Alþýðublaðið - 19.06.1965, Page 8

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Page 8
Voldugur kliður aldanna og hylur líðandi stundar ; LEIÐIN austur yfir fjall er víst Reykvíkingi aðeins spölur, en gömlum Árnesingi vegurinn heim. Mér hitnar um hjartarætur, þegar ég sé af Sandskeiðinu fjöllin mín út um gluggann á áætlunarbíl Ól- : afs Ketilssonar, en ferðinni er heitið að Laugarvatni. Við ökum ■ framhjá skíðaskálanum í Hvera- I dölum. Oft hefur maður gert sér hér glaðan dag á góðra vina í fundi, og aldrei gleymi ég dansi i færeyskra kunningja minna á j þessu hlaði fyrir bráðum tveimur ! árum, siðfágaðri gleði þeirra og 1 geðþekku samsinni, hlýjum hand- j tökum og þjálfuðum fótaburði. Og j fyrr en varir erum við á Kamba- • brún. Suðurland nýtur ekki sólar, það er sveipað móðu, svo að gests- augað sér ekki vítt eða hátt, þó að stundin sé björt og fögur í námundanum. Samt greiðist hita- slæðan sundur niðri á flatlend- inu, og þarna er Hveragerði, bær blóma og annarra inniræktaðra gróðurjurta, vinalegur og smá- • fríður, þó að ég vildi ekki eiga I þar búsetu. Mér finnst óhugnan- legt að geta átt von á, að hver komi upp í svefnherberginu ein- hverja nóttina. Ég myndi selja ná- ’ grönnunum vestan fjalls Hvera- gerði með sanngjörnum afborgun- arskilmálum, ef Árnesþing væri á mínu valdi. Kannski ræður úr- slitum um slíka afstöðu sumarið mitt í Ölfusinu, því að þá var löngum skúr eða regn í Hvera- gerði, ef maður kastaði mæðinni og leit upp úr vegavinnunni. Ölfusið er hins vegar kostasveit, sem aldrei verður sniðin af Suður- landi. Hér hafa verið gerðar æm- ar jarðabætur og sum kotin breytzt í höfuðból á nokkrum ár- um, og þó er mikið ógert enn, moldin bíður þess, að vélin og mannshöndin leysi hana úr álög- um og breyti fenjamýrinni í græn- an og gróinn töðuvöll. íslenzkur landbúnaður hlýtur að eiga sér glæsta framtíð, þegar bóndinn leggur frá sér deigan pál og skörð- ótta reku og tekur skurðgröfu og jarðýtu í þjónustu sína. Sá tími mun í nánd, að byggð eins og Ölfusið sjái þúsundum farborða. Lágur er Kögunarhóll í samanburði við Ingólfsfjall, en svipmikill þætti hann í marflötu landi. Nú ökum við framhjá Tannastöðum, og áverki skriðufallanna gín við í fjalli og túni, hér hefur margur steinn hrunið og lýtt ásjónu um- hverfisins. Mér er jafnan minnis- stæð heimsókn mín að Tannastöð- um forðum daga. Snjór var á jörðu og kalt í veðri, enda vetur. Ég gekk í bæinn ásamt félögum mínum að frétta um færðina aust- an Sogsins. Þórður heitinn sat í baðstofu og las bók með vettlinga á höndum. Hann var merkur sunn- lenzkur fræðaþulur, sjóðfróður um ættir og uppruna ungra og gamalla samtíðarmanna, eftir- minnilegur fulltrúi islenzkrar al- þýðumenningar. Ég veit ekki um efni hans, en hafi hann verið fá- tækur, þá lét hann baslið aldrei smækka sig, en kvaddi hversdags- leikann og gisti óskaheim fræða sinna, ef færi gafst. Þórður á Tannastöðum var höfðingi í ríki sínu undir þessu reista og van- stillta fjalli. Sogið er keppinautur Laxár í Þingeyjarsýslu um fegurðarverð- laun íslenzkra fljóta og minnsta kosti helmingi vatnsmeira. Tóm- as Guðmundsson hefur að verð- leikum mært það fagurlega í snjöllum ljóðum og goldið því rausnarlega þakkarskuldina. Ég rifja upp erindið góða úr kvæð- inu Kvöldljóð um draum: Því elfan — hún er æskuveröld hans. Öll ástúð sú, er bindur drengsins hjarta Valdabarátta í Kreml ALLAR Iíkur benda til þess að árá argrein í ,,Pravda“, sem LEONID BRESJNEV — vill efla þungaiffnað. virtist vera beint gegn „gúllas- kommúnisma" Krústjovs, hafi ver ið liður í hinni nýju valdabar áttu eftirmanna hans, Bresjnevs aðalritara og Kosygins forsætisráð herra sem eru á öndverðum meiði. „Pravda“ hélt því fram, að ,,frums‘ætt“ væri að ski'greina kommúnismann sem þjóðfélags- KASTLJÓS kerfi(. sem hefði þann eina til gang, að fullnægja efnalegum þörfum fólksins. Að einfalda til gang kommúnismans með því að halda því fram, að hann þjóni þeim eina tilgangi að fullnægja „þörfum magans“ og ioka aug unum fyrir hinum breiðu sjón deildarhringum framtíðarinnar og hinum háleitu hug jónum ,mundi vera alrangt“, sagði í grein í* ;,Pravda“. Þar eð í greininni segir ,,mun|’i vera“ gæti það bent til þess, að málið sé ofarlega á baugi, jafn vel þótt Krústjov sé ekki lengur við völd. Hins vegar er þetta að eins inngangur „Pravda“ að um ræðum; sem gefa nær ótal vísbend ingar um ágreiningsefni, sem eru á döfinni. Blaðið lýsir þvi yfir, að flokkurinn leggist gegn hugsunar lausri starfsemi og bætir því við að fólk sem dái slíkt fyrirbæri, sé til „enn þann dag í dag“. ★ Hagfræði og stjórmnál. í greininni er ekki sagt, hvar þetta fólk sé að finna, en áherzla sú, sem „Pravda“ leggur á þörf þess, að hafa kenningar flokks ins í heiðri og gagnrýnina á bví að einungis hagnýt afstaða sé tek in til stjórnmála^ bendir til þess að deila sé með þeim leiðtogum, sem med f jalla um málefni flokks ins oa beim mönnum, sem stjórna ríkisbákninu og efnahgslífinu. Þet’a kemur skýrast fram í leið réttingu „Pravda“ á því ,,ranga sjónarmiði", sem blaðið segir hafa rikt fyrr á árum, að eirf verkefníð, sem sé þess virði að gefa gaum að, sé ,hin efnahags lega forysta“ innan flokkssamtak anna. Þet*a leiddi til þess, að svo miög var ilítið gert úr stjórn málastarfinu, að samtök flokk"ins urðu stundum aðeins viðbóf við stórar efnahagsstofnani’' og glöt uðu þar með forystuhlutverki sínu í stiórnmálunum- Ás*æða er til að ætla. að hér hafi verið um að ræða viðvörun til þeirra, sem 8 19. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ við yndisleik og auðn síns fagra lands, á upptök sín við fljótið tunglskinsbjarta. í hyljum þess hann þekkir sérhvern stein, hann þekkir öll þess hæðadrög og slakka, og ber í minni sérhvert gras og grein, sem grænum armi vefur fljótsins bakka. Eða verður betur að orði kom- izt en Tómasi auðnast í ljóðinu Fljótið helga? Að haustnóttum einn ég að heiman geng því harms míns og gleði bíður hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði líður. Það kom hingað forðum á móti mér hvern morgun í sóldýrð vafið. í kvöld á það sefandi söng, sem ber minn síðasta vordag í hafið. Já, hér fann ég aldir og örlög hjá í elfunnar niði streyma, og hljóðum mér dvaldist við hylji þá, ALEKSEI KOSYGIN '— vill meiri neyzluvöru. „enn þann dag í dag“ reyna að svipta_ flokkinn forystuhlutverki sínu í stjórnmálunum. Grein „Pravda" er beint svar við kröfum embættisstjórnarinn Framhald á 15. síffu sem himin og stjöi-nur geyma. Þar hvarf mér sú veröld, sem vökunnar beið. Þar varð mér hver ævinnar dagur að heilögum söng, er um hjartaff leið svo harmdjúpur, sár og fagur. Þá settust þeir töfrar í sál minni að, sem síðan ég mátti ekki verjast, Og því lét mig ósnortinn æðimargt það, sem öðrum varð hvöt til að berjast. — Ég veld þeirri sök því ég veit hver hún er, sú veröld. sem fékk mín ei notið. En hér fann ég ungur í hjarta mér þann himin, sem ég gat lotið. Og geiglausum huga ég held til móts við haustið, sem allra bíður. Og sefandi harmljóð hins helga fljóts úr húminu til mín líður. Eins veit ég og finn að það fylgir mór um firð liinna bláu vega, er hníg ég eitt síðkvöld að hjarta þér, ó, haustfagra ættjörð míns trega. j Tómas Guðmundsson velur sam- líkinguna um haustið til að gera listrænan boðskap sinn áhrifarík- ari, en ég fagna sumrinu, þegar * áætlunarbíllinn mjakast austur j Grímsnesið. Annars er þessi sveit ef til vill ógleymanlegust að haustlagi þegar jörðin skrýðist rauðum og brúnum lit og kjarrið sortnar, en tiltektarsamir vindar hranna dökkbláan himininn þung- um skýjum. Víðförlir heimsborg- arar undrast þá sýn og telja Grímsnesið að vonum djásn á barmi landsins. En sumarið á þess- um slóðum er einna líkast fjöl- breyttu málverki og margtóna hljómkviðu, víða hefur guði al- máttugum tekizt upp, þegar hann skapaði Suðurland, en hvergi bet- ur en hér, þar sem grasið bylgjast á hefluðum teigi, hæðadrögin rísa hvert af öðru og fjöllin gnæfa skini lauguð eða skuggum vafin. Mér er ávallt söm nautn og fyrsta sinni að leggja leið mína um Grímsnesið, bó að rætur mínar séu niðri í Flóa. Hér vantar ekk- ert nema fjöruna og brimhljóðið til að ég sé kominn heim. Laugardalurinn opnast fram- undan með vötnunum tveim, aug- að gleðst og minningarnar koma i leitirnar eins og perlur, sem rekj- ast á festi. Ákvörðunarstaðurinn er skólasetrið að Laugarvatni og ferðinni lokið. Mín bíður gest- risni ágætra vina, og gott er tíl þess að hugsa að eiga hér dvöl, una sér í saklausu áhyggjuleysl og endurnvia yndisleg kynni, sjá að veröldin ilmar, glitrar og skín sumarlangan dag og heyra áð Framhald á 15. síffu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.