Alþýðublaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 1
ÞRKIJUDAGUR 22. júní 1965 - 45. árg. - 136. tbl. - VERÐ 5 KR. Algeirsborg og París, 21. júní (NTB-AFP). LÖGREGLA og herraenn tóku sér stöðu í dag í miðbiki Algéirs- 'borgar eftir að fylgismenn Ben Bella, fyrrverandi forseta, höfðu stað- ið fyrir mótmælaaðgerðum í nokkrar klukkustundir. Fjöldi hermanna búnir stálhjálmum og gráir fyrir járnum tóku sér stöðu í háskóla- hverfinu og við kaffihús þar sem stúdentarnir koma venjulega saman. I þessum hluta bæjarins var öll- um verzlunum lokað. Fyrr í dag hafði verið mikið hamstur á niður suðuvörum, og vill fólk bersýni- lega vera við öllu búið. Þrátt fyrir fregnir um, að skot- hríð hafi heyrzt, sennilega aðvör unarmerki, benti ekkert til þess, Verkfall járnsmiða í einn dag Á MIBNÆTTI í nótt skall á sölar- hringsverkfall hjá málmiðnaðar- mönnum og skipasmiðum. Munu þeir aftur hefja vinnu á morgun en hafa boðað anraö' samskonar að viku liðinni, bafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Vilja fé- lógin í þessiun iðngreinum með þessum aðgerðum sínum leggja á- Framhald á 14. síðu. að hermenn Boumedienne ofursta og fylgismenn Ben Bella ættu í vopnuðum átökum. Ýmislegt bendir til þess, að ým- is öfl reyni að skipuleggja and- spyrnu gegn nýju stjórninni. — Margir borgarbúar hafa verið hvattir til þess að mæta á ákveðn um stöðum til þess að efna til mótmælaaðgerða. Jafnframt því sem ólgan eykst í höfuðborginni hafa margir þekktir menn farið í felur. Allir blaðamenn blaðsins „Alger Republicain", sem eru annað hvort kommúnistar eða hlynntir. kommúnistum, eru horfn- ir. « Margir erlendir fréttaritarar hafa fengið simhringingar frá svo kallaðri samræmingarnefnd and- spyrnuhreyfingarinnar. Því var haldið fram, að Ben Bella hefði verið fluttur til Tamanrasset í Sa- haraauðninni og að forseti þjóð- þingsins, Hadj Ben Alla, væri lát inn. Franskar hlustunarstöðvar stað hæfðu í dag að útvarpið í Algeirs borg hefði hætt útsendingum sín- um kl. 14.30 að íslenzkum tíma. Ekki er vitað um ástæðuna. Nokkrum stundum áður höfðu fylgismenn Ben Bella fyrrum for- seta efnt til mótmælaaðgerða gegn nýju stjórnínni i Algeirsborg. Síð degis í dag lét herinn í fyrsta skipti til skarar skríða gegn ó- Framhald á 14. »«*n. ÍSLAND GEFUR SÞ ÞRJÁR MILUÖNIR New York, 21. júní (NTB — Reuter) Ðanmörk, ísland, Noregur og Sví- þjóð gáfu Sameinuðu pjóðunum í dagr 3.887.000 dollara. Upphæð þessi á að stuðla aff því að heims- samtökin komist úr fjárhagsörð ugleikum sínum. Bretar taka einnig þátt í þess- um hjalparaðgerðum. Michael Stewart utanríkisráðherra hefur tilkynnt, að Bretar muni leggja af mörkum tíu milljón dollara. Framlag íslands nemur 80.000 dollara, framlag Dana einni milljón, Norðmanna 700.000 og Svía tveimur milljónum dollara. Halvard Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna, átti frumkvæð Framh. á 15. síðu. órlax á land úr EIEiöaányim Reykjavík. — GO. UM KLUKKAN 6 á sunnudags- kvöld. stöðvaðist öll umferð við Elliðaárbrýrnar. 75 bílar lentu í hnút og um 400 manns flykkt- ust niður á árbakkann til að horfa á bráðskemmtilega viður e?gn Harðar Guðmundssonar við einn stærsta lax, sem enn hefur veiðzt í Elliðaánum. Laxinn beit upphat'ega á upp við Foss. Leikurinn barst síðan niður með ánni ug tókst veiðimanninum ekki að landa fiskinum fyrr en niður í svo- kólluðum Eldhúshyl, «em er niður undir sjó. Laxinn reyndist vera 17 punda hængur um 1 metri á lengd. Hann var greinJega af Elliðaárstofni og einhver sá stærsti, sem 'þar hefur veiðst. Stærsti laxinn var um 20 pund, en meðalþyngd Elliðaáriaxa er 5—HVz pund. í fyrradag voru 10 laxar gengnir upp fyrir teljarann í ánum og 5—6 laxar voru veidd- ir. Allt eru þetta stórir fisk- ar, sem enn hafa gengið og fleiri eru á leiðinni. Má sjá þá stökkva úti á vogkium í kvöldblíðunni. Veiði þessa lax gefur vonir um að tilraunir til að stækka Framhald á 14. síðu. w<;W&*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.