Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 7
KJÖTSKORTURINN MIKIÐ hefur nú verið um það rætt, að skortur er á kindakjöti hér í Reykjavík. Þykir mönnum það að vonum undarlegt, að ekki skuli vera nægi- legt kjöt á márkaðnum hér í höfuðstaðnum, þeg- ar það er samtímis á- hyggjuefni manna, hversu háar útflutningsbætur þurfi að greiða með því kjöti, sem flutt er úr landi. Fyrsta spurningin, sem vaknar í þessu sam- bandi, er sú, hvort kjöt- skorturinn eigi ef til vill rót sína að rekja til þess að óeðlilega mikið af kjöti hafi verið flutt út. Því virðist þó ekki vera til að dreifa. Slátrun í fyn-a nam 9.336 tonnum sn hafði árið áður numið 9.648 tonnum. Slátrunin í fyrrá var þannig um 300 tonnum minni en 1963. Salan til síðustu mánaða- móta nam 5.446 tonnum, en hafði til sama tíma ár- ið áður numið 4.934 tonn- um. Salan er því um 500 tonnum meiri í ár en í fyi’ra. Útflutningur til síð- ustu mánaðamóta nam 1975 tonnum, en hafði ár ið áður til sama tíma num- ið 2.651 tonni. Útflutning- urinn er þvi nú tæplega 700 tonnum minni en í fyrra. Kjötbirgðir um síð ustu mánaðamót voru 1914 tonn, en höfðu á sama tíma árið óður numið 2.062 tonnum. Útflutningurinn vii-ðist því ekki hafa verið óeðli- lega mikill, miðað við fyrri ár, og talsverðar birgðir dilkakjöts eru til í landinu. En athugun leiðir í ljós, að þær eru einkum utan Reykjavikur. Munu birgðirnar einkum vera á síldarhöfnum norð- anlands og austan, og geta ýmsir sér þess til, að til- ætlunin sé að selja þær á síldarhöfnunum við smá- söluverði. Ef það er rétt, að markaður sé fyrir allt það kjöt sem nú er norð- anlands og austan, á þeim landsvæðum, þá verður kjötskorturinn hér í Reykjavík og nágrenni varanlegur. En við það er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Ef framleiðendur kindakjöts reynast ekki geta fullnægt eðlilegri eftirspui’n eftir þessari GYIH Þ. GfSLASON vöru, verður. að bæta úr því með innflutningi kjöts. En það væri vissulega mik- ið öfugstreymi, ef nú í sumar yrði að flytja inn kjöt, þegar búið er að flytja út næstum tvö þús- und tonn af kjöti og greiða með þeim útflutn- ingi geysiháar útflutnings bætur af almannafé. Verður að vona, að til þess þurfi ekki að koma. Eigendur kjötbirgðanna í landinu verða tafarlaust að gera ráðstafanir til þess, að þeim sé dreift um iandið, þannig að heil brigðri eftirspurn sé hvar vetna fullnægt. Vonandi reynast þá þau 1.90Q tonn- sem nú eru til í landinu, nægileg til að fullnægja eftirspurninni, þannig að ekki þurfi að koma til kjöt innflutnings. En vex-ði eft irspurninni ekki fullnægt verður innflutingur nauð synlegur- í þessu sambandi er rétt að minna á, að veitinga- húsaeigendui-. kvörtuðu 'nýlega yfir þvf, hversu erfitt væri um kjötkaup og hversu lítið úrval væri hér á markaðnum í þeim efnum. Stungu þeir upp á því, að leyfður yrði inn- flutningur á ýmsum kjöt- tegundum, sem ekki eru framleiddar á íslandi, þar eð gestir veitingahúsa og þá einkum erlendir ferða menn kvörtuðu yfir því, að of lítið úrval kjöts væri hér á boðstólum í veitinga- húsum. Vaxandi velmeg- un veldur því, að menn gera nú æ meiri kröfur um fjölbreytni í matar- æði. Mó búast við því á næstu árum, að ki'öfur verði smám saman hávæi'- ari um það, að hér verði á markaði ýmsar matvæla tegundir, sem ekki eru framleiddar í landinu. — Auðvitað verður að fara varlega í þær sakir að leyfa innflutning á mat- vælum, sem með góðu móti er hægt að framleiða í landinu og valda þeirri framleiðslu erfiðleikum með því. En hitt er jafn- ljóst, að kröfur um aukna fjölbreytni munu fara vax andi, og verið getur að þeirn verði ekki unnt að sinna, nema með því að leyfa meiri matvælainn- flutning en nú á sér stað. Þetta er eitt þeirra atriða, sem taka þarf til gaum- gæfilegrar og vandlegrar íhugunar í sambandi við stefnu okkar í landbúnað- armálum. VÍR-vinnuföt'. í þröngu amerísku sniði. Efni frá U.S.A. Þykkasta efni sem fáanlegt er á heimsmarkaðinum. Hag,- kvæmast verð á fötum sinnar tegundar V_______________________J STYRKVEITINGAR VlSINDASJÓÐS 34. 