Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 3
g® ?' Élltf ARAR I MOKFISKI Reykjavík — GO SÍÐASTLIÐINN hálfan mánuð hafa togarar Útgerðarfélags Akur- Lausn í Ðomingol SANTO DOMINGO, 23. júní (NTB—AFP). Þingræðíisstjórn Camnoos of ursta í Dóminikanska lýðveídinu tilkynnti í dag, að hún féllist í að alatriðum á málamiðluniartillögu Samtaka Ameríkuríkja (OAS) til lausnar deilunnar í lýðveldinu. Caamnos fellst át iað mynduð verði bráðabirgðas'jórn, að þingkosning ar fari fram og ný stjórnarskrá verði samin- Jafnframt bar stjórnin fram gagntiilögu, sem er í aðalatrið um á þá íeið, að OAS og deiluað ilum í Santo Domingo beri ekki að semja um mál, er varða þjóðlegt sjálfs'æ'ði- Um þessi máf skuli deiluaðilar og bráðabirgðastjórn fjalla um. Fullveldismál ka;1ar Caamano vandamál í sambandi við Framhald á 15. síðu eyringa fengið mokafla af þorski á miðunum Norðanlands. Aflinn hefur að vísu ekki verið samfelld- ur, en dag og dag á tímabilinu. í fyrradag fékk t. d. Kaldbakur 70 tonn af þorski á einum sólarhring, en slík veiði er nú orðin sjald- gæf. Skipin, sem gerð eru út frá Reykjavík eru öll á karfaveiðum fyrir frystihúsin og hafa því ekki lagt sig eftir þorskaflanum fyrir norðan,r enda er þar mestmegnis um millistærð af þorski að ræða. Ekki eru nú nema tveir togarar á fjarlægum miðum. Karlsefni, sem veiðir í salt við Y—Grænland og Haukur, sem nýlega hóf veið- ar við A-Grænland. Karlsefm er nú búið að vera 7 vikur úti og sigl- ir til Esbjerg með aflann, að veiði ferð lokinni. Löndunarheimild íslenzku tog- aranna í Bretlandi er svo tak- mörkuð, að þ. 10. júní var kvót inn fyrir þann mónuð búinn og þurfti því togarinn Þorkell máni, sem landaði þann dag í Grimsby að sigla heim aftur með 90 tonn af þorski, sem annars hefði selst fyr- ir gott verð. Þjóðverjar kaupa engan íslenzkan togarafisk yfir sumarmánuðina. Vdnduð Laxá í bók um Aðaldal Reykjavík, 23. júní ÓJ. í dag kom út hjá bókaútgáfu Mfnningarsjóðs stór og vegleg bók um Laxá í Aðaldal eftir Jak ob V. Hafstein. Forráðamenn út gáfunnar sýndu fréttamönnum bók ina í gær, en hún er prýdd mikl um myndakosti, svarthvítum og í lit, teikningum, Ijórmyndum og málverkum. Er bókin unnin að öllu leyti hér á landi. Helgi Sæmundsson formaður Mennta málaráðg taldi að bókin bæri því vitni að íslenzk bókiðja jafn aðist nú fyllilega á við það sem annars staðar gerist og sagði að höfundurinn fjallaði í bókinni um allar ny'jar Laxár, laxveiði, varp selveiði og fuglalíf, en einnig væri liún hugsuð sem landkynningarrit eins og myndirnar sýndu, Hefði forlagið ekkert sparað til þess að: gera bókina sem bezt úr garði. Auk myndanna eru í bókinni ná kvæm kort af Laxá, og sagði Jak ob Hafstein að með hjálp þeirra og landslagsmyndanna æ*tu veiði menn að geta ratað beint ó hvern tiltekinn veiðis'að í ánni, sem bókin lýsir öllum^ — en eins og menn vit.a er Laxá einhver me 'a laxá landsinS' Stuttur efnisúrdrátt ur fylgir bókinni á norsku, ensku og þýzku. Framh. á 14. síðu. Presta- stefnan PRESTASTEFNA ÍSLANDS var sett í gærmorgun með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Páll Þorleifsson, prestur á Skinnastað, prédikaði. KI. 2 e. h. var prestastefnan síðan sett af biskupi og lagðar fram skýrslur. Kl. 4 var lagt fram álit nefndar, sem íhugað hefur tilhögun feriningarinnar. Presta- stefnan heldur áfram í dag. — (Mynd: JV). -rii Kynntu sér