Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 10
Æskulýðssíðan . . . Framhald af 7. siBu. hópi fylgismanna sinna í einni og sömu andránni yfir til andstæð- inganna. Hvað þá heldur, ef slíkt skeður tvisvar eða öllu heldur þrisvar á aðeins fimmtán árum, þótt síðasti klofningurinn hafi verið mun skaðlausari fyrir Al- þýðuflokkinn en hinir er á undan fóru. í raun og veru sýnir það, hversu innr.i styrkur Alþýðuflokks ins er þó mikill, að hann geti lifað af svo alvarleg áföll sem þessi. í öðru lagi er vert, að minnast þess, að Alþýðuflokkurinn og Al- þýðusambandið voru upphaflega svo nátengd hvort öðru, að það má segja, að um ein og sömu samtök hafi verið að ræða. Skipu- I lag bæði flokksins og Alþýðu- sambandsins var gert með það fyr ir augum, að hvor aðilinn um sig nyti fulls stuðnings og trausts hins. Þetta skipulag var því eðli- lega einungis í sínu fulla gildi fyrir báða, meðan sambandið milli þeirra hélzt órofið. Aðskilnaður Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins árið 1939, var því ein- hver. sá mesti óheillaatburður, sem íslenzk verkalýðshreyfing og Al- þýðuflokkurinn á íslandi hafa orð iðl fyrir. Síðan það gerðist, hefur Aíþýðusambandið ekki borið sitt bárr, verið máttvana, illa skipulagt oj* alls óhæft til þess að gegna síhu iilutverki. Lengst af hefur þájð verið vettvangur pólitískra ill'deilna og verið notað í algjöru hfjimildarleysi af' ýmsum frama- gjbrnum ævintýramönnum, þeim sj^lfum til framdráttar. Hvað viðvikur Alþýðuflokknum, þá varð þessi aðskilnaður einnig ákaflega óhagkvæmur. Flokkurinn stóð uppi, byggður upp samkvæmt skipulagi, sem orðið var gjörsam- lega gagnslaust og jafnvel verra en ekkert. Enn þann dag í dag hefun ekki algjörlega tekizt að ráða bót á þessu, þótt unnið hafi veríð að endur- bótum á skipulagi Alþýðuflokksins, allt frá því að aðskilnaður hans og Alþýðusambandsins átti sér stað. Þriðja höfuðástæðan fyrir því að Alþýðuflokkurinn skuli ekki eiga meiru fylgi að fagna nú í dag, á efalaust, þótt undarlegt megi virðast, rætur sínar að rekja til þeirra framfara og umbóta í félágs og kjaramálum, sem orðið hafa á síðustu áratugum, og Al- þýðuflokkurinn hefur flokka mest beitt sér fyrir. Öryggi, viðunandi afkoma og næg atvinna meðal al- þýðustéttanna hafa leitt til þess, að almenningur hefur að miklu leyti glatað áhuganum á því, að fylgjast vel með í stjórnmálum. Afnám stéttaskiptingarinnar, að miklu leyti, hefur orðið til þess að stéttarvitund almennings hefur sljóvgast og áhuginn á málefnum og framtíðarhag eigin stéttar, hef- ur minnkað eins og verkalýðsfé- lögin hafa áþreifanlega orðið vör við með minnkandi fundarsókn og félagsstörfum meðlima sinna. Framangreind atriði hafa í sam- einingu valdið því, að hugur al- mennings er opnari og varnarlaus ari en fyrr meir gegn áróðri þeirra stjrónmálaflokka, Sem hafa yfir að ráða nægu fjármagni og öflugum áróðurstækjum til út- breiðslustarfs. Þessi framkvæmd mála er staðreynd, sem mörgum finnst eflaust erfitt að viður- kenna, en erfiðara er þó að hamla þar á móti fyrir lítinn flokk og fjárvana. Verðugt verkefni. 1 Góðir Alþýðuflokksmenn! Eins og getið var um í upphafi þessa greinarkorns er nú aðeins tæpt ár til hálfrar aldar afmælis Alþýðu- flokksins. í því tilefni hefi ég rifj- að upp nokkrar staðreyndir — og drepið á nokkur atr-iði úr sögu Alþýðuflokksins, sem eru okkur öllum vel kunn, enda var tilefni þessarar greinar eingöngu það, að vekja okkur til umhugsunar um 10 23. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ stefnu, störf og framtíð Alþýðu- flokksins vegna þeirra timamóta, er nú standa fyrir dyrum. Ég þyk ist með þessum orðum mínum hafa bent á þá staðreynd, að ís- lenzka þjóðin fylgi í eðli sínu jafnaðarstefnunni, þeirri stefnu, sem Alþýðuflokkurinn og fylgis- menn hans berjast fyrir. Sést það bezt á því, hversu mjög skoðanir og stefnumál jafnaðarmanna hafa mótað þá þjóðfélagshætti, sem við búum að á íslandi í dag. Okkar litla og fámenna land er svo stórt í sniðum, að áróðurinn er sterk- asta og nauðsynlegasta vopn stjórnmálaflokks til þess að fá fólkið í lið með sér, svo einhver árangur geti orðið af starfi hans. Til þess að geta rekið árangurs- ríkan áróður, til þess að geta náð til kjósendanna og kynnt sina stefnu