Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 11
HÉRAÐSMÓT Skarphéðins fór fram á Selfossi dagana 12. og 13. júní sl. Ágætur árangur náðist í nokkrum greinum, m.a- stökk Guðmundur Jónsson, Selfossi, 14.39 m. í þrístökki, sem er hans bezti árangur og bezta afrek hér á landi í sumar. Guðmundur sigr- aði einnig í 100 m. hlaupi á 11.2 $ek., og Sævar Larsen, Selfossi alger nýliði fékk 11.3 sek. Tvær stúlkur, Þuríður Jóns- dóttir og Guðrún Guðbjartsdóttir, báðar frá Selfossi hlupu 100 m. á 13.3 sek. Ragnheiður Pálsdóttir, Hvöt var langbezt í kúluvarpi og kringlukasti, varpaði kúlu 10.48 metra, sem er bezti árangur hér á landi í sumar og kringlunni kast- aði hún 31.16 m. Ragnheiður nálg ast nú mjög íslandsmetið i kúlu- varpi, en það er 11.04 m. - Bezta afrek í kvennagreinum vann Ragnheiður Pálsdóttir fyrir HALLDÓR SIGRAÐI í MÍLUHLAUPI EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær fór fram míluhlaup í leik- hléi leiks ÍBK og Fram. Halldór Guðbjörnsson, KR, sigraði á nýju unglingameti, 4.18.8 mín. Annar varð Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 4.19.5 mín., en keppni hans og Halldórs var jöfn og skemmti- leg. Þriðji varð Halldór Jóhannes Bon, HSÞ, 4.28.4 og fjórði Marinó Eggertsson, UNÞ, 4.39.5. Allir hlaupararnir hlupu á sínum bezta tíma. í gær fór fram keppni í 10 km. hlaupi á MelaveUi. Agnar Levý, KR, hljóp á 32.23.5 mín., sem er hans langbezti tími. Hann átti bezt 33.39,0, en metið á Krist ján Jóhannsson, ÍR, 31.37.6 mín. HALLDOR SIGRAR KRISTLEIF 10.48 m. í kúluvarpi og Guðmund- ur Jónsson fyrir 11,2 sek. í 100 m. hlaupi. Umf. Selfoss sigraði í 6tiga- keppni mótsins, hlaut 88 stig, næst kom Umf. Vaka með 21, Umf. Ölf- u 20, Umf. Hvöt 19, þrjú félög, Samhyggð, Njáll og Hrunamenn hlutu 17 stig hvert félag, Biskupstungnamenn 6, Eyfelling- ar 3 og Dagsbrún 1. Framhald á 15. síðu OOOOOOOOOO<OO<OOO< Sörensen og Madsen atvinnu- menn á næst- unni? MARGIR knattSpyrnii'jyér fræðingar á Norðurlöndum eru nú á þeirri skoðun, að Ólarnir í dönsku knattspyrn unni, Madsen og Sörensen, muni gerast atvinnumenn á næstunni. Ýmsir „veiði- menn” atvinnuliðanna hafa litið þá hýru auga. Sörensen hafði heitið því að gerast ekki atvinnumaður, fyrr en danskt landslið, sem hann væri í, hefði sigrað Svía og nú hefur það gerzt. Fróðlegt verður að fylgjast með þess um leikmönnum í framtíð- inni og vonandi verða þeir báðir í danska landsliðinu, sem leikur við ísland á Laug ardalsvellinum, 5. júlí næst- komandi. >000000000000000 KR með Þórólfi leikur við Sjáland í kvöld ÚRVALSLIÐ Sjálands í knatt- spymu kom hingað til Reykja víkur á mánudagskvöldið í boði KR. Danirnir leika fyrsta leik sinn hér á landi í kvöld og mæta gestgjöfunum, KR-ingum. Eins og skýrt hefur verið ftá leikur Þórólfur Beck með KR- liðinu og ekki er vafi á því, að það styrkir liðið mikið. Hvort það nægir til að KR sigri SBU skal ósagt látið, en búast má við mjög skemmtilegum