Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- , trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. j Aösetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. *- Prentsmiðja Alþýðu- | blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Sparnaður og lífeyrir NORSKA STÓRÞINGIÐ fjallar þessa daga um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og telja jafnaðar- menn, sem málið flytja, það vera mestu félagslegu umbótalöggjöf í sögu Noregs. Ætlunin er, að hið nýja ikerfi taki til starfa 1. janúar 1967. Byggist það á jöfnum ellilaunum til allra, en viðbótarellilaunum, .sem verða mismunandi eftir tekjum manna á beztu .starfsárum þeirra, þó að vissu hámarki. Þannig á að tryggja gamla fólkinu jafnrétti og veita því sem líkust lífskjör í ellinni og það hafði á beztu árum sínum. Um mál þetta var í aðalatriðum ekki deilt í norska þinginu. Hins vegar reyndust vera skiptar skoðanir um þá sjóði, sem hið nýja tryggingakerfi myndar, og notkun þeirra. Var það sama saga og í ■Svíþjóð, þar sem hægri flokkarnir reyndust hafa allt aðrar skoðanir en jafnaðarmenn á því, hve mikil sjóðsmyndun trygginganna mætti vera og til hvers mætti lána sjóðina. Slíkt kerfi fyrir heila þjóð safnar á fáum árum milljarðasjóðum. í Noregi segja jafnaðarmenn, að þessa sjóði eigi að nota til að tryggja viðgang efna- hagslífsins í heild og bæta afkomu þjóðarinnar. Benda þeir fyrst á húsnæðismál og síðan á ráðstaf- anir til að tryggja skynsamlega byggð landsins. Eigi að beina fénu til ákveðinna verkefna, en láta það renna um ríkisbankana. Um leið og heil þjóð kemur á fót slíku trygg- ingakerfi sjálfri sér til tryggingar, er að sjálfsögðu <um að ræða almennan sparnað, og sjóðirnir eru spari- fé fólksins sjálfs. Það hefur tekið á sig nýjar greiðsl- ur til að koma tryggingunum á fót. Því ber að nota sjóðina fólkinu til góðs. Um leið og hið nýja kerfi kemur til framkvæmda í Noregi, hækka ellilaunin um allt landið, en þau hafa allir fengið sjötugir og eldri. Verður launaupp- hæð hjóna 8.100 norskar krónur, en er í dag 6.300. Var það algert skilyrði jafnaðarmanna, að þessi hækk un yrði gerð um leið og nýja kerfið kemur til fram- kvæmda. Við þessa tryggingu bætist með tímanum viðbótartryggingin, sem verður mismunandi eftir því, hvað menn hafa til hennar lagt á beztu árum sínum. Þó verður þar nokkur jöfnun, svo að lág- launafólk fær á elliárum hærri prósentu af fyrra kaupi sínu en hálaunafólk. íslendingar eru enn stytzt komnir hinna nor- rænu þjóða í þessu máli, en ríkisstjórnin hefur látið fram fara á því ítarlega athugun. Er vert að kanna ekki aðeins félagslega hlið sjálfs ellilífeyrisins, held- ur og hvaða áhrif stóraukinn sparnaður og möguleik- ar til útlána gætu haft, til dæmis á sviði húsnæðis- mála. Sú hlið líftrygginga hefur jafnan haft mikil áhrif á áhuga íslendinga á lífeyrissjóðsmálum. 4 25. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ný bók eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson Verð ób. kr. 230 — ib. kr. 280 — (+ söluskattur) HEIMSKRINGLA hannes ©© á horninu AF TILEFNI UMMÆLA í pistíi j mínum í gær í bréfi frá G, um tryggingamál skal það' tekið fram: | í v'aisahandbókinni eru allar helztu upplýsingar um tryggingakerfið að finna. Allar upplýsingar er og hægt að fá lijá umboðsmönnum Tryggingastofnunarinnar um íög og meginreglurnar. Þó að þessir umboðsmenn séu trúnaðarmenn stofnunarinnar og umboðsmenn hennar, eiga þeir vitanlega að veita allar upplýsingar og aðstoð isem þeir ge!a í té látið til þeirra, sem þurfa að leita hjálpar- TRYGG-INGAKERFIÐ hefur undanfarna áratugi verið í sköpun og br-eytingar hafa verið svo 'örar á lögunum og þó fyrst og fremst á upphæðum til hinna tryggðu til dæmis vegna verðbólgunnar, að varla hefur verið þornuð prent svertan á reglunúm þegar þeim hefur verið breytt. Þetta hefur meðal annars orðið til þess, að erfitt hefur verið að gefa út bækl inga eða rjt með nákvæmum upp lýsingum. , ÞÁ ER ÞESS AÐ geta, að það mun reyna^t næstum ókleift að gefa tæmandi upplýsingar um reglur sem farið er eftir og þá einna helzt í sambandj við slysa tryggingarnar vegna þess, að mat þeirra fer svo mjög eftir eðli síysa, aðstæðum og a*burðum. Allt slíkt verður að metast af sérfróð um mönnum í hverju tilfelli. Hins vegar er vitanlega farið eftir lög um og meginreglum- EF MAÐUR VERÐUR fyrir slysi og veikindum af völdum þess, verð ur umboðsmaður trygginganna ut an Reykjavíkuj- að veita viðkom andi allar upplýsingar, sem þörf er á, og síðan að gefa skýrslu um slysið og byggja á umsögn lækn is eða lækna, en senda síðan Tryggingastofnuninni. Það skal að lokum tekið fram, að rætt hefur verið um útgáfu upplýsingarita. Nú er í þann veginn að hefjast úl gáfa á sérstöku tímariti Trygg ingastofnunarinnar um félagsleg málefni og í því verður allt birt sem snertir tryggingarnar, rétt indi og skyldur hinna tryggðu og lög og reglur, sem trygginarnar lúta. i ÉG IIEF HLUSTAÐ af mikilli á nægjú á leikrit Gunnars M. Magn úss um Bólu Hjálmar- Þetta er vel gert útvarpsleikrit og bæði höfundi og leikstjórn, einnig leik endum til mikils sóma. Þet+a er tv-'mælalaust bezta ritverk skálds ins. Það er hnitmiðað, skýtur ekki Upplýsingar um tryggingamál. ★ Mjög örar breytingar. ★ Umboðsmennirnir og Tryggingastofnunin. ★ Leikrit Gunnars M. Magnúss um Bólu-Hjálmar. yfir markið, er nærfærið og raun sætt og hvert atvik og tilsvar trúverðugt. Það er vandi að semja svona verk, en Gunnari hefur tek izt það og er þetta miklu betra leikrit heldur en fyrra útvarps leikrit hans, í múrnum. i ÉG VIL FYRST og fremst þakka Gunnari M- Magnúss fyrir leikrit ið. Mér datt í hug að upp úr þessu leikriti væri hægt að semja ágætt leikhúsverk. Ég hygg, að á þann hátt væri hægt að skapa leikrit fyrir leiksýningar, sem lengi mundu lifa, verða klassiskt og ó gleymanlegt. Hannes á horninu. Kðupum hreinar tuskur PRENISMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.