Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 10
FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR i Finnland - Sovétríkin i 77.7.-37.7. 75 daga ferð $ Verð kr. 15.600.00 “í Fjölbreytt og óviðjafnanleg ferð, þvert yy f/m I í f yfir Rússland allt suður í Kákasíu. Dvalist á baðströnd við Svartahaf, skoðaðir sögustaðir, söfn, leikhúsferðir. Ferðir, hótel, matur og leið- sögn innifalin í Verði. Flogið með flugvélum Loftleiða. Fararstjóri: Reynir Bjarnason, landbúnaðar- kandidat Moskvuháskóla. Ferðaáæílun: 17. júlí: Flogið til Helsinki og dvalið þar í sólarhring. 18. júlí: Farið méð járn- braut til Leningrad og dvalið þar 2 daga. 21. júlí: Flogið til Riga og dvalið þar einn dag. 22. júlí: Flogið til Kiev og dvalið þar einn dag. 23, júlí: Flogið til Sochi við Svartahaf, og dvalið þar 4 daga á baðströndinni. 28. júh': Flogið til Moskvu og dvalið þar í 3 daga. 30. júlí: Farið með járnbraut til Helsinki. 31. júlí: Flogið til íslands. LAN D S Ö N t fEReASKRI.FSJ.OFA SkólavörðusKg 16, II. haeð SfMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK ! 1 i | 0 8. júlí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lögleg afsökun Framh. úr opnu. hæf geta kanzlarinn og forsetinn lýst yfir hættuástandi og gildis- töku laganna á eigin spýtur. Hlutverk hersins. Það atriði laganna, sem sætt hefur hvað harðastri gagn- rýni, er það, að auk þess sem kalla má út herinn til að leysa af hendi störf, sem eru í verkahring lög- reglunnar, má beita honum „innan lands með vopn í höndum“ að skipan stjórnarinnar. Skilyrðin fyrir beitingu hersins eru óljóst orðuð og þannig segir, að beita megi honum „ef ástandið óum- flýjanlega krefst aðgerða af þessu tagi“. Fyrir níu árum var samþykkt ákvæði í stjórnarskrána einmitt í því skyni, að firra því, að hern- um yrði misbeitt í valdabaráttu innanlands. En þetta stjórnarskrár ákvæði verður til einskis ef stjórn Erhards fær vilja sínum fram- gengt og lögin verða samþykkt. Lögin eru ekki geðfelld í sjálfu sér. En samning þeirra bendir þó fremur til rótfastrar íhaldssemi en eiginlegrar einræðishneigðar meðal vestur-þýzkra ráðherra og ráðunauta þeirra. En játa verður, að það sem ánægjulegast er í sam bandi við lögin er hin harða gagn rýni, sem þau hafa sætt. Trúlofunarhringa Sendum gegn póstkröfu Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson Bankastrætl 12. gullsmiður ooooooooooooooo< Frá HAB Dregið hefur verið í happ drætti Alþýðublaðsins- Fyrri dráttur 1965. Vinningar komu á eftirtal in númer: 1662 Flugferð fyrir 2 Keykjavík — New York — Reykja vik. 18742 Hálfmánaðrferð fyrlr tvo með skipi til megin lands Evrópu. Vínninganna skal vitiað á skrifstofu Happdrættisins Hverfisgötu 4, sírni 22710. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9—5 nema laugardaga kl- 9—12. HAPPDKÆTTl ALÞÝÐUBLADSINS >000000000000000 TILKYNNING frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Bræðslusíld sú, sem Síldarverksmiðjum rikisins hefur borizt á þessari síldarvertíð til og með 9. júní, verður greidd föstu verði, krónum 190,00 málið, 150 lítrar. — Greiddar verða krón- ur 235,00 málið, 150 lítra, fyrir þá bræðslusíld, sem móttekin er frá og með 10. júní til 30. september 1965, að frádregnum krónum 3,00 á mál, sem leggjast í flutningasjóð síldveiðiskipa, sem starfar eftir sömu reglum og siðastliðið ár, að öðru leyti en því, að greiðslur úr sjóðnum, þegar ákveðið hefur verið af nefnd þeirri, sem umsjón hefur með honum, að greiðslur úr honum skuli fara fram, nema nú kr. 15,00 á mál í stað kr. 10,00 í fyrra og greiðslur frá Síldarverksmiðjum ríkisins, á þeirri síld, sem styrkur er veittur á úr sjóðnum, nema nú kr. 10,00 á mál, en námu í fyrra kr. 6,00 á