Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 3
íijérn Wilsons I erfiðleikum London, 7. júlí. (NTB - Reuter) HAROLD Wilson forsætisráðherra og: helztu ráðhcrrarnir úr stjórn Verkamannaflokhsins ræddu í dag- ástand það sem risið hefur vegna þriggja ósigra stjórnarinnar í atkvæðagreiðslum um ýmis atr- iði fjárlagafrumvarpsins í nótt. Áreiðanlegar heimildir herma, að ekki komi til greina að stjórn- in segi af sér. En ósigrarnir hafa komið sér mjög illa fyrir stjórn- ina. Jafnframt þessu hefur stjórnin sætt harðri gagnrýni andstæðinga sinna síðan Callaghan fjármála ráðherra og George Brown verka málaráðherra létu mjög hörð orð falla um þingmenn íhaldsmanna um helgina. Skipuð hefur verið nefnd til að rannsaka hvort Calla ghan hafi brotið liefðbundnar siðareglur neðri málstofunnar. Hann sagði í ræðu, að sumir þing menn íhaldsmanna væru kapítal- istískir braskarar. Brown verkamálaráðherra, sem gengur næst Wilson að völdum í stjórninni, hefur gefið út yfh'lýs- ingu þar sem hann biðst hátíðlega afsökunar fyrir þau ummæli sín í gær, að stjórn ílialdsmanna fyrir heimsstyrjöldina gæti ekki losað Emile Eugene Pierre. sig við ábyrgöina á útrýmingu naz ista á Gyðingum. Um 70 íhalds- þingmenn undirrituðu tillögu um vantraust á Brown. Bláu engl- arnirídag? Reykjavík — GO. BANDARÍSKA listflugsveitin, Bláu englarnir, áttu að sýna listir sínar yfir Reykjavíkurflugvelli í gær. Til þess kom þó ekki vegna þess að skýjahæð var of takmörk- uð. Flugfélag íslands. sem stendur að heimsókn flugsveitarinnar, vann að því allan seinnipartinn í gær að fá dvöl sveitarinnar fram lengt um einn dag og tókst sam komulag um það í gærkvöldi. Bláu englarnir munu því sýna eins og fyrirhugað var, ef veður skilyrði og aðrai- aðstæður banna ekki. Nánar verður tilkynnt um sýningartíma í hádegisútvarpi í dag, en liann verður annaðhvort klukkan hálf sjö, eða hálf níu. Framkvæmdarstj. Landsvirkjunar HINN 1.. júlí sl. undirrituðu Ing- ólfur Jónsson, raforkumálaráð- herra og Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, sameignarsamning um Landsvirkjun milli ríkisins og Reykjavikurborgar. í framhaldi af því tók stjórn Landsvirkjunar við yfirstjórn Sogsvirkjunarinnar í samræmi við ákvæði nýsettra laga um Landsvirkjun. Á fundi sínum í dag, 6. júlí, á- kvað stjórn Landsvirkjunar að ráða Eirík Briem, rafmagnsveitu- stjóra ríkisins, sem framkvæmda- stjóra Landsvirkjunar. Yfirmannaskipti á Keflavíkurvelli Sl. þriðjudag tók Emile Eugene Pierre Jr. skipherra við starfi sem yfirmaður varnarliðsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Tók hann við starfi þessu af Richard D. James sjóliðsforingja, sem hafði gegnt því frá 1. maí. þegar Robert R. Sparks skipherra, þáverandi yf- irmaður flugvallarstöðvarinnar, fórst í flugslysi sem kunnugt er. Pierre skipherra fæddist 13. apríl 1923 í Sunnyvale í Kaliforn- íu. Þegar hann hafði lokið mennta skólanemi í San José, gekk hann í flugskóla bandaríska flotans í júlí 1942 og varð flugmaður ári síðar. Var hann síðan um tíma við skyldu störf á SV-Kyrrahafi, en var þá sendur til frekari þjálfunar í Pen- sacola og Jacksonville í Florida, en síðan gegndi hann herþjónustu á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum og utan þeirra. Meðal annars