Alþýðublaðið - 19.06.1965, Side 9

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Side 9
Brasilía Brancos CAESELO Branco marskálkur, forseti Brasiliu, hefur heitið nýj- um þingkosningum bráðlega, en er staðráðinn í því að vinstrisinn- ar fari ekki með sigur af hólmi. Kosningarnar fara fram í októ ber og verður m. a. kosið um 11 fylkisstjóra. Búizt er við, að for- setakosningar fari fram á næsta ári. Það var Castelo Branco sem stjórnaði byltingu hersins gegn vinstristjórn Goularts forseta 1. apríl í fyrra. Öngþveiti ríkti í landinu, en horfurnar í efnahags- málum eru mun bjartari nú en fyrir einu ári. En þótt stjórnin sé traust í sessi játa fylgismenn hennar, að henni hafi ekki tekizt að fá öllu því framgengt, sem hún ætlaði sér. Stefna stjórnarinnar var ein- föld: Að brjóta kommúnista, sem komust til áhrifa í stjórnartíð Goularts, á bak aftur, stöðva verð- bólguna og útrýma spillingu. Að- eins fyrstnefnda atriðið hefur ver- ið auðvelt viðureignar, ekki sízt vegna þess að kommúnistar eru klofnir í Peking- og Moskvu kommúnista og að leiðtogi þeirra Luis Carlos Prestes er kominn á efri ár. •k Fallizt á stjórnina. Branco hóf stjórnarferil sinn með því að svipta 67 af 409 með- limum þingsins stjórnmálaréttind um næstu tíu árin, og þrír fyrr- verandi forsetar, Kubitschek, Qua- dros og Goulart, sættu sömu með- ferð. Minniháttar uppreisn var bæld niður á Amazon-svæðinu án þess að til vandræða kæmi, svo og minniháttar herhlaup skæruliða frá Uruguay. Yfirleitt sætti hinn sundurleiti hópur brasilskra stjórnmálamanna sig furðanlega vel við byltinguna. Jafnvel flokkur Goularts og Varg asar, hins gamla einræðisherra, PTB, hét því að verða jákvæður í gagnrýni sinni á stjórnina. Blöðin eru frjáls og gagnrýnin og Castelo Branco, sem er heiðvirður maður en ef til vill með takmarkaða stjórnmálahæfileika, ræðir við helztu stjórnmálaleiðtogana um tillögur sínar. Um þessar mundir vinnur hann að samningu nýrra kosningalaga. Hann vill, að lögin verði til þess að hinum mörgu stjórnmálaflokk- um fækki, en samt er talið að hlut fallskosning verði ekki afnumin. Búist er við að sett verði ákvæði um ákveðið lágmarksfylgi til þess að flokkar fái þingmenn kjörna. Þótt sumir stuðningsmenn Brancos hafi vonað að marskálk- urinn gerði róttækari ráðstafanir er almennt álitið, að ef umbætur hans verði langlífar muni minni spillingar gæta í stjórnarfarinu og að völd stjórnmálaforingja í sveitum landsins minnki. ★ Mistök. Stjórnin hefur aldrei verið vin- sæl og hefur gert skyssur. Nýlega . var níu Kínverjum vísað úr landi fyrir njósnir eftir löng réttar- höld, þar sem verjandinn gerði harða hríð að sækjandanum, og Miguel Arrais, fv. fylkisstjóri í Pernambuco, var látinn laus gegn tryggingu unz réttarhöld fara fram í máli hans vegna ákafrar baráttu. fyrjr málstað fylkisstjór- ans érlendis. í einu kosningunum, sem fram hafa farið í ár, borgar stjórakosningunum í Sao Paulo, vann E. Lima yfirburðasigur á frambjóðanda „byltingarsinna“ með því að berjast fyrir því, að Jaio Quadros fengi aftur réttindi sín í heimaborg sinni. En formæl- endur stjórnarinnar telja þetta ekki skipta miklu máli, ekki Kortið sýnir legu Brasilíu. fremur en áframhaldandi andstaða háskólastúdenta. Forsetinn, sem er fæddur í Norðausturhéraðinu, þar sem mikil örbirgð er ríkjandi, og barðist undir forystu bandaríska hershöfðingjans Mark Clarks í brasilska herliðinu á Ítalíu í heims styrjöldinni, hefur komizt að raun um, að efnahagsmálin eru erfið- ust viðfangs. Verkalýðslög frá dögum Vargasar leiða til atvinnu leysis og of fjölmenns starfsliðs, einkum hjá hinu opinbera, svo að margir stunda aukastörf. Þó eru lægstu laun aðeins um 1000 krónur á mánuði í nokkrum fylkj- um. ★ Erfið barátta. Baráttunni gegn verðbólgunni miðar hægt áfram, enda liggja ræt ur hennar djúpt. í árslok 1964 hafði framfærslukostnaðurinn hækkað um 86.6% miðað við 1963 og í Rio de Janeiro hækkaði kostnaðurinn um 7.8% í marz mið að við 5.8% í febrúar. Stjórnin vonast til að geta lagt fram hallalaus fjárlög 1966, hef- ur komið á fót nýjum landsbanka og á í viðræðum við grannríki um möguleika á stofnun sameiginlegs markaðar Suður-Ameríku. En erfitt er fyrir útlendinga að skilja mótsögnina, sem í því felst, að í landi sem er eins auðugt og Brasilía, er mikil örbirgð og 55% ibúanna ólæsir og óski-ifandi. Það sem valdið hefur byltingarmönn- um hvað mestum vonbrigðum er, að árangur þeirra leiddi ekki til meiri erlendrar fjárfestingar en raun varð á. Framliald á 15. siðu Ferðamenn afhugið Hótel Akureyri tekur á móti gestum til gistingar. Matur afgreiddur allan daginn. Sjálfsafgreiðsla. — Góð og fljót þjónusta. HÓTELAKUREYRi SÍMI 12525. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur á morgun, sunnudaginn 20. júní, í IÐNÓ kl. 3 e. h. FUND AREFNI: 1. Skýrt frá samníngaviðræffum. 2. Önnur mál. Félagskonur! Fjölmennið og mætið stundvíslega. Verkakvennafélagið Framsókn. VERKSMIÐJA VOR * verður framvegis lokuð á Iaugardögum. ★ H.f. Raftæklaverksmiðjan Hafnarfirði. Hafnfirðingar! Allt / ferðalagið Tjöld — Svefnpokar — Bakpokar — Vind- sængur — Ferðasett — Gastæki o. m. fl. Kaupfélag Hafnfirðinga Vesturgötu 2 — Sími 5Ö292. GOLFTEPPI íslenzk gólfteppi — Wilton. Ensk gólfteppi — Wilton, Axminster. Sýnishorn fyrirliggjandi. — Athugið verð og gæði. GóEfteppageréin h.f. Skúlagötu 51. — Sími 23570. (Hús Sjóklæðagerðar islands). Augiýsingasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. júní 1965 {}

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.