- kvasmd skóíamálanna, en hdn taldi ekki ástæðu til neinnar grundvallarbreýt- irigar á sjálfri löggjöfinni frá 1946. Úm þetta var full trúi Framsóknarflokksins, Páll Þorsteinsson, alþm., sammála öðrum nefndar- mönnum. Hitt er svo ann- að mál, að svo orar breyt ingar verða nú í þessum efnum, að full ástæða er til þess að athuga allt fræðslukerfið enn frá vís- indalegu sjónarmiði, og er nú unnið að þvi, að svo verði gert. Þá virðist það algjörlega hafa farið fram hjá þeim, sem um skólamál rita í Tímann, að í september GYlfl Þ. GÍSLASON LAUGARDAGSGREIN 1960 var gefin út ný námsskrá fyrir alla nem- endur á fræðsluskyldu aldri. Kom hún til fram- kvæmda á skólaárinu 1960—’61, að því leyti sem við varð komið, en að fullu á skólaárinu 1961— 1962. í þessari námsskrá er að finna lieildarleið- beSningar fyíir kennara og skólastjóra um starfs- tilhögun og námsefni í hinum ýmsu námsgrein- um, og gefur námsskráin jafnframt heildaryfirlit yf- ir allt námsefni skóla sk.vldunámsstigsins. Náms skrána ber ekki að skoða sem ófrávíkjanleg fyrir- mæli um námsefni og kennslutilhögun, þar eð nauðsynlegt er að miða námskröfur við aldur og þroskastig nemendanna- Með námsskránni var þó tilætlunin að koma á betra samræmi í starfi hinna ýmsu skóla en verið hafði. Námsskráin tekur til alls skyldunámsins og er byggð upp sem ein heild, stig af stigi í hinum einstöku greinum í barnaskólum og unglingaskólum þéttbýlis- ins. En einnig er tekið til- lit til þeirra skólahverfa, þar spm skyldunámi lýkur um 14 ára aldur. Náms- skráin er auðvitað meðal vegur. Gert er ráð fyrir frávikum, bæði viðbót við námsefnið fyrir dugleg- ustu nemendur og stytt— ingu námsefnis fyrir þá nemendur, sem seinfær- i astir eru í námi. Enn fremur er skólunuiu frjálst að skipuleggja starfsemi sína með sér- stökum hætti, þar sem skilyi'ði eru til meiri eða fjölbreyttari kennslu, t.d. í verklegum efnum, en námsski-áin gerir ráð fyrir. i Námsskráin frá 1960 er : fyrsta heildarnámsskráin, sem gefin er út um allt námsefni skyldunámsins. Segja má því, að námsefni allra skyldunámsskólanna. hafi verið ákveðið fyrir fá- um árum. Sjálft skóla ' starfið hvílir því engan . veginn á 20 ára gömlum grunni, þótt grundvallar- löggjöfin sé orðin tveggja áratuga gömul heldur hvíl ir það á tiltölulega mjöft nýrri námsskrá. En þótt hún sé tiltölulega ný, \ þarfnast hún eflaust enn endurbóta og breytinga, og mun verða séð til þess^’ . að hún verði jafnan endun skoðuð í samræmi við breyttar aðstæður og kröf- ur nýrra tíma. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19 júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.