Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 9
FALL BEN BELLA MEÐ falli Ben Bella er þróunin í Alsír komin á nýtt stig- Síðan haustið 1962 hefur hann haft nær algert einræðisvald, og gömlum vinum hans og samherjum frá dögum frelsisbaráttunnar gegn Frökkum hefur verið rutt úr vegi hverjum á fætur öðrum. Nú er röð.in komin að honum sjálf- um, og sá maður hefur nú steypt honum af stóli, sem hann fékk til fylgis við sig þegar óvíst var, hver fara mundi með sigur af hólmi í valdabaráttu þeirri, sem hófst þegar Alsír hlaut sjálf- stæði. Alsír hlaut sjálfstæði í júlí 1962 en traust stjórn komst ekki á lagg irnar fyrr en þremur mánuðum síðar. Hinum ýmsu valdaklíkum •tókst ekki að ná samkomulagi, og útlagastjórnin hlaut ekki viður- kenningu sem stjóm landsins. — Ben Khedda, þáverandi forsætis- ráðherra reyndi að treys'a sig í sessi með því að víkja yfirmanni útlagahersins, sem hafði verið staðsettur í Túnis og Marokkó, Boumedienne ofursta. En hann virti ákvörðunina að vettugi og snerist í þe&s stað á sveif með Ben Bellq, sem sleppt hafði verið úr frönsku fangelsi, þar sem hann hafði selið inni um fimm ára skeið- Bandaiagi Ben Bella og Bou- mediennes tókst að brjótazt til valda, þótt skæruliðar heima fyrir neituðu að leggja niður völdin, sem þeir höfðu tek- ið í s:nar hendur- Skæruliðum tókst ekki að veita 40.000 vel- þjálfuðum og velvopnuðum her mönnum Boumediennes við- nám. Útlagaher hans varð brátt kjarninn í herafla Alsír- Ben Bella lagði þannig grundvöllinn að völdum sínum. ★ Miklar vinsældir. Ben Bella naut góðs af þeim miklu vinsældum, sem hann naut. Fjöldinn dýrkaði hann sem þjóð- hetju. Fangavistin hafði gert hann að píslarvo*ti og auk þess hafði hún það í för með sér, að hann stóð utan við hið frekar hversdagslega starf, sem þeir þjóðernissinnaleiðtogar urðu að inna af hendi, sem ekki voru í fangelsi. Þes'ir menn urðu meðal annars að standa í hinum erfiðu samningaviðræðum við Frakka, 'og nöfn þeirra voru sett í sam- band við þau skilyrðí, sem Alsír varð að fallast á til þess að hljóta fullveldi. um að tjaldabaki. Það hefur allt- af veriö' ljóst, að hann hefur ver ið æði valdamikill í æð.tu for- ystunni. í maíbyrjun var hann í hálfsmánaðarheimsókn í Sovét- rikjunum og hann var í hópi heið ursgesta í hátíðahöldunum 1- maí. AHMED BEN BELLA — vinsældir komu ekki að^ gagni. ★ Útlagaherinn. Lítið er um Boumedienne vitað. Hann er fertugur að aldri sonur fátæks bónda í Guelma, sem er 60 km sunnan við hafnarbæinn Bone. Hann er vel menntaður og hefur stundað nám við Zitouna-háskól ann í Túnis og E1 Azhar háskólann í Kairo- Vitað er að Boumedienne er eldheitur Múhameðstrúarmað- ur. Að lokinni skólagöngu mun hann hafa fengizt við kennsiu- störf um nokkurra ára skeið í Al- sír- Þetta var á árunum fyrir liina miklu uppreisn gegn Frökkum 1954, og eftir það helgaði hann uppreisninni alla krafta sína. Að nokkrum árum liðnum varð hann yfirmaður allra hersveita uppreisnarmanna í .Vestur-Alsír Eftir 1958 vann hann að skipu lagningu útlagahersins í Marokkó og Túnis, og á síðustu árum AI- sírstyrjaldarinnar kom hann upp