Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 11
1 SBU sigraði ÍBK auð- veldlega 2-1 í gær Jón Jóhannsson skoraði mark IBK með hendi Iáöin talið frá markverði til vinstri útherja: ★ SBU: Poul W. Henriksen, Finn Jensen, Chrester Bjerre, John Hansen, O. Astrup, Bjarne Larsen, Jörgen Pedersen, Finn Pedersen, Palle Reimer, Jörgen Jörgensen og Ove Andersen. 1 ★ ÍBK: Kjartan Sigtryggsson, Sigurvin Bjarnason, Ólafur Mar- teinsson, Sigurður Albertsson, Högni Gunnlaugsson, Grétar Magn ússon, Jón Óiafur Jónsson, Einar Magnússon, Jón Jóhannsson, Karl Hermannsson og Hólmbert Frið- jónsson. ★ Dómari: Grétar Norðfjörð. ’ ★ Línuverðir: Þorlákur Þórðar- son og Einar Hjartarson. ★ Áhorfendur: 2200. í ÁGÆTU veðri í gærkvöldi léku íslandsmeistararnir frá Keflavík, sem að vísu eru ekki svipur hjá sjón miðað við síðastliðið ár, við danska úrvalsliðið. Leikurinn í heild var ekki nálægt því eins góð ur> og leikur KR og SBU og nálg- aðist það að vera lélegur á íslenzk an mælikvarða. r ★ FYRRI HÁLFLEIKUR 1-0 Á 7. mín. kom fyrsta markið, h. útherji Dananna lék mjög skemmti lega á tvo Keflvikinga og sendi síðan fyrir og þar tók v. innherj- inn Jörgen Jörgensen við og skor aði auðveldlega. Rétt á efiir fær ÍBK aukaspyrnu skammt fyrir ut- an vítateig, sem Högni fram- kv'æmdi, en knötturinn lenti í varnarvegg og þaðan í horn, sem ekkert varð úr. Á 16. mín á v. framvörðurinn Bjarne Larsen hörkuskot í stöng og hrökk bolt- inn þaðan í fang Kjartans. Mínútu síðar bjargar Kjartan föstu skoti í horn. Fyrsta sókn ÍBK kom á 20. mín og endaði hún með skoti frá Jóni Jóhannessyni í hliðarnet. Nú sækja ÍBK-menn nokkuð en ann- aðhvort er skotið hátt yfir eða framhjá. Á 37. mínútu er mark ÍBK í hættu, en einhvern veginn tókst Kjartani að krafsa knöttinn frá miðherjanum. Rétt á eftir bjargar Sigurvin á línu. Á síðustu mínútu kom bezta tækifæri ÍBK er> Jón Ólafur náði knettinum frá mark verði, en v. bakvörður Danana bjargaði á línu. * SEINNI HÁLFLEIKUR 1:1 ÍBK virtist ætla að sækja sig heldur í þessum hálfleik og skipt- ust liðin á upphlaupum en sóknir ÍBK voru miklu hættulausari en sóknir. Dananna. Á. 14. mín. kom annað mark Dananna. V. útherji gaf fasfan bolla fyrir og Jörgen Jörgensen kastaði sér flötum og skallaði í netið, mjög fallega gert. Rétt á eftir ver Kjartan mjög vel fastan bolta. Á 28. mín skeði svo undrið. ÍBK fær aukaspyrnu og Sigurður gefur háan bolta yfir varnarvegg Dananna og þar er fyrir Jón Jóhannsson, sem ætlar að skalia, en boltinn var. of hár fyrir hann og gerði hann sér þá lítið fyrir og teygði sig í hann og hreinlega henti honum í markið. Dómarinn Grétar Norðfjörð var ekki í nokkrum vafa og dæmdi strax mark, sama gerði línuvörð- urinn, Þorlákur Þórðarson. Þeir kalla nú ekki allt ömmu sína ís- lenzku dómararnir. Eftir þetta sækir ÍBK nokkuð fast og Jón miðherji er í góðri aðstöðu, en sendir til Jóns Ólafs, sem skaut í hliðarnet. Á 32. mín. bjargar Kjartan snilldarlega í horn. Á 38. mín. er Jón Ólafur í hörku færi, en danski markvörðurinn bjargar fallega með úithlaupi. Þannig lauk öðrum leik Dan- anna hér og voru þeir sannarlega . óheppnir að fara ekki með stærri sigur af hólmi. Liðið í gærkvöldi var mikið breytt frá leik KR og sýnilega varaliðið inná, því þeim tókst aldrei eins vel upp og í fyrri leiknum. Beztir fundust mér v. innherjinn, sem skoraði bæði mörkin og miðherjinn, sem vann geysivel. Lið ÍBK var lélegt eins og und- anfarið og var þar aðeins einn maður, sem átti betri leiki en undanfarið og var það Kjartan í Framhaid á 15. síðu SÆNSKI hástökkvarinn Stig Pett- erson, stökk nýlega 2,0 m. á móti í Svíþjóð. Norðurlandamet hans er 2.1 m. 1 ★ Tékkneska knattspyrnuliðíð Jednota úr 1. deild sigraði norska Iiðiff Snögg, Notodden sem er S 3. deild með 9:1. Úrvalslið Sjálands í knattspyrnu, sem sigraði ÍBK í gærkvöldi. ★ Ungverska liðið Ferencvaros sigraði Torina í úrslitaleik borgar bikarkeppninnar meff 1:0. Sigur- markið var skorað af Fenyvesi á 19. mínútu síðari hálfleiks. ★ Brasilía og Portúgal gerðu jafntefli í landsleik í knattspyrnu í Oporto, Portúgal í fyrrakvöld, 0:0. 1 lírslif í 2. deild í GÆR og fyrrakvöld fóru fram tveir leikir í 2. deild. Reynir og Haukar gerðu jafntefli í Sand- gerði 1:1 og Breiðablik vann ís- firðinga 2:1 í Kópavogi. Nánar síffar. J Þrír leikir í 2. deild fara fram á morgun Þrir leikir fara fram í 2. deild á morgun. í Hafnarfirði leika FH og ísfirðingar, í Sandgerði Reynir og Þróttur og á Siglufirði KS og Skarphéðinn. Allir leikirnir hefj- ast kl. 16. ★ Stein Sletten sigraði í há- stökki á móti á Krohnesmindei leikvanginum í Bergen í fyrra- kvöld, stökk 2.00 m. Martin Jcn- sen stökk 15.66 m. í þrístökki. SBU leikur á Akureyrii klukkan 4 í dap ÚRVALSLIÐ Sjálands fer til Akureyrar í dag og Ieikur við Akureyringa í dag. Leife urinn hefst kl- 16. Horegur vann Svíþjóð í handbolfa kvenna Lidköping, 24. júní, (NTB-TT). 1 NOREGUR sigraði Svíþjóð i undankeppni HM í hand- knattlcik kvenna í kvölð með 7 mörkum gegn 6. í hálfleik var staðan 4:2 fyrir Svía. Norska stúlkan Jorun Tvedt, sem lék sinn 33. Iands leik var bezt í leiknum, hún skoraði fjögur mörk. SíðarJ leikurinn fer fram í Noregi, á morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1965 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.