Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 8
ENDURHOLDGUN í ENGLANDI? STÓRÍ, græni liixusbíllinn, ók í óíal hlykkjum og skrykkjum eftir akbrautinni og allt í einu beygði hann upp á gangstéttina. Nokkrum sekúndum áður höfffu litlu börnin þrjú hoppað hönd í hönd niður Fjórðu götu sveita- bOrgarinnar Hexham í Norðimbra landi. Þetta var á sunnudagsmorgni og hin 11 ára gamla Joanna Poliock, 6 ára systir hennar, Jacqueiine og 9 ára gamall vin- ur þeirra, Anthony Leydon, voru öll á leið til guðsjjjónustu í Hinni rómversk-kaþólsku kirkju Sankti Maríu — eins og þau voru vön á sunnudagsmorgnum. Bíllinn, sem ekið var af grann- vaxinni og gráhærðri ekkju, JDanna (að ofan) og Jacqueline (að neðan) létust árið 1957. Faðir þeirra segir, að ári síðar hafi hann f(indið á sér, að þær ættu eftir að fæðast aftur. stefndi beint á þennan litla en glaðværa barnahóp, ók yfir þau og varð þeim öllum að bana. Harmleikur þessi gerðist fyrir 8 árum, — hinn 5. maí 1957, — en í dag eru foreldrar systranna Jo- önnu og Jacqueline, þau John PoIIock, 44 ára, og kona hans, K'orence, 43, í .Tesmond Terrace, sannfærð um það, að litlu stúlk- urnar tvær hafi endurholdgazt og fæðzt þeim aftur. Hin furðulega saga PoIIock- hjónanna, hófst nákvæmlega ári eftir að lát sy(stranna bar að höndum. Snemma í maí 1958 kom frú Flor ence Pollock að máli við mann sinn og sagði: „Eg held, að ég sé með' barni.” Og John PoIIock segir: „Þá strax þóttist ég sann- færður um, að kona mín gengi með tvíbura, sem væru dætur okkar endurholdgaffar.” Haun skýrði konu sinni ekki frá því, að hann teldi að um endurholdgun yrffj að ræða, en hins vegar kvaðst hann þess full- viss, að þau ættu tvíbura í vænd- um. Florence Pollock var hins vegar á öðru máli. Hún sagði: „Það hafa aldrei fæðzt tvíburar hvorki í minni ætt né þinni.” — Þrátt fyrir það, liélt ciginmaður- inn fa«t við sína skoðun. ,,Eg veit, ?ð við fáum dætur okkar tvær pftur,” sagði hann. „Eg finn það enihvern veginn á mér.” Heimilislæknirinn var ekki sammála John, þegar hann rann- sakaði frúna. „Tvíburar? Nei, það er öldungis óhugsandi.’ Jafnvel ljósmóðirinn hló að hugmyndinni. „Mér þykir leitt, að valda yður vonbrigðum,” sagði hún, við Florence, þegar fæðing- in nálgaðist, en það er ekki minnsti möguleiki á, að um tví- bura verði að ræða.” En svo var það hinn 4. október 1958, að Pol- lock-hjónunum fæddust eineggja trúburar, Gillian og Jennifer, — Iivort tveggja telpur. ÞANNIG hafði John Pollock þá haft rétt fyrir sér, þrátt fyrir alit. En þetta er rétt byrjunin á einstæðri sögu: Frú PoIIock segir: „Ég hef aldrei verið trúgjörn manneskja. Eg hef ávallt leitað eftir sönnunum áður en ég hef Iagt trúnað á hlutina, — en, ja, hér er ekkert um aö villast.” Einum eða tveimur dögum eftir að tvíburarnir fæddust, tók John Pollock eftir dálitlu, sem kom hjartanu til að slá hraðar í brjósti hans. Það var skildings- lagaður fæðingarblettur á vinstri mjöðm Jennifers. í sjálfu sér var ekkert skrítið við það, ef annað hefði ekki komið til: Jacqueline hafði haft nákvæmlega eins b'.ett á nákvæmlega sama stað. Og svo var það morgun einn, nokkrum vikum síðar, að John PoIIock veitti öðru eftirtekt. Á enni Jennifer — rétt fyrir ofan nefið — var einkennilegt hvítt ör — um það bil þumlungur á Iengd. Hann varð undrandi, því að hann vissi, að Jennifer hafði al- drei lent í neinu slysi, sem gæti hafa orsakað það. Allt í einu rann upp fyrir hon- um ljós. — ÞEGAR Jacqueline var um það bil tveggja ára, hafði hún dott- ið á fötubarm og hlotið slæman skurð á höfuðið. Skm-ðinn varð að sauma saman með þremur nálsporhm. Eftir varð varanlegt hvítt ör rétt fyrir ofan nefið. Ilann leit