leik. Þess skal getið, að þetta verður eini leikurinn, sem Þórólfur leikur með KR-ingum á þessu sumri. Hér til hliðar eru liðin, sem leika í kvöld: S.B.U. Mogens Johansen (Köge) Leif Gram Petersen (Næstved) Knud Petersen (Köge) Jörgen Jörgensen (Holbæk) Palle Reimer (Roskilde) Niels Yde (AÐ) Arne Dyremose (AB) Kresten Bjerre (AB) Sören Hansen (Lyngby) Ove Andersen (Köge) Finn Wiberg Larsen (AB) Sigurþór Jakobsson Baldvin Baldvinsson Gunnar Felixson Þórólfur Beck Guðmundur Ilaraldsson Ellert Schram Þorgeir Guðmundsson Sveinn Jónsson Bjarni Felixson Kristinn Jónsson Heimir Guðjónsson K.R. Frá leik Fram og IBK. Kjartan Sigtryggsson, markvörður IBK, gómaa' boltann í einni sóknarlotu Fram. — (Mynd: JV). ,f Beztu frjálsíþrótfa- afrek íslendinga 19 65 Beztu frjálsíþróttaafrek Islendinga 1965, miðað við 20. júní, eru sem hér segir: KARLAR: 100 m. hlaupi: Ólafur Guðmundsson, KR .... 10,9 sek. 200 m. hlaup: Ólafur Guðmundsson, KR .... 22,4 sek. 400 m. hlaup: Ólafur Guðmundsson, KR .... 51,0 sek. 800 m. hlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR .... 1:55,9 mín. 1500 m. hlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR .. 4:01,4 mín. 3000 m. hlaup: Kristleifur Guðbjörnsson, KR 8:44,1 mín. 5000 m. hlaup: Hafsteinn Sveinsson, HSK .... 16:36,2 mín. 110 m. grindahl.: Kjartan Guðjónsson, ÍR .... 15,7 sek. 4x100 m. boðhlaup: Sveit KR ................ 44,7 sek, 1000 m. boðhlaup: Sveit KR.................. 2:06,0 mín. Kúluvarp: GuðmUndur Hermannsson, KR .... 16,40 m. Kringlukast: Ilallgrímur Jónsson, Tý........ 50,40 m. Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR ............... 59,43 m. Sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson, KR....... 50,59 m. Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR ............... 2,10 m, Langstökk: Ólafur Guðmundsson, KR........... 6,81 m. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, KR ...... 3,70 m. Þrístökk: Guðmundur Jónsson, HSK ........... 14,39 m. KONUR: 100 m. hlaup: Halldóra Helgadóttir, KR ...... 13,0 sék. 80 m. grindahlaup: Halldóra Helgadóttir, KR 13,7 sek. 4x100 m. boðhlaup: Sveit Selfoss............ 59,1 sek........ Hástökk: Ragnheiður Pálsdóttir, HSK......... 1,35 m. Langstökk: María Hauksdóttir, ÍR ........... 4,84 m. Kúluvarp: Ragnheiður Pálsdóttir, HSK........ 10,48 m. Krignlukast: Dröfn Guðmundsdóttir, UBK .. 31,72 m. Skjótkast: Birna Ágústsdóttir, UBK ........>. 26.20 m. MEISTARAMÓT íslands í hand- knattleik karla utanhúss fer fram á Hörðuvöllum í Hafnarfirði í sið- ari hluta júiímánaðar. Þátttaka til- kynnist til Fimleikafélags Hafnar fjarðar í pósthólf 144, Hafnar- firði fyrir 1. júlí næstkomandi. — Þátttökugjald er kr. 100.00. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1965 Jfl, fc:Ritsfióri Örn EÍdsson Frá Héraðsmóti Skarphéðins: Guðmundur Jónsson, Self. stðkk 14,39 m. í þrístökki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.