35. 36. 37. BÁÐAR DEILDIR Vísindasjóðs hafa nú veitt styrki ársins 1965, en þetta er í áttunda sinn, sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Formaður stjórnar Raunvísindadeild- ar er Sigurður Þórarinsson, jarðfræð- ingur, en aðrir í stjórn eru Davíð Dav- íðsson, Prófessor, Leifur Asgeirsson, prófessor, dr. Sturla Friðriksson og dr. Guðmundur E. Sigvaldason, en hann er varamaður dr. Gunnars Böðvarsson- ar, sem nú dvelst erlendis. Ritari Raunvísindadeildar er Guðmundur Aj-n laugsson, yfirkennari. Formaður stjórnar Hugvísindadeild- ar er dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri. Aðrir í stjórn eru dr. Halldór Halldórsson, prófessor, dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, Ólafur Björnsson, prófessor, og Stefán Péturs- son, þjóðskjalavörður. Ritari deildar- stjórnar er Bjarni Vilhjálmsson, skjala- vörður. XJr Vísindasjóði hafa því að þessu sinni verið veittir 69 styrkir að heild- arfjárhæð 4.1 milljón króna. Hér á eftir fer yfirlit um styrkveit- ingarnar. A. RAUNVÍSINDADEILD 1. Dvalarstyrkir til vísindalegs sérnáms og rannsókna. 120.000 krónur hlutu fimm umsækjendur: 1. Agnar Ingólfsson, B. Sc. til rannsókna á íslenzkum máfum. 2. Ketill Ingólfsson, doktor, til framhaldsrannsókna í kvanta- sviðsfræðum. (Sviss). 3. Öttar P. Halldórsson, verkfræð- ingur, tii rannsókna á stöðugleika rammakonstrúksjóna. (Bandar.). 4. Þorsteinn Helgason, verkfræð- | ingur, til rannsókna ó eiginleik- um jámbentrar steinsteypu. (Bandaríkin). 5. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir, tíl rannsókna á calcitonin, nýfundnum skjaldkirtilhormóni. (Bretland), 70.000 krónur lilutu sjö umsækjendur: 6. Baldur Elíasson, verkfræðingur, til framhaldsrannsókna á út- breiðslu pafsegulaldna. (Sviss). 7. Erlendur Lárusson, trygginga- fræðingur, framhaldsnám og rann- sóknir í stærðfræðilegri statistik. (Svíþjóð). 8. Guðmundur Guðmundsson, eðlis- fræðingur, notkun statistiskra að- ferða við jarðeðlisfræðileg verk- efni. (Bretíand). 9. Jónas Bjarnason, efnafræðingur, til rannsókna á eggjahvítuefnum. Þýzkaland). 10. Kjartan Jóhannsson, verkfræðing- ur, sérnám og rannsóknir í Opera- tions Research. (Bandaríkin). 11. Ragnar Stefánsson, eðlisfræðing- ur, framhaldsnám og rannsóknir í jarðskjálftafræði. (Svíþjóð). 12. Örn Arnar, læknir, rannsóknir í skurðaðgerðum með tilliti til op- inna hjartaaðgerða. (Bandar.). 50.000 krónur hlutu átta umsækjendur: 13. Alfred Arnason, B. Sc. sérnám og rannsóknir á eggjahvítusambönd- um í blóðvökva. (írland). 14. Guðmundur Georgsson, læknir, framhaldsnám í meinvefjafræði og rannsóknir á lifrarsjúkdómum. (V-Þýzkaland). 15. Hörður Kristinsson, rannsóknir á sveppum. (V-Þýzkaland). 16. Kristján Sturlaugsson, trygginga- fræðingur, framhaldsnám í Risk Theory og Stochastic Processes. 17. Sverrir Schopka, efnafræðingur, rannsóknir á chinon-samböndum. (V-þ>ýzkaland.) 18. Valgarður Stefánsson, eðlisfræð- ingur, sérnám og rannsóknir á geislavirkri klofningu. (Svíþjóð). 19. þópir Helgason, læknir, hormóna- og efnaskiptarannsóknir. (Skotl.). 20. Þorlákur Sævar Halldórsson, læknir, rannsóknir á metabólísk- um sjúkdómum í börnum. (Banda ríkjunum.) 