aftur á Jennifer: Örið á enninu var nákvæmlega eins að lögun og stærð og á ná- kvæmlega sama stað og örið hafði verið á Jacqueline. John Pollock sagði konu sinni ekki frá þessu, en frú Pollock fór þess í stað sjálf að uppgötva ýmisíegt furðulegt. Frúin segir: „Jacqueline og Jo- anna höfðu látið eftir sig talsvert af leikfÖHgum og við hjónin á- kváðum að gefa tvíburunum þau. Meðal annars voru þar tvær brúður, og strax og Jennifer sá þá, sem Jaequeline hafði átt, — breiddi hún út faðminn og sagði: „Þetta er María mín.” — Hún hafði aldrei á ævi sinni séð brúð- una — og þetia var eina brúffan Frú Pollock var tortryggin í fyrstu, en svo fór hún að trúa því, að þær Jennifer (til vinstri) og GiIIían (til hægri) væru eldri dæturnar endurbornar. sem Jacqueline hafði kallað Maríu. Og Gillian gekk aff þeirri brúff- unni, sem Joanna hafffi átt og sagffi: „Ó, þetta er litla brúffan mín, sem ég átti fyrir langa- löngu.” — Gilliari greip líka litla gullaskrínið, sem hafði tilheyrt Joönnu og hrópaði: „Þetta er gullaskrínið mitt- — Ég vavð for viða.” Dag nokkurn um páskana í fyrra fóru Pollock-hjónin meff tví burana í skemmtiferff til Hexham. Tvíburarnir voru fæddir þar, en fjölskyldan hafði flutt til Whit- ley Bay, þegar þeir voru aðeins þriggja mánaffa gamlir. Frú PoJIock segir: „Viff fórum meff tvíburana eftir gangbraut, sem liggur til opins skemmti- svæðis hjá Hexham skrúffgarffin- um, þar sem komiff hefur verið fyrir nokkrum rólum. Systurnar höfffu aldrei komið þarna fyrr, en skyndilega þutu þær frá okkur og fóru beina leiff í rólurnar — nákvæmlega eins og þær vissu fyrir fram, hvar þeirra væri að leita. Jacqueline og Jo- anna voru vanar aff eyffa heil- miklum tíma í aff leika sér í þess- um rólum.” Þaff var svo skömmu eftir bessa ferff til Hexham, aff John PoIIock sagffi konu sinni, aff hann teldi, að Gillian og Jennifcr væru endurholdgaffar sálir þeirra Jo- önnu og Jacqueline. Og nú fóru þau bæffi aff veita háttalagi þeirra nákvæma eftir- tekt. FRÚ Pollock segir: „í fyrstu gat ég ekki trúaff þessu, en eftir því sem tímar hafa liffið, hef ég meira fariff að hallast á sveif bónda míns. Hann hefur alltaf veriff eindregiff á þessari skoðun, en ég taldi lengi vel, að hann gerði of mikiff úr smámununum. Nú er ég farin aff trúa því, aff hann hafi haft rétt fyrir sér, al- veg frá byrjun. Þaff er svo margt í þessu, sem ekki er hægt aff út- skýra. Sem rómversk-kaþólikki er manni ekki ætlaff .aff trúa end- urholdgun, en hvaff getur maffur gert undir kringumstæffum eins og þessum?” Það einkennilega er, að þó aff Gillian og Jennifer séu eineggja tvíburar, svipar þeim hvorri á sinn hátt sín til hvorrar systur- innar, sem látnar eru: Jcanna hafði grennri vöxt , og langleitara andlit en Jacqueline, sem var feitlagnari og kringlu- Ieitari. Gillian hefur grennri vöxt og lang leitara andlit en tvíburasystir hennar, Jennifer, sem er feit- lagnari og kringluleitari. Joanna, sem var fimm árum eldri en Jacqueline, var vön að „vernda” litlu systur. Gillian, sem cr tíu mínútum eldri en Jennifer, hefur tekiff svipaffa afstöðu til hennar. 8 23. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tríburarnir og brú Joanna var miklu mjúklyndara — geðbetra barn en Jacqueline. Gillian er mjúklyndara og geff- betra barn en Jennifer. Þetta eru atriffi, sem foreldr- arnir einir geta borið um. En PoIIock-hjónin hafa frá miklu veigameiri hlutum aff segja: Dag nokkurn var hr. Pollock aff svipast um eftir einhverri yf- irhöfn tíl aff væðast við máln- ingarstörf, sem liann vann aff þá stundina. llann fann þá gamlan jakka, sem verið liafði í eigu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.