Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 10
Styrkir . . . Framhald af 7. slOu. B. HUGVÍSINDADEILD. Styrki hlutu að þessu sinni eftirtald- ir einstaklingar og stofnanir: 100 þúsund króna styrk hlutu: 1. Gaukur Jörundsson, cand. júr., fulltrúi borgardómara, til að ljúka ritgerð um vernd eignaréttar að íslenzkum stjórnlögum, sbr. 67. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar. Gauk ur hlaut styrk til sama verkefnis árin 1960 og 1961. 2. Gunnar Tómasson, M. A. CEcon.), til að ljúka doktorsprófi í alþjóða- hagfræði og hagþróun við Har- vardháskóla. Doktorsritgerðin fjallar um milliríkjaverzlun og viöskipti og áhrif þeirra á liag- þróun þróunarlanda. 8. Hörður Agústsson, listmálari, til að halda áfram rannsókn á sögu íslenzkrar húsagerðar. Hörður hef ur notið styrks úr Vísindasjóði til þessa verkefnis á hverju ári frá 1961. 4. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, til yfirlitsrannsóknar á sálrænum þroska, geðheilsu og uppeldis- háttum barna í Reykjavík. Áætl- að er, að rannsóknin nái til um það bil til 1100 barna á aldrinum 5-15 ára, og verður hún fólgin í sálfræðilegum prófum á börnun- * um og viðtölum við foreldrana. 80 þúsund króna styrk lilaut: 5. Þjóðminjasafn Islands, til tveggja I verkefna: 1) til að rannsaka sögu- aldarbústað í Hvítárholti í Hruna- : mannahreppi. Styrkf járhæð 30 þús. ; kr. - 2) til að senda mann um byggðir landsins til þess að taka upp á segulband gömul þjóðlög, rímnastemmur, sálmalög o. fl., einnig þulur, kvæði og sögur eftir i því sem til fellur og við verður komið. Söfnunarstarf þetta mun annast Hallfreður Örn Eiríksson, , cand. mag. - Styrkfjárhæð kr. ; 50.000 kr. 75 þúsund króna styrk hlutu: 6. Bjöm Stefánsson, sivilagronom, til að skrifa hagfræðilega ritgerð um samvinnu í búskap á íslandi með tilliti til afkomu og þjóðfé- lagslegrar aðstöðu bænda og þjóð- hagslegs gildis landbúnaðarinsr l.\ Jónas Pálsson, sálfræðingur, til » að kanna stöðugleika greindar- mælinga með einstaklingsprófi á 7-13 ára börnum, rannsaka sam- svörun greindarmælinga við náms árangur á barnastigi, unglinga- stigi og síðan við landspróf mið- skóla og gera tilraun til stöðlunar á hópprófi til nota á unglinga- stigi. - Jónas hlaut styrk úr Vís- indasjóði til sama verkefnis vor- ið 1964. 8. Ölafur Pálmason, mag. art., til að rannsaka bókmenntastarfsemi Magnúsar dómstjóra Stephensens. Ölafur hlaut styrk til sama verk- efnis vorið 1964. 50 þúsund króna styrk hlutu: 9. Gylfi Asmundsson, sálfræðingur, til að rannsaka um 1100 börn á aldrinum 5-15 ára (hin sömu og Sigurjón Bjömsson hyggst rann- saka) með persónuleikaprófi Ror- schachs (Rorschach Projective Technique) í því skyni að 1) staðla Rorschach-prófið, svo að hægt sé að miða við ákveðin með- algildi, þegar metinn er persónu- leiki eða andlegt jafnvægi af- brigðilegra, sjúkra eða annarra þeirra barna, sem gera þarf rann- sóknir á, 2) rannsaka persónu- leikaþroska islenzkra barna, taka á þeim greindarpróf, afla vit- neskju um uppeldi þeirræ, félags- legar aðstæður o. fl. 10. Sr. Jón Hnefill Aðalsteinsson, sóknarprestur, til að ljúka licen- tiatritgerð við Uppsalaháskóla um kristnitökuna á íslandi frá trúarbragðasögulegu sjónarmiði. 11. Landsbókasafn íslands, til kaupa á ljósmyndavél, sem talin er sér- staklega hentug til að taka mynd af skinnhandritum, ásamt viðeig- andi fylgihlutum. 12. Listasafn islands, til að halda á- fram Ijósmyndun lýsinga (illum- inationa) í íslenzkum handritum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og ganga frá myndunum í varan- legri og hentugri geymslu í Lista safni íslands. - Listasafnið hlaut styrk til sama verkefnis vorið 1964. 13. Lúðvík Kristiánsson, sagnfræðing- ur, til að standa straum af kostn- aði við teikningar vegna fyrirhug- aðs rits síns um íslenzka sjávar- hætti fyrr og síðar. Lúðvík hlaut styrk í sama skyni árið 1963 og 1961. 14. Sigurður Líndal, hæstaréttarrit- ari, vegna undirbúningsvinnu við rit um Island og íslenzkt þjóðfé- lag, en þetta rit verður bindi í ritverkinu The Politics of the Smaller European Democracies, er Chr. Michelsensstofnunin í Björg- vin gefur út. 15. Dr. Símon Jóh. Ágústsson, pró- fessor, til að kanna lestrarvenjur íslenzkra barna, á aldrinum 10- 15 ára. Dr. Símon hlaut styrk til þessa sama verkefnis árið 1964. 