Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 5
FRÁ STAFSEMISJÁLFS- BJARGAR, SAUÐÁRKRÓKI LOKIÐ er nú starfsári Sjálfs- bjargar á Sauðárkróki 1964—65, sem hófst á því, að mikið og al- varlegt brunatjón varð á félags heimiiinu, sem nú hefur verið endurreist og við það aukið stórri og rúmgóðri vinnustofu. Búizt er við, að þar komi til með að starfa ALBERT MAGNUSSON 8—10 manns, sem hafi með hönd- um samsetningu og pökkun á framleiðsluvörum vélsmiðju Jón- asar Guðlaugssonar. Forstöðu- maður vinnustofunnar er Albert Magnússon. Starfsemi félagsins hefur staðið með miklum blóma á starfsárinu, þegar tekið er tillit til þess, að félagsheimilið tók ekki til starfa eftir brunann fyrr en í febrúar síðastliðnum. Tekin var upp sú nýjung um jólin, að 3 jólasveinar á vegum félagsins drógu sleða með jólagjöfum ýmissa aðila til barna í kaupstaðnum og útbýttu þeim. Mæltist þetta uppátæki vel fyrir jafnt meðal yngri og eldri Sauðkræklinga. Félagið efndi til álfadans og álfabrennu um nýjárið, og var það x fyrsta sinn i þrjátíu og þrjú ár, sem slíkar skemmtanir hafa verið haldnar á Króknum. Félagsmenn lögðu á sig mikið starf í sambandi við hátíðarhöld þessi og voru þau fjölsótt, þrátt fyrir mjög óhag- stætt veður. Haldin voru föndurskvöld, þar sem unnið var að gerð ýmissa muna, sem síðan voru seld á stærsta bazar, sem komið hefur verið á fót á Sauðárkróki- Einnig framleiddi félagið á árinu boilu- vendi, sem sendir voru á markað hér í Reykjavík, og auk þess gekkst það fyrir blómasölu í byggðarlaginu í sambandi við konudaginn. Seldust blómin þegar upp og fengu færri en vildu. Á vegum félagsins fór fram eitt spilakvöld og annað bingó- kvöld og loks einn opinber dans- leikur. Allar voru skemmtanir. þessar vel sóttar og undirtektir ágætar. Fimm félagsfundir voru á árinu og einn skemmtifundur og tók félagið þátt í árlegri merkjai, blaða og happdrættis- sölu Landssambands fatlaðra. í núverandi stjórn Sjálfsbjarg- ar á Sauðárkróki sitja Albert Magnússon formaður, Pálmi Sig- urðsson varaformaður, Hólmfríður Jónasdóttir, ritari, Egill Helgason gjaidkeri og Ragnheiður Þórvalds dóttir meðstjórnandi. Virkir félagsmenn eru 75, en styrktarfélagar. 163. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsand- ur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við Elliðavog Sími 41920. FERÐIR f VIKU BESIMALESÐ TIL L0ND0N Verzlanir 1 Piccadilly, veitingahúsin l Soho, leikhúsin. í West End, listasafnii i Tate o g flóamarkahurinn á Porto Bello. LONDON FerBaskrifstofurnar og Flugfélagið veita allar upplýsingar. h//ds\ ',ó ///’ /CE1A/VÐ4/H ( I u g f é I ag íslands Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Skúlagötu 62. Síml 13100. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BlLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100 K.S.8 K.R. K.R.R. Nú Scikur knaftspyrnusniilingiirinn ÞÓRÖLFUR BECKmeð K.R. Hann er fryggiur fyrlr 6 milljónir ísS. kr, fyrir þennan eina leik. f Sjællands Boldspil Uniou- KR leika á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 830. KomiÖ og sjáið spennandi leik. Dómari: Steinn Guðmundsson. Línuverðir: Baldur Þórðarson og Jón Frið- steinsson. Verð aðgöngumiða. Stúkusæti kr. 125,00. Stæði kr. 75,00. Börn kr. 25,00. Börn fá ekki aðgang í stúku nema gegn stúkumiða. — Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Símaskráin 7965 Miðvikudaginn 23. júní n.k. verður byrjað að afhenda símaskrána 1965 til símnotenda í Reykjavík. Fyrstu tvo dagana, það er 23. og 24. júní, verða afgreidd símanúmer sem byrja á tölustafnum einn. Næstu tvo daga, 25. og 26. júní, verða afgreidd símanúmer sem byrja á tölustafn- um tveir og 28., 29. og 30. júní verða afgreidd símanúmer, sem byrja á tölustöfunum þrír og sex. Símaskráin verður afgreidd .í anddyri Sigtúns (Sjálf- stæðishúsinu), Thoi’valdsensstræti 2, dagl<»«a kl. 9—19, nema laugardaga 9—12. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á símstöðinni við Strandgötu frá þriðjudeginum 29. júní n.k. í Kópavogi verður símaskráin afhent á póstafgreiðslunni, Digranesvegi 9, frá þriðjudeginum 29. júní n.k. Athygli símnotenda skal vakin, á því, að símaskráin 1965 gengur í gildi í júlí n.k. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu símaskrána 1964, vegna margra númerabx-eytinga, sem oi-ðið hafa-frá því hún var gefin út, enda ekki lengur í gildi. Bæjarsími Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs. ; ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.