málið. Eftirstöðvum sjóðsins, ef ein- hverjar verða, verður skipt niður á síldveiðiskipin í réttu hlut- falli við greiðslur hvers skips í sjóðinn. Verðið er miðað við, að síldin sé komin í löndunartæki verksmiðjanna eða umhleðslutæki sérstakra síldarflutninga- skipa, á höfnum inni, á vegum S.R. Jafnframt hefur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins ákveðið, samkvæmt heimild sjávarútvegsmálaráðherra, að taka við bræðslusíld til vinnslu af útgerðarmönnum eða útgerðarfélögum, sem þess óska, að því tilskyldu, að aðalskrifstofu Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði hafi borizt tilkynning um bað eigi síðar en 15. júlí næstkomandi, að þeim degi meðtöldum. Fá þeir, sem leggja síldina inn til vinnslu, greitt óafturkræft krónur 161,50 á hvert mál við afhendingu, af þeirri síld, sem landað var fram til 9. júní s.l., að þeim degi meðtöldum, og krónur 197,20 á hvert mál síldar, sem landað er á tíinabilinu frá 10. júní og með 30. september næstkomandi. Endanlegt verð verður greitt síðar, ef um viðbót verður að ræða, þegar reikningar Síldarverksmiðja ríkisins fyrir árið 1965 liafa verið gerðir upp. Þeim, sem leggja síldina inn til vinnslu, skal greitt sölu- verð afurða beirrar bræðslusíldar, sem tekin er af þeim til vinnslu, að frádregnum venjulegum rekstrarkostnaði, þar á meðal vöxtum af stofnkostnaði og ennfremur að frádregnum fyíningum, sem verða reiknaðar krónur 30.200,000,00 vegna árs- ins 1965. Þau skip, sem samið hafa um að leggia síldina inn til vinnslu, eru skyld að landa öllum bræðslusíldarafla sín.um hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Þó sé þeim heimilt að leggja síldina upp annars staðar í einstök skipti, ef iöndunarbið hjá þeirri síldar- verksmiðju S.R., sem næst er veiðisvæði því, sem skipið er statt á, er meiri en 12 klukkustundir. Þessi undantekning gildir ekki, ef síldveiðiskipið siglir með afla sinn fram hjá stað, sem Síldarverksmiðjur ríkisins eiga síldarv'erksmiðju á, bar sem slík löndunarbið er ekki fyrir hendi eða Sildarverksmiðjur rík- isins geta veitt síldinni móttöku á stað, sem er álíka nálægt eða nær veiðisvæðinu og verksmiðja sú i eigu annarra, sem skipið kynni að óska löndunar hjá. Um þau skip, sem eru í föstum viðskiptum við Síldarverk- smiðjur ríkisins gilda eftirfarandi reglur varðandi löndun í flutningaskip á vegum annarra síldarverksmiðja: Séu þessi síldveiðiskip stödd meira en 70 sjómílur frá landi þar sem verið er að umskipa síld úr veiðiskipum í flutningaskip, þá er þeim heimilt, þrátt fyrir skuldbindingar sínar við S.R. að landa í flutningaskipið, en séu þau stödd nær landi en 70 sjómílur, gilda sömu reglur um löndun í flutningaskip eins og um löndun samningsbundinna skipa til verksmiðja í eigu annarra. Bræðsiusiid, sem þegar hefur verið landað hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins af skipum þeirra útgerðarmanna eða útgerðar- félaga, sem kunna að óska að leggja síldina inn til vinnslu í sumar, verður talin vinnsiusíld, svo framarlega að tilkynnt sé innan hins tiltekna tíma, að vinnslu sé óskað hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins í sumar. Engin síldveiðiskip hafa forgangslöndun hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Reykjavík, 6. júlí 1965. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Staöa verkstjóra í saumastofu Borgarspítalans í Fossvogi er laus til um. sóknar. Laun samkvæmt 12. launaflokki kjarasamninga Reykja- víkurborgar. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf, send- ist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni fyrir 1. ágúst nk. Reykjavík, 7. júlí 1965. Sjúkrahusnefnd Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.