Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 3
ir reyna aö fá stuðning Rússa Moskvu og Kairó, 22. (NTB — AFP) júní SERLEGUR sendimaður alsírska byltingarráðsins, Ben Yahia, ræddi í dag við Aleksei Kosygin, forsætisráðherra Rúsa, Leonid Bresjnev aðalritara og Andrei Gromyko utanríkisráðherra. Blöð í Moskvu hafa ekki látið í ljós skoðun sína á alsírsku bylt- ingunni. Talið er, að Ben Yahia hafi reynt að fá Rússa til að við- urkenna nýju stjórnina og full vissa þá um hlutleysi Alsírs í deilu Rússa og Kínverja og öðrum alþjóðamálum. Huganlegt er, að rætt hafi veriö um þátttöku Rússa í ráðstefnu Afríku og Asíu- ríkja í Algeirsborg. Enn ríkir. vafi um, hvort af ráð- stefnunni geti orðið, þrátt fyrir yfii-lýsingu nýju valdhafanna í Al- ^ír um, að ráðstefnan verði hald in eins og fyrirhugað er. Margir þátttakendur hafa frestað för sinni til Algeirsborgar þar til ástandið skýrist. í London bíða leiðtogar 13 Afríku- og Asíuríkja eftir svari við áskorun sinni um að ráðstefn unni verði frestað. Hins vegar bendir allt til þess, að undirbún- ingsfundur utanríkisráðherra verði haldinn í Algeirsborg á fimmtudaginn samkvæmt áætlun. Sukarno Indónesíuforseti hyllti hina nýju stjórn Alsírs í dag. Góð- ar heimildir herma, að Chou En- lai, forsætisráðherra Kína, muni lengja dvöl sina í Egyptalandi, en upphaflega átti hann að fara til Algeirsborgar á morgun. Chou og Nassér forseti lögðu í dag á- herzlu á nauðsyn þess að ráðstefn an í Alsír yrði haldin samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Kína, Chen Yi marskálkur. kom til Al- geirsborgar í kvöld. konur KOMIN er út hjá ALMENNA Bókafélaginu bókin „12 konur“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Er þetta fyrsta bók Svövu, en eftir hana liafa áður birzt smásögur í tíma- ritum og blöðum. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er hér um að ræða sögu- safn, frásagnir af tólf nútímakon um og vandamálum þeirra, og í sumum tilfellum barna þeima. Bókin er því skrifuð af konu um konur. Sögurnar gerast sitt i hverju umhverfi, og þött þær séu ekki efnislega samstæðar mynda þær þó innbyrðis einskonar heild. Svava Jakobsdóttir hefur lagt stund á bókmenntanám í Banda- rikjunum og Svíþjóð. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Síldarbræðsla brýnt hagsmunamál á Dalvik Reykjavík — GO LÁRUS Frimannsson umboðs- maður Alþýðublaðsins á Dal- vík, leit inn á ritstjómina í gær. Hann kvað hafa verið dauft yfir öllu atvinnulífi á staðnum í vetur. Olli því alger afla- brestur á línu og net hjá heimabátum, Stóru bátarnir - Björgvin og Björgúlfur voru á vertíð syðra og öfluðu mjög sæmilega. Ætlunin var að þeir sigldu öðru hvoru með aflann til heimahafnar, en af því gat ekki orðið vegna íssins. Öll at- vinna í frystihúsi staðarins hef ur því legið niðri í vetur, nema þegar fengist hefur fiskur af Akureyrartogurunum sem öfl- uðu sæmilega, en þá varð að aka honum á bílum út á Dalvík. en þær fengu svo til engin verk efni í fyrrasumar. Einnig lítur illa út með rekstur þeirra í sumar, þar sem engin síldar- bræðsla er á staðnum til að taka á móti þeirri síld, sem ekki er hæf til söltunar og eins til að vinna úr úrgangi. Lárus tel- ur það eitt hið brýnasta hags munamál Dalvíkinga nú í dag, að þar komi þó ekki nema lítil bræðsla með tiltölulega góðu þróarrými, til að bæta aðstöð- LARUS FRIMANNSSON una til söltunarinnar. Einnig telur hann mjög mikils vert að komið verði upp einhverjum iðnaði öðrum í plássinu til at- vinnujöfnunar og tryggingar. Floti Dalvíkinga telur nokkra stóra og fullkomna báta, Björg- vin, Björgúlf, Bjarma, Bjarma II, Hannes Hafstein, Loft Bald- vinsson og Baldvin Þorvalds- son. Öll þessi nöfn eru þekkt úr aflafréttum útvarps og blaða. Björgvin og Björgúlfur eru togbátar meðfram og að sögn Lárusar mjög mikilvæg atvinnutæki fyrir