38. 39. 40. II. STOFNANIR OG FÉLÖG 21. Búnaðardeild Atvínnudeildar, kaup á tækjum til meltanleika- ákvörðunar 75.000 kr. 22. Búnaðardeild Atvinnudeildar, rannsóknir á plöntuvali sauðfjár 50.000 kr. 23. Byggingafræðideild Atvinnudeild- ar, til kaupa á „Triaxial“ mæli tækjum, 100.000 kr. 24. Bændaskólinn á Hvanneyri, grunnvatnsrannsóknir, 70.000 kr. 25. Eðlisfræðistofnun Háskólans, framhald bergsegulmælinga í sam- vinnu við háskólann í Liverpool, 100.000 kr. 26. Jöklarannsóknafélag íslands, til teikninga á kortum af Brúarjökli og Síðujökli og landsvæðinu með jöðrum þeirra, 45.000 kr. 27. Jöklarannsóknafélag Islands, til rannsókna á efnasamsetningu vatns úr jökulám undan Mýrdals- jökli, 20.000 kr. 28. Náttúrufræðistofnun íslands, (jarðfræði- og landafræðideild,) til kaupa á Wild St. Mirror Ste- reoscope, 40.000 kr. 29. Náttúrugripasafniö á Akureyri, til tækjakaupa og rannsókna, 30.000. 30. Reiknistofnun Háskólans, til tækjakaupa, 100.000 kr. 31. Rannsóknastofa Háskólans í lyfja- fræði, til kaupa á polarograf 30.000 kr. B. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. C. 48. III. VERKEFNASTYRKIR TIL EINSTAKLINGA A. LÆKNISFRÆÐI: 32. Björn Júlíusson og Snorri P. Snorrason, til framlialdsrannsókna á meðfæddum hjartasjúkdómum, 30.000 kr. 33. Einar Helgason, til undirbúnings- atliugana á því, hvort samband er milli tíðni hjartainfarct og blóð- tappa annarsvegar og veðurfars- breytinga hins vegar, 30.000 kr. Frosti Sigurjónsson, til athugana á árangri af meðferð við frac- tura colli femoris, 30.000 kr. Gunnar Guðmundsson, til fram- haldsrannsókna á tíðni vefrænna taugasjúkdóma á Islandi, 30.000 krónur. Kjartan R. Guðmundsson til fram haldsrannsókna á tíðni og gangi epilepsi á Islandi 30.000 kr. Magnús Þorsteinsson, könnun á beinkramareinkennum hjá íslenzk- um börnum, 30.000 kr. Öfeigur J. Öfeigsson, framhalds- rannsóknir á bruna, 30.000 kr. Ölafur Jensson, framhaldsrann- sóknir á arfgengum breytingum blóðkorna, 50.000 kr. Ölafur Ólafsson, til frekari úr- vinnslu á heilsufarsrannsóknum, 50.000 kr. NÁTTÚRUFRÆÐI (grasafræði, líffræði, jarðfræði, veðurfræði). dr. Björn Jóhannesson, vegna kostnaðar við tilraun til að ala seiði sjógöngufiska í stöðuvötn- um, sem ekki hafa afrennsli í fiskgengar ár, 65.000 kr. Guttormur Sigurbjarnarson, til rannsókna á uppblæstri gróður- lands á svæðinu frá Haukadal að Langjökli, 50.000 kr. Halldór Þormar, til þess að ljúka rannsóknum á visnu- og mæði- veirum og samanburði á þeim og öðrum dýraveirum, 30.000 kr. Ivka Munda, dr., til framhalds- rannsókna á þörungum við strend- ur Islands, 65.000 kr. Jens Pálsson, til mannfræði- rannsókna á íslenzkum börnum og unglingum, 12.000 kr. Olafur Jónsson, til rannsókna á bergskriðum, 40.000 kr. Þór Jakobssón, til samanburðar- athugana á hita og loftþyngd í Reykjavík og Keflavík, 30.000 kr. VERKFRÆÐI Júlíus Sólnes, vegna kostnaöar við rannsóknir á jarðskjálfta- sveiflum í húsum og mannvirkj- um, 15.000 kr.. Runólfur Þórðarson, vegna kostn- aðar við sérnám í sjálfvirkni og beztun og athugunar á hugsan- legri hagnýtingu þessara fræði- greina í íslenzkum iðnaði, 30.000. Sigmundur Freysteinsson, til framhaldsnáms í vatnafræði og straumfræði með tilliti til ís- myndana í ám og vötnum, 50.000. Frh. fi 10. síffo. POLYTEX p!asfmáíningin Polytex plastmálnEng er varan- legust, áferðarfallegust, og létt- ust t meöförum. Mjög IJölbreylt lltaval. Pelytex innan húss sem utan Fullkomnlð verkið með Polytex Auglýsingasíminn 1490A ALbÝÐUBLAÐiÐ - 26. júní 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.