Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 2
©eimsfréttir ssáastliána nótt ★ ALGEIRSBORG: — Kyrrt var í Algeirsborg1 og öðrum borg- «m Alsír í gær, en vopnaðir hermenn á verði við mikilvæga staði af ótta við' ný uppþot. Þoka grúfir yfir fánum Asíu- og Afríku- ríkja í borginni og er það talið táknrænt fyrir óvissu þá, sem enn ríkir um fyrirhugaðau toppfund eftir byltinguna á laugar- daginn. ★ LONDON: — Rússar hafa hafnað beiðni Vietnam-friðar- nefndar brezku samvcldisráðstefnunnar um að' heimsækja Moskvu. Kína og Norður-Vietnam hafa áður lýst því yfir, að nefndin fái ekki að heimsækja Peking eða Hanoi. ★ LONDON: — Formælendur nýju stjórnarinnar í Alsír lýstu fjví yfir í London í gær, að fundur æðstu manna Afríku og Asíu verði haldinn samkvæmt áætlun, jafnvel þótt samveldislönd I Áfríku og Asíu og ef til vill fleiri ríki sendi ekki fulltrúa. ★ SAIGON: — Hermenn Suður-Vietnam-stjórnar felldu rúm tega 150 hermenn kommúnista með aðstoð bandarískra flugvéla í tveimur bardögum í gær. ★ SANTÖ DOMINGO: — Þingræðisstjórn Caamanos ofursta tilkynnti í gær, að hún féllist í aðalatriðum á málamið'lunartillögu Samtaka Ameríkuríkja til lausnar deilunni í Dóminikanska lýð- veldinu. ■k LEOPOLDVILLE: — Konur nokkrav, sem hafa verið flutt- ar frá bænum Nioki í Kongó, staðfestu í gær að þrir evrópskir menn liefðu verið myrtir þegar uppreisnarmenn gerðu árás á bæ- inn í fyrradag. ★ HAAG: — Öllum erfiðleikum hefur verið rutt úr vegi i eambandi við trúlofun Beatrix krónprinsessu og vestur-þýzka dipló- matans Claus von Amsberg. Talið er, að trúlofunin fari fram 28. júní. ★ WASHINGTON: — Johnson forseti heldur ræðu á afmælis- fundi Allsherjarþings SÞ í San Francisco á föstudag. ★ WASHINGTON: — Robert Kennedy öldungadeildarmaður bar I gær fram áætlun í fimm liðum, er á að miða að stöðvun dreifingar kjarnorkuvopna. Hann sagði, að mikilvægasta takmark bandarískrar utanríkisstefnu væri að koma í veg fyrlr dreifingu bjarnorkuvopna. ★ STOKKHÓLMI: — Svo að sem flestir sitji við sjónvarps- tækið og aki ekki bíl daginn er Svíar taka upp hægri handar akstur verður sjónvarpað beint frá knattspyrnukappleik. Þótt tvö ár séu þar til Svíar taka upp hægri handar akstur eru viðræður Itafnar um þetta. Nafnskírteini hent í næstu v Reykjavík. — GO. í BYRJtJN næstu viku hefst af- hending nafnskírteina til allra ís- lendinga 12 ára og eldri, en þeir eru um 140.000 talsins. Ilér í Reykjavík verða skírteinin aflient á vegum skrifstofu Iögreglustjóra í Vonarstræti U og samkvæmt ósk sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur lögreglustjór- inn í Reykjavík einnig tekið' að sér afhendingu til íbúa Seltjarnar neshrepps. Úti á landi sjá sýslu- menn og bæjarfógetar um dreif- ingu skírtcinanna. Á skírteinunum er reitur fyrir mynd, en ekki er þó skylda að hafa hana með. Hins vegar er rétt að benda á, að menn hafa minni not af því, ef það er mvndlaust að þvi er varðar notkun skírteinis ins í sambandi við opinber fyrir- mæli um að tiltekinn aldur sé skil- yrði fyrir viðskiptum, eða fyrir komu eða dvöl á stað, er skírtein- ið því aðeins sönnunargagn um aldur að á því sé mynd af skír- teinishafa, með embættisstimpli lögreglustjóra. Þetta þýðir. að börn og ungmenni geta ekki not- að nafnskírteinið til að sanna ald- ur sinn þegar löggæzlumenn, dyra verðir, afgreiðslumenn o. fl. krefj- ast þess, nema á því sé mynd. Er af þessum sökum öllum á aldrin- um 12—25 ára eindregið ráðlagt að láta setja mynd á skírteini sitt, helzt um leið og þeir fá það af hent. Myndin skal vera 35x45 mm að stærð, vera á endingargóðum Framhald á 15. síðu Kyrrt í Algeirsborg, en enn mikil spenna Algeirsborg, 23. júní <ÍÍTB - Reuter) KYRRT var í Algeirsborg og öðr- tim stærri bæjum í Alsír í dag. En í höfuðborginni voru velvopn- nðir hermenn á verði við mikil- væga staði tii að koma í veg fyrir - fcugsanlegar mótmælaaðgerðir og ' tnikii spenna ríkti enn í höfuð borginni í kvöld. Fánar