öflugum her. En her þessum tókst ekki að taka virkan þátt í stríð- inu vegna öflugs eftirlits Frakka á landamærunum. Útlagaher hans fékk flest þau vopn, sem útlaga stjórninni tókst að kaupa í Austur Evrópu og Miðausturlöndum- Eft- ir frelsistökuna var útlagaherinn eina trausta afiið í stjórnmálum Alsír, þar sem skæruliðar voru dreifðir, samvinna þeirra á milli lítil og rígur mikill. Þegar horfur á þátttöku hersins :■ stríðinu í Alsír minnkuðu, stefndi Boumedienne að því að koma á fót fastaher at- vinnuhermanna, sem að gagni gæti komið eftir frelsistökuna. ★ Róííækur trúmaður. Talsvert er vitað um þjóðféiags skoðanir Boumediennes. Hann hefur verið fylgjandi rótiækri bændabyitingu, og þótt hann sé mikill t'rúmaður hafa skoðanir hans mótazt af marxisma. Hann vill, að valdi verði miskunnar- laust beitt til þess að hinum póli- tísku og efnahagslegu markmið um verði náð- Erfitt er að segja um, að hve miklu leyti skoðanir hans og Ben Beila séu ólíkar. Ef áhrif bylting arinnar verða þau, að við tekur harðsnúnari og grimmilegri stjórn, á það fljótlega eftir að koma í ijós. Einnig á eftir að koma í ijós, hvort valdataka Bou- mediennes stendur í sambandi við andstöðu þá gegn stjórninni, sem meira hefur verið vitað um og fyrrv. félagar Ben Bella úr fangavis*inni í Frakklandi hafa staðið fyrir. í apríl sl. var Berbaleiðtoginn Hocine Ait Ahmed dæmdur til dauða, en seinna var hann náð aður .... Tveir fyrrverandi leið- togar Þjóðfrel-ishreyfingarinnar, FLN, þeir Mohammed Khider og Mohammed Boudiaf, voru dæmd- ir til dauða að þeim fjars*öddum- Allir þessir menn sátu með Ben Bella í fangavist Frakka á sínum t:ma. Ef þremenningarnir fá upp- reisn æru verður þar um mikil- vægan atburð að ræða, en umrfam allt mundi það sýna fram á, að Boumedienne væri traustur í sessi. ★ Bágbovið ástand. Sennilega verður allt á huldu um það, sem býr á bak við bylt- inguna í Alsír um sinn. Ben Bella 1 Frh. á 10. síðu. Ben Bella gat fært sér þes: staðreyndir í nyt, og í valdab, áttunnj var mönnum ein~ og E Khedda og Belkacem Krim he fundið það til foráttu, að þ báru ábyrgðina á Evian-sai ingunum- En sigursæl innreið Ben Be inn í Algeirsborg og valdata hans hefði verið óhugsandi stuðnings Boumediennes og h mánna hans. Það var eðlileg leiðing þessarar samvinnu, Boumedienne var skipaður lai varnaráðherra, og í fréttum Alsír var oft sagt, að ofursti hefði nær öll völd :• sínum hönd- Ben Bella og Boumedienne í liðskönnun. Gleraugnabúðin Laugavegi 46. — Sími 11945. Hefi opnað nýja gler- augnaverzlun undir nafninu Glerðugnðbúðin Glæsilegt úrval af kven- manns-, karlmanns- o g barnagleraugum, sólgler- augum og fleiru. Gerð verða gleraugu sam kvæmt læknisráði. Viðgerðir á eldri gleraugum. Fyrsta flokks þjónusta. N ý k o m i 3 ENSK 06 TÉKKNESK Gólffeppi Teppadreglar * fViargar gerðir. Sérstaklega faifegir iitir. T eppamoftur T eppafílt fViargar ger'ðir. Geysir h.f. VESTURGÖTU 1. Áskriftðsíminn er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júní 1965 $ ■!.. 7TTr T—.— . ■ 1 1 ■; '■ . ■- I " -.-1 -■« rt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.