og sín verk, þarf annað tveggja, mikið fé eða mikið og ó- eigingjarnt sjálfboðastarf. Okkur er það öllum kunnugt, að eðlis síns vegna hefur Alþýðu- flokkurinn aldrei átt þess kost né kært sig um að byggja starfsemi sína á fjárhagsaðstoð erlends rík- is eða framlögum og mútufé braskara og stórgróðamanna. Góðir Alþýðuflokksmenn — og aðrir unnendur jafnaðarstefn- unnar! Alþýðuflokkurinn og jafn aðarstefnan þarfnast því aðstoðar ykkar, starfs ykkar. Verkefnin blasa við, og þau verða ekki leyst á viðunandi hátt nema því aðeins, að þið takið þátt í starfi flokksins og leggið fram ykkar starf í þágu lands og þjóðar. Sú dýrmætasta gjöf, sem hægt er að færa Al- þýðuflokknum á hálfrar aldar af- mæii hans, er, að hver fylgismaður flokksins taki þátt í starfinu, bæði innan flokksfélaganna og út á við. Með öflugu starfi Alþýðuflokks- manna vinnum við bezt að fram- gangi jafnaðarstefnunnar á 'ís- landi til hags fyrir land og lýð. Þá vinnum við að aukinni menntun landsfólksins, auknu þjóðfélags- legu öryggi og bættri afkomu al- mennings; — framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Þá vinnum við bezt að framkvæmd hugsjóna jafn- aðarstefnunnar, — stefnu Al- þýðuflokksins. Opnan . . . Framhalei úr opnu. ast, þegar liún sótti Jacqueline í skólann. Og þar kom, að prófessor lan Stevenson við tauga og geðsjúk- dómadeild Virginiu-háskóla bárust þessi undarlegu atvik til eyrna. í september 1963 gerði hann sér því sérstaka ferð til Whit- ley Bay til að heimsækja Pollock fjölskylduna. Stevenson er heims frægur fyrir rannsóknir sínar á endurholdgun og hann var mjög snortinn af þessu undarlega til- felii með tvíburana, sem lifa svo mjög í fortíðinni. Hr. Pollock segir: ^Prófessorinn var þess mjög fýsandi að dáleiða tvíburana og flytja þá aftur til ársins 1957 — ársins, sem slysið skeði, — eftir að þeir yrðu failnir í dá. En ég tel, að þeir séu enn of ungir til siikrar tilraunar. En ef til vill verður unnt að dáleiða þá, þegar þeir verða éldri — og fá þannig vitneskju um þetta dular- fulla fyrirbæri.” - i FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR % Danmörk - Búlgaría /fc 14.8.-2.9. 20 daga ferð Verb Y///S/. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson í i Y/////. 14. ágúst: Flogið til Kaupmannahafnar og dyalist þar í 3 daga. 17. ágúst: Flogið til Sofia, en þaðan farið til Sólarstrandarinnar við Svartahaf. Nessebur og dvalist þar í hálfan mánuð. Farið þaðan aftur til Sofia og flogið 30. ágúst til Kaupmannahafnar og dvalist þar í 3 daga. 2. september: Flogið til Keflavíkur Búlgaría er eitt þeirra landa sem ferðamanna- straumurinn á síðastliðum árum hefur aukist til í ríku mæli enda eru baðstrendur þar síst lakari e.n í Rúmeníu og náttúrufegurð mikil. Búlgarar hafa byggt fjöldann allan af nýtízku hótelum; undanfarin ár og verðlag er þar mjög gott. Búlg arar skipuleggja ferðir til nágrannalandanna eins og Rúmenar t.d. til Istanbul með skipi og er verð þar mjög gott'. Sömuleiðis er um fjölda ferða að ræða innanlands á mjög hagkvæmu verði. Engínn vafi er á að Íslendíngar eíga eftir að auka komur sínar til Búlgaríu á næstu árum enda eru viðskipti landanna f örum vexti. Hafið samband við okkur sem fyrst. LAN □ 3fcJ N FERÐASKRIFST OF Skóiavörðustíg 16, II. hsað SIMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK I 4 \ /////////////////^ Þangað til — aö' minnsta kosti — fá Pollock-hjónin að lifa í þeirri sælu trú, að Iitlu tvíbura- systurnar Gillian og Jennifer, séu þær Joanna og Jacqueline endur bornar. Kastljós . . . Framhald úr opnu. skipti við Rússa en Kínverja mat hann vináttu beggja mikils. Eft irmaður hans, Boumediénne, hefur einnig haft góð samskipti við bæði Sovétríkin og Kína, enda mun hann hafa fengið menntun í báðum þessum löndum, en sumir telja hann enn yinveittari Kínverjum. Serkir hafa sent nefnd manna á fund Mao Tse—tung og til kynnt honum að svo virðist sem þátttaka Rús a njóti stuðnings flestra. Reynsla Chous í Afríku ferð hans mun án efa hafa áhrif á stefnu Kínverja, en sú hætta er enn fyrir hendi að Kínverjar bíði álitshnekki í Afríku og Asíu ef þeir breyta afstöðu sinni. Nei, ég átti ekkert sérstakt erindi. Ég ætlaði bara áð bjóða góðan dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.