var hann um tveggja ára skeið yfir- maður flugsveitanna á flugstöðvar skipinu Franklin D. Roosevelt, en að því búnu varð hann yfirmaður 2. eftirlitsflugsveitar bandaríska flotans og síðar 31. sveitar. Áður Framh. á 14. síðu. í þessu húsi í Kaupmannahöfn eru höfuðstöðvar Norræna samvinnusambandsins, NAF, en aðal- fundi þess lauk í Reykjavík í gær. VELTA AF NAF JÓKST- UM 24% SlÐASTA ÁR Reykjavík, — EG FJÓRÐA aðalfundi norræna samvinnusambandsins, sem haldinn hefur verið hér á landi, lauk í gærdag. Fundurinn hófst 4. júlí og sóttu hann rúmlega 100 framámenn samvinnuhreyf ingarinnar á Norðurlöndum. Norræna samvinnusambandið, NAF, heldur fundi sína til frá hlutverki og störfum NAF. skiptis í aðildarlöndunum og síðan 1950 hafa fundir verið haldnir hér fimmta hvert ár. Blaðamenn hittu stjórnar- menn Norræna samvinnusam- bandsins í gær, og skýrði þá varaformaður stjórnarinnar, Daninn Ebbe Groes stuttlega Formaður stjórnar NAF er Svíinn Carl Albert Andersen, en hann kom því ekki við að sækja fundinn. NAF var stofnað árið 1918 einkum í þeim tilgangi að ann ast sameiginlega innkaup fyrlr Framhald á 14. «*¥n. Hreindýraveiðar ekki leyfðar í ár Menntamálaráðuneytið hefur eins og að undanförnu látið fara fram talningu á hreindýrahjörðinni á AUsturlandi og fóru þeir Ágúst Böðvarsson forstöðumaður land- mælinganna og Egill Gunnarsson hreindýraeftirlitsmaður, ásamt Birni Pálssyni flugmanni, í flug- vél yfir hreindýrasvæðið 13. f. m. og töldu hreindýrin, að nokkru leyti með því að taka ljósmyndir af hreindýrahópum og telja eftir myndunum. Reyndust fullorðin hreindýr vera 1805 og 473 kálfar eða samtals 2278 dýr. Álíta taln- ingarmennirnir að þeim hafi ekki getað sézt yfir hreindýr svo að nokkru nemi að því er fullorðin dýr varðar, en hinsvegar hafi ver- ið erfiðara að greina kálfana og 1 álíta þeir að kálfarnir kunni að hafa verið nokkru fleiri en þeim taldist. Þar sem ekki virðist vera um að ræða nema rúmlega 1800 fullorðin hreindýr, þá telur ráðuneytið ekki rétt að leyfa hreindýraveiðar á þessu ári og hefur í dag gefið út auglýsingu um það. Þó verða vænt anlega veitt leyfi til að veiða nokk ur dýr til þess að halda áfrám vís- indalegum rannsóknum á heil- brigði hreindýrastofnsins, sem Guðmundur Gíslason læknir við Tilraunastöðina að Keldum hefur unnið að undanfarin ár að beiðni ráðuneytisins. Á undanförnum árum hefur ver ið heimilað að veiða allt að 600 hreindýr árlega á tímabilinu frá 7. ágúst til 20. september. En sam- Framhald á 14. síðu. Fimm ára styrkir MENNTAMÁLARÁÐ íslands mun í ár úthluta 7 námsstyrkjum til stúdenta, sem hyggjast hefja nám við erlenda háskóla eða við Háskóla íslands. Hver styrkur er 40 þúsund krónur. Sá, sem hlýtur slíkan styrk, heldur honum í allt að 5 ár, enda leggi hann árlega fram greinargerð um námsárang- ur, sem Menntamálaráð tekur gilda. Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem luku stúdents- prófi nú í vor og hlutu háa fyrstu einkunn. Við úthlutun styrkjanna verður auk námsárangurs, höfð hliðsjón af því, hve nám það, er umsækj- endur hyggjast stunda, pr talið, mikilvægt frá sjónarmiði þjóðfé- ■ lagsins. Framh. á 14. s{*” ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júlí 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.