byggðarlagið. Á öllum þessum bátum er fríður hópur lieimamanna og vissu- lega færa þeir talsverða fjár- muni inn í plássið, þó að þeir séu sjaldan heima. í vor hafa menn dundað sér við hrognkelsaveiði og stússað við skepnur. Margir hafa nokk- urn landbúnað og hefur það raunar bjargað miklu. Hins veg ar hefur verið þurrkasamt að undanförnu og horfir ekki vel með sprettu af þeim sökum. Félagslíf hefur verið með daufara móti að undanförnu, enda hefur fólk streymt suður í atvinnuleit í ördeyðunni nyrðra. Þó hefur ekki fækkað fólki búsettu á staðnum, held- ur mun vera um smávægilega fjölgun að ræða. íbúarnir eru nú rétt innan við þúsundið. Yfirmaður Atlantshafs- flota NATO í heimsókn SVAVA JAKOBSDOTTIR Sáttafundur Reykjavík. — EG. BOÐAÐUR hefur verið sáttafund- ur með fulltrúum verkalýðsfélag- anna fjögurra í Reykjavík og fulltrúum atvinnurekenda klukk- an fjugur í dag. Er þetta fyrsti fundurinn, sem haldinn er eftir rúmlega vikuhlé á sáttaumleitunum. Reykjavík, THOMAS H. MOORER, flotafor ingi, yfirmaður Átlantshafsflota NATO, kom hingað til lands í gærkvöldi og mun hann dveljast hér á landi í einn dag. í dag mun hann ræða við yfirmenn varnar lið ins og auk þess fara í heim sókn til ýmissa íslenzkra embættis manna. Þetta er fyrs‘a heimsókn Moorers til íslands, síðan hann tók við starfi sem yfirmaður Atlants hafsflota NATO 1- maí síðastlið inn. Meðan Moorer flotaforingi dvelst hér hefir hann í hyggju að fara til Þingvalla og skoða staðinn. í för SAEVSTÖK EYTURLYFJA- NEYTENDA í SVÍÞJÓÐ Stokkhólmi 22. 6- (NTB). Eiturlyfjanotendur í Svíþjóð hafa stofnað með sér félagsskap eða samtök til að auka möguleika manna til að losna við þennan liættulega löst. Samtökin, er hlotið liafa nafnið Ríkissambandið til lijálpar fólki sem misnotar lyf, var stofnað sem afleiðing af því að mikið ei‘urlyjavandamál er kom I ið upp í Svíþjóð á síðustu árum. Ein af fyrstu framkvæmdum amtakanna, verður að gefa út bók um hinar ýmsu hliðar eitur lyfjanautnarinnar- Bókin, sem kemur ú‘ í haust verður hin fyrsta í Svíþjóð, sem fjallar um þetta efni. Þar verður m.a. skýrt frá hinum lögfræðilegu og læknis fræðilegu hliðum málsins og gefið yfirlit yfir þau alþjóðlegu sam tök, sem stjórna eiturlyfjasölunni í heiminum. Einnig verður greint frá sænskum lögum um þetta efni. Ætlunin er að bókin verði m-a. notuð sem handbók fyrir lækna lögfræðinga .lögreglu og félags málastarfsfólk og aðra þá sem komast í tæri við ' eiturlyfjanot endur og vandamál þeirra. með flotaforingjanum eru kona hans og ýmsir aðstoðarforingjar hans, sem hafa fylgt honum á ferð þeirri um aðildarlönd NATO, sem hann hefir verið í að undanförnu. Thomas H. Moorer útskrifaðist úr foringjaskóla bandaríska flot ans árið 1933 og var eftir það fýrst á beitiskipunum Salt Lake og New Orleans. Síðan gekk hann á flugskóla flotanc og útskrifaðist þaðan sem flugforingi i júlí 1936. Moorer var í Pearl Harbor á Kyrrahafi 7. desember 1941, þeg ar Japanir gerðu árásina á flota stöðina þar. Siðar barðist hann á Kyrrahafi suðvestanverðu, og var þá skotinn niður í loftorus‘u 19. febrúar 1942- Var honum bjargað um bo"ð í rkip, en því var sökkt samdægurs af Japönum. (Þegar Moorer var síðar í setuliðj Banda ríkjamanna í Japan ef‘h stríðið, kynntist hann flugmanni þeim, er skaut hann niður, og þá af hon um að gjöf sverð hans. Síðár á árinu 1942 var Moorer við störf í Bretlandj og þar næst starfaði hann bæði á Kúbu og f Afríku- í marz 1944 var hann sett ur í herráð yfirmanns ameríska flugsveita á A*lantshafi og gegndi því starfj fram í júlí 1945. Frá þeim tíma og fram i júlí 1957 hafði liann á hendi ýmis trúnaðar störf í flota Bandaríkjanna, og Framh. á 14. THOMAS MOORER, flotaforingi NATO. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. juní 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.