Alþýðublaðið - 26.06.1965, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 26. júní 1965 - 45. árg. - 140. tbl. - VERÐ 5 KR. 23. JÚBl tm t evn^iEY ÖTGÁFODAGUR * FffiST DAY OF ISSUE SrSMPEC !H SUITSET 84 farasí í flugslysi E1 Toro, Kaliforníu, 2ö. júní (NTB-Reuter). 84 BANDARÍKJAMENN týndu lífi þegrar flutningaþota af gerffinni C-135 hrapaffi til jarffar í grennd viff E1 Toro í Kaliforníu i dag. AUir, sem í vélinni voru, fórust, en þaff voru 72 landgönguliðar auk 12 manna áhafnar. Þotan var á leið til Okinawa um Honolulu. Formælandi nokkur kvaðst telja, að hermennirnir hefðu átt að fara til Vietnam. Þotan tilheyrði flutningadeild heraflans (MATS). Flugstöðin í Travis í Kaliforníu tilkynnti, að þotunnar væri saknað, og flakið fannst sjö kílómetrum frá Ei Toro. Þotan lagði af stað frá EI Toro kl. 9,45 að íslenzkum tíma, og skömmu síðar misstu menn sam- band við hana. Rigning var og skýj að, þegar slysið var. C-135 er sams konar þota og Boeing 707. Stimpillinn hefur ekkert söfnunargildi Reykjavík. — OO. FYRSTA DAGS umslögin, sem stimpluff voru í Surtsey sl. mið vikudag, hafa ekkert gildi fyrir frímerkjasafnara og eiga ekk- ert erindi í frímerkjasöfn, sagffi Guido Bernhöft, einn mesti ítímerkjasafnai'i lands- ins í vifftali viff hlaffið í gær. Þaff eru aðeins pósthús, sem leyfi hafa til að stimpla frí. merkt umslög og þótt einhver setji síðan á þau gúmmístimpil getur þaff aldrei aukið verðgildi þeirra fyrir safnara. Það var framtakssamur Vest- mannaeyingur, Páll Helgason, sem fór með 4500 umslög út í Surtsey á útgáfudegi nýju Surtseyjarmerkjanna og setti þar á þau gúmmístimpil, og þar með voru þau stimpluð í Surts- ey! Á þetta að auka verðgildi þeirra að mun. Á hverju um- slagi eru þrjú frímerki að sam anlögðu verðgildi kr. 7.00, en síðan voru þau seld á kr. 50,00, og runnu út eins og heitar lummur og seldust upp á fyrsta degi og hafa kaupendur sjálf- sagt haldið að þarna væru þeir Framhald á 15. síðu Flutninga- og veröjöfn- unarsjóður fyrir síld Reykjavík. GEFIN voru út í gær ^ráðabirgðalög, sem fjalla um verffjöfnun milll ■síldar í bræðslu cg síldar í salt. Lögin heimila rikisstjórninni að ákveffa gjald af hverja máli bræffslusíldar og að greiffa uppbót á hverja uppsaltaða síldartunnu til aff hækka fersksíldarverff til sölt- unar. Ennfremur heimila lögin að greiddur verði flutningastyrkur þeim skipum, sem flytja síldarafla að austan norffur, og aff 4 milljón- um króna skuli varið til að gera út sérstakt fluiningaskip, er flytji kælda síld til söltunar effa frystingar til hafna vestan Tjörness og við Steingrímsfjörff. Bráffabirgðalögin fara hér á eftir: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráðherra hefur tjáð mér, að verðþróun á síld til söltunar og bræðslu, hafi orðið sú undanfarið að hætt sé við að örð- ugt r-eynist að fá síld til söltunar á komandi sumri að óbreyttum að- stæðum. Geti þetta ástand dregið verulega úr síldarsöltun og þann- ig haft alvarleg áhrif á aðstöðu jslands á erlendum mörkuðum íyrir saltsild og stórspillt afkomu möguleikum þeirra, sem atvinnu | hafa af síldarsöltun. Því beri brýna nauðsyn til að komið verði á verðjöfnun milli síldar í bræðslu og síldar í salt. Þá sé enn fremur nauðsynlegt að draga úr bið flskiskipa í Aust- fjarðahöfnum og greiða jafnframt fyrir siglingum síldveiðiskipa með eigin afla til hafna norðanlands. Loks hafi atvinnurekendur á undanförnum árum átt örðugt upp dráttar í ýmsum kaupstöðum og kauptúnum norðanlands, vegna aflaleysis og af öðrum ástæðum. Til þess að bæta úr þessu ástandi ,er ráðgert- að hefja s£rstakar að ■gerðir, sem hafi í för með sér nokkum kostnað. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Rikisstjórninni er heimilt að á- kveða að af allri bræðslusíld, sem veiðist frá og með 15. júní til 31. desember 1965 á svæðinu frá Rit norður og austur að Stokksnesi við Hornafjörð, greiðist sérstakt gjald, kr. 15.00 á hvert landað mál bræðslusíldar, hvar sem henni er landað. Af hausum og slógi frá síldarsöltunarstöðvum greiðist hálft gjald. Sildarverksmiðjur þær, sem veita sildinni móttöku, inna gjaldið af hendi til sjóðs- stjórnar samkvæmt 4. gr. 2. gr. Fé því, sem innheimtist sam- Framhald á 14. síffn. Kvöldsalan hefst á mánudag Reykjavík — GO Á MÁNDDAG hefst hin fyrir- hugaffa kvöldþjónusta verzlana í Reykjavík, á því aff 20 mat- vörubúðir í liinum ýmsu hverf- um borgarinnar verffa opnar til klukkan 9 þaff kvöld og fram eftir vikunni til föstudags kvölds. Eitt hundrað og tuttugu verzlunum hefur verið skipt I sex hópa ,sem munu skiptast á um aff veita þessa þjónustu, cina viku í senn. Tegund verzlunar og stærð liafa ráðið mestu um niðurröð- un búðanna, en í öllum borgar hverfum verða opnar búðir með helztu nauðsynjavörur. — Nöfn þeirra búða sem opnar eru hverju sinni, verða tilkynnt í dagbókum dagblaðanna og auglýst er í öllum kvöldþjón- ustubúðum hvar opið er hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar L. Sveinssonar skrif stofustjóra Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, var samið við VR í marz sl. um kvöldvinnu starfsfólksins. Þeir sem verða á vakt hverju sinni, koma ekki Framhald á 15. siðu Frá HAB Ðregiff hefur veriff í liapp drætti Alþýffublaffsins. Fyrri drátíur 1965. Vinningar komu á eftirtal in númer. 1662 Flugferff fyrir 2 Reykjavík— New York — Reyhja vík. 18742 Hálfsmánaffarferð fyrir tvo meff skipi til megin lands Evrópu. Vinnjnganna skal vitjaff á skrifs'ofu Hapodrættisins Hverfisgötu 4, sími 22710. Skrifstofan er opin aV.’a virka daga kl. 9—5, nema laugardaga kl- 9—12. HAPPDRÆTTI ALÞÝÐUBLAÐSINS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.