Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 16
— Hjálp, er texti Jjessarar teikningar, sem Mogens Juhl hefur gert. Hún er teiknuð í tilefni af þeirri frétt, að England, Danmörku, Noregur, Svíþjóð og ísland muni leggja fram frjálst framlag til þess að bjarga Sameinuðu þjóðunum úr fjárhagsörðugleikunum. SPORTVÖRUHÚS Reykjavíkur er. gamalkunn verzlun í höfuðstaðn- um. Var það stofnað árið 1921 og var rekið allt fram á sjöunda tug aldarinnar en rekstur þess lá niðri í nokkur ár. Á sínum tíma var það eina sérverzlun sinnar tegundar á landinu, en með auknum tóm- stundum og meira útilífi lands- njanna sköpuðust aðstæður fyrir rneiri sölu á íþrótta og veiðitækj- um og eru nú margar. verzlanir í Reykjavik sem aðeins verzla með vörur af þessu tægi. Fyrr í þessum mánuði var Sport vöruhús Reykjavíkur opnað aftur að Óðinsgötu 7, í Rafhahúsinu, og hafa nýir eigendur. tekið við rekstri þess, og veitir Gunnar Sig urgeirsson verzluninni forstöðu. — Við verzlum eingöngu með sportvörur alls konar. Það er að segja tæki til veiða og útilífs. — Ég hef ekki rekið verzlun áð- -ur en hef unnið við verzlunarfyrir tæki til þessa, en langar nú til að spreyta mig á þessu sjálfur. Að ég rek sportvöruverzlun kemur til af því að sjálfur hef ég mikinn áhuga á veiðum og ferðalögum, — Mestur vandínn við að opna verzlun og reka hana er að kaupa inn réttar vörur sem reynast út- gengilegar. Við flytjum sjálfir. inn um 95% af öllum okkar varningi og höfum sambönd við verksmiðj- ur og útflutningsfyrirtæki í fjölda landa beggja vegna Atlantshafs- ins. Þótt verzlunin sé ekki stór hefur legið mikil vinna í því að koma henni á stofn. í marga mánuði lief ég unnið við að útvega okkur verzlunarsambönd og skrifað þúsundir bréfa og er ég mjög ánægður með árangurinn og tel að við höfum á boðstólum bæði góðar vörur og tiltölulega ódýrar. Sérstaklega mundi ég Við verðum jú að lifa, sagói vopnaframleiðandinn Al- fred Krupp í blaðaviðtali. Hann var að skýra frá splunkunýju, fljótvirku morðvopni ... mæla með veiðistöngum sem fram leiddar eru í Kanada, en þaðan hefur verið lítið keypt af sport- vörum til þessa. Einnig flytjum við inn tjöld frá Finnlandi sem eru einkar haganlega gerð og þægileg í meðförum. Enn eigum við ekki mikið úrval af byssum en aftur á móti tæki til að hlaða riffilpatrón ur og má með því móti nota sömu patrónurnar oftar en einu sinni og af þessu er mikill sparnaður fyrir skotmenn. Ég veit ekki til að svona tæki hafi áður verið seld í verzlunum hérlendis. Enn eru ýmsir byrjunarörðugleikar hjá okkur en ég vona að áður en langt um líður getum við aukið vöruúr- valið enn meir. Kallinn á fimmtugsafmæli á sunnudaginn, og kellingin er búin að senda beiðni til fjármálaráðlierra um að rík inu verði lokað á Iaugardag- inn ... 45. árg. — Laugardagur 26. júní 1965 - 149. tbl. Bónoröið, guðsgafflarnir og máttur auglýsinganna MIKIJLL ER MÁTTUR auglýsing- anna. Þetta hefur nýlega sannast hjá skóburstara einum í Los An- geles, Stephen Fryer að nafni. Viðskiptin voru farin að drag- ast saman hjá honum í seinni tíð, svo að hann sá ekki fram á annað en hann yrði að loka og leita sér að nýrri atvinnu. Þá datt honum allt í einu það snjallræði í liug að auglýsa í blöð unum á eftirfarandi hátt: — Athygli viðskiptavina skal vakin á því að ég bursta vinstri- skó þeirra ókeypis. Strax daginn eftir var löng bið- röð hjá skóburstaranum og síðan hefur hann ekki þurft að kvarta um deyfð í viðskiptunum. Að sjálfsögðu tekur Fryer tvöfalt gjald fyrir hægri fótar skóinn, en enginn hefur enn þá tekið eftir því .... ELÍSABET I. Englandsdrottning notaði guðsgafflana mestan hluta ævi sinnar, þegar hún borðaði. En þegar liún á gamals aldri tók upp á því að nota gaffal og hníf, varð liún fyrir harðri gagnrýni frá kirkj unni. Biskup einn sagði í ræðu- stóli um þetta háttalag drottning- arinnar: — Það er synd gagnvart guði vorum að nota gaffal til þess aö borða með, þar sem hann af náð og vísdómi sínum hefur gefið okkur fingur .... HÆGRI hönd Roosevelts sáiuga ameríski stjórnmálamaðurinn Harry Hopkins, var alla tíð mjög feiminn við kvenfólk. Þegar hann bað konu sinnar, Louis Macy, gerði hann það með þessum orðum — Ég talaði við forsetann í gær og spurði hann livort hann áliti að þér mynduð segja já, ef ég bæði yður að verða konan mín, og for setinn svaraði, að því byggist hann fastlega við. — Ætli forsetinn hafi ekki rétt fyrir sér eins og venjulega. EINHVERJU sinni voru Hornfirð- ingar í kaupstað og þótti þar dýrð- legt umhorfs og ólíkt því, sem þeir voru vanir í Hornafirðínum. Varð þeim litið upp í tunglið, sem skein í heiði, og sögðu: — Tarna er almennilegt tungl. Það er munur eða helvízkur Hornafjarðarmáninn. 000>000c>00<c>000000000c>000000000000' Að skjóta framhjá Á knattspyrnuvellinum er ég svo umtalaður að allir vilja mig sjá. Því þar er enginn snjallari og meiri maður að miða hárnákvæmt framhjá. KANKVIS. o< >000000000000000000000000000000«v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.