Alþýðublaðið - 23.06.1965, Síða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Síða 1
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1965 - 45. árg. - 137. tbl. - VEI1Ð 5 KR. Bandarískir formælendur stað- festu, að þetta væru fyrstu loft- árásir Bandaríkjamanna fyrir 109 hvalir hafa veiðzt HVALVEIÐIN hefur gengið vel í ár og hafa Í09 hvalir veiðst, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðsl 107 hvalir. Mest hefur veiðst af langreiði í sumar. Hvalirnir halda sig nokkuð fjær landi en oftast áður og eru um 120 sjómílur út á næstu mið. Nokkuð magn hefur verið flutt út af hvalmjöli en ekk- ert- hefur enn verið selt af lýsinu, cnda verðið ekki hagstætt um þess ar mundir, en það er mjög breyti legt á heimsmarkaðnum. Mjölið sem selí hefur verið úr landi fór til EnrZands og er notað í skepnu fóður. FRÁ HAB Dráttur hefur farið fram en þ'ar sem skilagrcin hefur ekki borizt frá öllum umboðs mönnum úti á landi, er ekki hægt að birta vinningsnúm erin fyrr en eftir nokkra daga. Íi=; Blómarósir BLÓMLEGAR yngismeyjar hafa löngum verið kenndar til rósa. í gróðrarstöðinni Alaska er ævinlega nóg af hvorutveggju, auk allskonar blaðplantna. Hér eru þrjár blómarósjr að hlúa að stór gerðri plöntu. Þær eru, tal- ið frá vinstri: Arnbjörg Gunnarsdóttir, Eva Kluek og Fanney Hauksdóttir. Mynd: JV. stöðvast Reykjavík. — EG. VERKAMANNAFÉLAGEÐ DAGSBRÚN liefur boðað eins dags vinnu- stöðvun í Mjólkursamsölunni í Reykjavík næstkomandi þriðjudag, og þann dag hafa sömuleiðis boðað dagsverkfall öll verkalýðsfélög í Ár- ncssýslu, þannig að þann dag verður mjólk hvorki sótt til bænda né henni dreift í búðir í Reykjavík. Mun þetta I fyrsta skipti í 14 ár, sem mjólkurdreifing stöðvast af völdum verkfalls í Reykjavík. Verkakonur fá verkfallsheimild Reykjavík. — EG. VERKAKVENNAFÉLÖGIN í Reykjavík og Hafnarfirði hafa nú fengið samþykktir félagsfunda til að boða vinnustöðvanir, ef stjórn og trún- aðarmannaráðum félganna þykir ástæða til. Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík hélt fund á sunnudag þar sem heimildin var samþykkt og Framtíðin í Hafnarfirði hélt fund á mánudagskvöld, sem samþykkti einnig heimild til að boða vinnu- stöðvun. Vinnustöðvunin, sem verður þriðjudaginn 29. júní, kemur til framkvæmda hjá verkalýðsfélög- unum á Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði og Selfossi. Sama dag verður einnig dagsverkfall á ný hjá málmiðnaðarmönnum, skipa- Kaupmannahöfn: DANSKA lögreglan liefur hand- tekið kaupsýslumann nokkurn í Kaupmannahöfn, sem er grunaður um njósnir í þágu austantjalds- lands. — „B. T.” hermir, að mað- urinn hafi starfað fyrir dönsku leynilögregluna, en það hefur ekki verið staðfest. smiðum og bifvélavirkjum í Reykjavík hafi samningar ekki tek izt fyrir þann tima. Af hálfu Verkamannafélagsins Dagrbrúnar í Rvík verður ein- göngu um vinnustöðvun að ræða þennan dag hjá þeim félagsmönn- um, er starfa hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík, annars staðar verður unnið með eðlilegum hætti venjulegan dagvinnutíma. Þessar ráðstafanir verkalýðsfé- laganna miða að því að hvetja til samninga. en nær öll félög á þessu svæði eru nú samningalaus. Einn- ig á vafalaust nokkurn þátt í þess- ari- ráðstöfun óánægja meðlima félaganna með það, að Mjólkur- samsalan og Mjólkurbú Flóa- manna skuli hafa gengið í Vinnu- veitendasamband íslands. Alþýðublaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún í dag, að eftirvinnu- bannið hafi komið til framkvæmda árekstralaust að kalla. Ásgeir G. Stef- ánsson látinn ÁSGEIR STEFÁNSSON fyrr verandi framkvæmdastjóri í Hafnarfirði andaðist í gær 75 ára að aldri. Ásgeir var um skeið bygg ingameistari og byggði mik- inn fjölda húsa í Hafnarfirði og víðar. Hann var um ára- tugi framkvæmdastjóri Bæj arútgerðar Hafnarfjarðar og um skeið var hann bæjarfull trúi fyrir Alþýðuflokkinn. Ásgeirs Stefánssonar verð ur minnst hér í blaffinu síff- ar. 1 .öfiárásir ¥ii Saigon, 22. júní (NTB — Reuler) BANÐARÍSKAR þotur sóttu í dag lengra inn í Norður-Vietnam en þær hafa gert nokkru sinni áður. Átta þotur af gerðinni F-105 Tunderchief réffust á herskála viff Son La, sem cr um 160 km frá landamærum Kína. Átta aðrar þotur réðust á skotmörk fyrir norffan Hanoi. norðan Hanoi. Þeir vilja ekki segja um, hvort þetta feli í sér breyttar baráttuaðferðir. Við Son La, sem er 189 km norðvestan við Hanoi, voru níu byggingan eyði- lagðar og nokkrar laskaðar. Allar flugvélarnar sneru aflur heilu og höldnu. Þær höfðu engri óvina- flugvél mætt og orðið fyrir litl um árásum frá jörðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.