alúminíumverk- smiðjur í Noregi og Sviss ÞINGMANNANEFND sú, sem vinnur að athugun og undirbún- ingi samningagerðar við Swiss Al- uminíum Ltd. um byggingu og rekstur aluminíumverksmiðju, sem keypti raforku frá væntan- legri Búrfellsvirkjun, hefut að undanförnu verið á ferðalagi í Noregi og Sviss og kynnt sér starf semi aluminíumverksmiðja þar. Flestir nefndarmanna komu heim í gær. Nefndin hafði fyrst viðdvöl í Þrándheimi og skoðaði þar líkan af væntanlegri Búrfellsvirkjun og þær athuganir, sem þar eru nú framkvæmdar hjá Rannsóknar- stofnun norska tækniháskólans, fyrir vatnsvirki (Vassdrags- og havnelaboratoriet), í sambandi við ísmyndun og aurburð í Þjórsá við Búrfell. Þá skoðaði nefndin aluminíum bræðslu, sem nú er í byggingu í Husnes, nálægt Bergen, en um þá verksiniðju er Swiss Aluminíum Ltd. í samvinnu við Norðmenn. Síðan var haldið til Ziirich, þar sem aðalstöðvar Swiss Aluminíum Ltd. eru. Þar hittu nefndarmenn iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Haf stein, en hann og kona hans höfðu verið erlendis á sumarferðalag-i Framhald á 14- síðu. DRUKKNAÐI SVÍNAVATNI I JAKOB IIAFSTEIN Varnarliðsmaður drukknaði í Svínavatni í gærmorgun, þegar hann var þar á silungsveiðum. Maðurinn hafði farið út á vatn ið á báti ásamt þrem öðrum mönn um, en bátnum hvolfdi undir þeim nokkurn spöl frá landi. Reyndu þeir að synda til lands og tókst það öllum nema einum. Nafn mann ins verður ekki látið uppi fyrr en ættingum hans í Banda ríkjunum hefur verið tilkynnt um slysið. (F.rétt frá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna.) SÍLDARVERKSMIÐJA Á ÞORLÁKSHÖFN Reykjavík. — GO. UM síðustu mánaðarmót var byrj- að á smíði síldarverksmiðju í Þor- lákshöfn. Verksmiðjan er reist af Meitli h.f., sem er samvinnufélag undir stjórn Benedikts Thoraren- sens. Ætlunin er að síldarverk- smiðjan geti afkastað um 2000 málum á sólarhring og reynt verð- ur að hraða framkvæmdum eftir mætti. Jafnvel er vonast til að smíðinni verði lokið fyrir næstu vetrarsíldveiðivertíð hér sunnan- lands. Ekki mun ætlunin að byggja á síldarflutningum að austan og norðan til hinnar nýju verksmiðju, heldur að treysta á Suðurlands- síldina. Eins og er er þó nokkur síldveiði við SV-landið og þegar vel veiðist á þeim slóðum kæmi verksmiðja í Þorlákshöfn sér ákaf- lega vel. Beatríx fær að trúlofast NTB Reuter) ÖLLUM erfiðleikum var í dag rutt úr vegi í sambandi við trúlofun Beatrix krón- prinsessu og vestur-þýzka diplómatans Claus von Ams berg. Joseph Cal«- Forsæt isráðherra Hollands, til- kynnti eftir lokafund for- manna þingflokkanna um málið, að Júlíana drottning mundi sjálf gefa út tilkynn- ingu um trúlofun prinsess- unnar. Almennt er talið, að trú- lofunin fari fram 28. júni. Stjórnin mun fara þess á leit við þingið að fallizt verði á trúlofunina, en það er nauð- synlegt svo að prinsessan glati ekki ríkiserfðum. Þing menn fara bráðlega í sumar- frí og taka ekki afstöðu til málsins fyrr en í liaust. - Formaður þingflokks Verka mannaflokksins, G. M. Ned- erhorst, staðfesti að flokkur hans mundi fallast á ráða- haginn. Hann sagði, að allir þingmenn flokksins teldu málið erfitt viðureignar og að á því væru margar hliðar. Hins vegar stæði þetta ekki í sambandi við apdúð í garð Þjó>ðverja. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júní 1965 3 l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.