Alþýðublaðið - 19.06.1965, Síða 16

Alþýðublaðið - 19.06.1965, Síða 16
r Ls paui u . STARFSÁRI Sinfóníuhljómsveit ! arinnar er aS Ijúka um þessar f niundir og fara hljóðfæraleikar arnir í frí fram í septembermán . iuð. Einn af starfsmömVm henn ar á þó ekki eingöngu frídaga framundan en Það er fram kvæmdastjórinn, Gunnar Guð mundsson- Ég er að vinna að áætlun fyrir næsta starfsár, en það hefst 1 september. Enn get ég ekki sagt um hvaða tónlistarmenn munu heimsækja okkur á næsta starfsári en þeir verða sennilega álíka marg ir og síðasta ár. Þó er <ullráð|5 að á fyrstu hljómleikunum í haust mun píanósnillingurinn Víadimir Azkenasy leika með hljómsveit inni. — Nú eru 45 hljóðfaeraleikar ar fastráðnir hjá hljómsveitinni og verða þeir jafnmargir naesta ár, en nokkrar breytingar verða gerðar á starfsliðinu. í vetur léku 9 útlendingar með, en næsta ár verða þeir færri. Tveir íslending ar bætast við, en þeir eru Pétur Þorvaldsson cellóleikari, sem und anfarin ár hefur leikið með sin \ fónúihliómsveitinni í Árósum, hinn er Kristján Stephensen óbó leikari, hann hefur verið við nám : erlendis undanfarin ár- > — Það er ekki ástæða til að fiölga hljóðfæraleikurum því oft ♦ökum við aukamenn inn í hljóm sveitina og fer það allt eftir hvaða verk eru flutt hverju sinni og bæt um við þá stundum við 10—15 ntönnum og eru þannig oft 60 manns í hljómsveitinni. Þjóðhátíðin og menningarblærinn HANN HAFÐI dvalizt langdvölum erlendis, en var nú loksins kom inn heim til fósturjarðarinnar. Engin orð geta 'lýst því hversu mjög hann hlakkaði til að geta verið viðstaddur hátíðarhöldin á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Og dagurinn rann upp, að vísu ofurlitið þungbúinn og útlit fyrir rigningu, en livað um það. Ég gekk með honum um bæinn og hann var í sjöunda himni- — Hvílík dýrð! — Blessuð börnin! — Þjóðin mín unga! — Hvílík dásemd! Þannig fórnaði hann höndum af hrifningu þessi kunningi minn sem dvalizt hafði svo lengi úti í hinum stóra heimi. Við fylgdumst nákvæmlega með öllum hátíðarhöldunum um dag inn, en fórum síðan heim að borða og loks aftur niður í bæ um átta leytið. Ég bar ekki hinn minnsta kvíðboga fyrir kvöldinu, enda 'hafði ríkinu verið lokað bg því allt útlit fyrir, að þjóðhátíðin færi fram með hinum mesta menningar blæ- Jú, jú, ég varð ekki fyrir von brigðum. Þjóðhátíðin fór mjög i skikkanlega fram. Þetta er að mín um dómi ein sú virðulegasta og manneskjulegasta hátíð, sem ég man eftir hér á landi og fjármála ráðherrann okkar á þakkir skilið fyrir að hafa lokað rikinu. Hins vegar varð ég fyrir von brigðum með viðbrögð vinar míns Hrifningin var snöggtum minni nú en fyrr um daginn- Hann var sýnkt og heiiagt að benda mér á hitt og þetta, sem honum geðjaðist ekki að. Hann benti mér á kófdrukkna unglinga með barðastóra hatta. Þeir veifuðu brennivínsflöskum. Þeir slöngruðu um göturnar og öskruðu: — Úlaba—labba—lá! Ég tjáði vini mínum að hér væfi einungis um undantekningu að ræða. Yfirleitt fyndist mér unga fólkið hegða sér mjög skikkan lega í kvöld. Þetta væri fyrirmynd aríólk, vel alið upp og prýðilega menntað og hið efnilegasta í alla staðii — Sjáðu stúdentana, sagði ég'til þess að leiða afhygli hans frá tán ingaómyndunum. En ae, ég var þá svo óheppinn Framh. á 5. bls. \aMW‘ Skvísan var í svaka flegn um kjól og hneykslaði helm inginn af partýinu- Hinn helmingcrinn voru karl OÓOOOOOOObOOOOOÓOOOOOOÓOOOOOOOOO' Ástarvísur af ýmsu tilefni Mærin skoppar hýrt með hopp í hálfri doppu. Spé með koppa, táðan topp og teygda snoppu. Dramnasnófin flýgur fljót á foldargrjótum. Ég mun brjóta fiman fót í fjallagjótum. Er kvensniftin Gvendi gift, gaurnum tyfta? Þá er niftar sköpum skift og skammt til rifta. LÆVÍS. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* Billinn lenti út af veginum og skemmdist, en ökumáöur inn sfapp með skrokkinn. . Vísir í gær. 45. árg. - Laugardagur 19. júní 1965 - 134. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.