Afríku- Og Asiúríkja á strandgötunni voru * dag huldir þoku og er það tákn- rænt fyrir óvissu þá, sem enn rík- ir um hinn fyrirhugaða toppfund eftir byltinguna á laugardaginn. Síðan Boumedienne tók við völdum eftir byltinguna liafa stúdentar efnt til nokkurra mót- mælaaðgerða og krafizt þess að Ben Bella forseti taki aftun við VÖldum. Nýju valdhafarnir segja <5abyrg öfl hafa staðið fyrir upp- jþotunum og sakar erlend blöð um að flytja rangar fréttir af ástand- . inu tíl að spilla fyrir toppfundi Ásíu- og Afríkuríkja. Aðeins fimm menn hafi verið handteknir og engu blóði úthellt í byltingunum. í Kairó varð lögregla að láta til skarar skríða gegn stúdentum, sem efndu til mótmælaaðgerða gegn nýju stjórninni í Alsín. Um 20 stúdentar voru handteknir í átökunum. Formælendur stjórnarinnar í A1 geirsborg segja, að 1.318 pólitísk- um föngum og öðrum föngum hafi ver-ið sleppt úr haldi eftir bylt- inguna. Ekki er vitað hvernig stjórn Boumedienne er skipuð, en ráðherrar úr stjórn Bella fá senni lega sæti í henni. Abdel Aziz Bouteflika utanríkis Framhald á 15. síðu Þannig líta liin nýju nafnskírteini út. Rússar neita við- ræðum um Vietnam stöðinni- Þrír stjórnarhermenn féllu og 12 særðust. Liðsauki 1.000 bandarískra fall hlífarliða verður bráðlega sendur til pien Hoa—istöðv-urinnar, og Moskvu, að því er áreiðanlegar Þar verða þv: alls um 4.500 banda rískir og ástralskir hermenn til varnar. Ný—Sjálendingar koma LONDON OG SAIGON, 23. júní (NTB—Reuter.) Rússar hafa hafnað beiðni Viet itam—friðarnefnd brezku samveld isráðstefnunnar um að heimsækja heimildir I London herma. Kína og Norður—Víetnam hafa áður lýst því yfir, að nefndin fái ekki að heimsækja Peking eða Hanoi, en Sovétríkin hafa orð ið fyrstir til að taka opinbera afstöðu. Rússar segja, að Vietnam málið varði fyrst og fremst Norður Víetnám, Vietcong og Bandarík in. í Suður—Vietnam hafa stjórnar hermenn fellt rúmlega 150 her menn kommúnista í tveimur bar dögum í dag með aðstoð banda rískra flugvéla. Barizt var á svæð i einu 120 km- norðvesHir af Sai gon og skammt frá Dan Nang her Vi9ja um stöðva togara sök- löndunaröngþveitis Reykjavík GO. Enn ríkir sama öngþveitið í löndunarmálum togaranna í Reykjavík og Hafnarfirði. Togurun um er haldið úti til veiða fyrir frystihúsin í 16—20 daga, en yfir leitt tekur ekki skemmri tíma að landa aflanum en 4—5 daga sakir skorts á vinnuafli. Til tals liefur komið meðal togarasjó manna, að fara þess á leit við út gerðarmenn að þeir leggi skipun um rríeðan þetta ástand varir þar sem tekjur togarasjómanna eru mjög rýrar, þegar skipin geta ekki haft eðlilega útivist- Samkvæmt upplýsingum starfs manns Sjómannafélags Reykjavík ur, hefur félagið ekki hvatt til neinna aðgerða í þessa átt- Nú eru skipin á veiðum fyrir innlendan markað og hráefnisöflun þeirra fyrir frystihúsin nauðsynleg til að tryggja fólkinu, sem við þau vinnur, atvinnu. Hins vegar taldi starfsmaður félagsins, þetta sjón armið sjómanna skiljanlegt, þar sem fiskverð er íágt hér heima og frátafirnar dýrar. næsta mánuði. Framhald á 15. síðu Húsgagnaverzlun Austurbæjar vann Reykjavik. — ÓTJ. SIGURVEGARI í tuttugustu og fimmtu firmakeppni Golfklúbbg Reykjavíkur varð Húsjagnaverzl- un Austurbæjar, en kylfingur henn ar var Páll Ásgeir Tryggvason. Vann hann í 83 höggum. Niimer tvo voru Mjólkursamsalan og Glóbus h.f. með 84 hvort, en kylf. ingar voru Jón Þ. Ólafsson og Ólafur Hafberg. Á fundi með fréttamönnum og öðrum gestum, afhenti formaður Golfklúbbsins, Þorvaldur Ásgeirs- son, sigurvegurunum verðlaunin um leið og hann þakkaði fyrirtækj ’unum góðan stuðning. Pirmakeppn in gerði klúbbnum kleift að hefj- ast handa við hyggingarfram- kvæmdir og kvað Þorvaldur alla golfunnendur þakkláta fyrir það. Mörg fyrirtæki — þar á meðal Alþýðublaðið — hafa stutt Golf- klúbbinn í 10 ár, og var viðstödd- um fulltrúum afhent þakkarskjal. 2 24. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.