30 þúsund króna styrk hlutu: 16. Arni Biörnsson, cand. mag. lekt or í V-Berlín, til að rannsaka ís 26. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ lenzka brúðkaups- og trúlofunar siði fyrr á öldum. 17. Bjarni Einarsson, cand. mag. til að ljúka við rit um Egils sögu Skallagrímssonar, Bjarnj hlaut styrk til sama verkefnis árið 1961. 18. Magnús Gíslason, fil. lic., náms stjóri til að standa straum af kostnaði við að ljúka doktorsrit gerð um kvöldvökuna á íslenzk um sveitaheimilum fyrr á tímum og menningarlegt gildi hennai’. Hannes . . . Framhald af 4. síffu TIL AÐ TAKA Laugaveginn liann var bættur sl. vor, en þannig að bæturnar mynda smáhóla. Ég ' hefi séð slíkar bætur víða erlend is þar sem eru engir hólar, göt ur jafnsléttar eftir viðgerðirnar. Mér virðist að hér skorti þekk ingu til að vinna verkið og er illunandi við þessi vinnubrögð ára tug eftir áratug- ÉG HELD AT) ENGIN lausn sé önnur en sú að fá erlenda sérfræð inga í nokkur ár til að kenna ís lendingum að malbika svo betur endist en nú og verði áferðarslétt ara. Það er harla kátbroslegt að a,ka eftir aðolverzlunargötu R- víkur og finna bílinn sinn hoppa upp og niður vegna hólanna, sem myndast hafa við bætingarnar. Og ef sú stund rennur einhvern tíma upp að Vegagerð ríkisins fari að malbika fjöifarna vegi út frá bæjum; þá ætti hún að tryggja sér erlenda fagmenn til starfans. ANNARS ERU MENN orðnir langeygir eftir að byrjað verði á haldgóðri vegalagningu, þótt ekki væri nema fáir kílómetrar á ári á fjölförnustu vegunum útfrá bæj unum. Ekkert bólar á fram kvæmdum í þá átt, þrátt fyrir miklar fjárveitingar og glæsileg ar áætlanir, og háan benzínskatt, á varanlegum vegum. En það er önnur leiðindasaga. F-Í.B. ÆTTI AÐ TAKA þetta mál til rækilegrar athugunar og þrvsta fas> á vegimáiaráðherrann svo hann vakni og hefjist handa. Eitt nærtækasta dæmið er Hafnar fjarðarvegurinn, venjulegast ill fær, holóttur hólóttur; auk blind hæða og þrengsla á veginum. Þetta er langfjölfarnasti þjóðvegur landsins og þrátt fyrir það eru nú víða göt á veginum, sem dag lega stækka og geta valdið stór tjóni á bílum- Mér finnst, burtséð frá allri hreppapólitík, að vegur inn sé öllum til skammar og ekki sízt Vegagerð ríkisins og hennar æðsta yfirmanni. VEGURINN MILLI Hafnarfjarð ar og Rvíkur er ekkert voðalegt vandamál. Það er hægt að byggja hann upp góðan með tveimur ak reinum og láta hann eða réttara Jsagt þá sem um hann þurfa að fara jbera uppi byggingu hans og við hald að miklu eða mestu leyti, með því að borga hæfilegan um ferðarskatt, sem flestir myndu vilja með glöðu geði inna af hendi ef þeir fengju virkilega góðar ak brautir milli þessara staða, í stað oftast lítt akandi vegar. Vegur þessi er bezta vitni um úrræða leysi íslenzkra vegamálasérfræðin ga og yfirmanna þeirra og vega mála i landinu yfirleitt." ^ Mlðhálendið — Norður- og Austurknd, % I 14 dag» ferð ágúat. Verð kr. G.200. Fararstjóri: Pétur Pétursson. X? Ekið fyrsta dag til Veiðivatna, annan dag að Ey- vindarkofaveri í Jökuldal, þriðja dag f öskju norð ur fyrir Tungnafellsjökul um Gæsavötn og Trölladyngjuháls, fjórða dag dvalið f öskju og y,. ekið í Herðubreiðarlindir, fimmta dag verið f /> 'Herðubreiðarlindum, sjötta dag ekið um Mývatns Öræfi í Möðrudal, Jöituldal og um Egilsstaði á Seyðisfjörð, sjöundi dagur dvalið á Seyðisfirði e!s lð upp & Hérað og um það til Borgarfjarðar eystra, áttundi dagur ekið að Egitsstöðum og í Hallormsstaðaskóg í Atlavík, nfundi dagur dvalið í Atlavík, tíundi dagur ekið að Mývatni, elleffi dagur dvalið við Mývatn og ekið til Akureyrar, tólfti dagur ekið frá Akureyri um Skagafjörð, Blöndudal og Auðkúluheiði tii Hveravaiia, þrett ándi dagur dvalið á Hveravölium, fjórtándi dagur ekið til Reykjavíkur. 1 báðum ferðum er innifal- ið fæði, 1 heit máltíð á dag, kaffi og súpur. Þátt- takendur þurfa að hafa með sér viðleguútbúnað Og mataráhöld . LAN O S y N ■+ i Skólavörðustíg 16, II. hæð SIMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Skúlagötu 62. Síml 13100. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100 Tek að mér hvers konar þýðingar úr og á ensku. EIÐÖR GUÐNASONí Skipholti 51 - Sími 32933. löggiltur dómtúikur og skjala- þýöandi. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsand- ur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við Elliðavog S:mi 41920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.