Alþýðublaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 3
LBJ boðar aukna íhlutun í Vietnam Washington, 13. júlí (NTB — Reuter) LYNDON B. Johnson forseti lýsti hví yfir í dag, að hin harðnandi árás Norður-Vietnammanna í Suð ur-Vietnam kynni að gera aukna hátttöku Bandaríkjamanna í Iand hernaðinum gegn skæruliðum Viet cong nauðsynlega. Hann sagði, að ef til vill yrði að taka nýjar og alvarlegar ákvarðanir í hessu sam- handi á næstunni. Forsetinn sagði á blaðamanna- fundi í Washington, að Robert Me Namara landvarnaráðherra og 307 KÓPAR VEIDDIR Reyk|javík, — KB. Blaðið átti í dag tal við Ragnar Stefánsson á Skaftafelli í Öræf um. Hann kvað selveiði þar eystra háfa gengið vel í vor og jafnvel lieldur betur en í fyrra- Hefðu alls veiðzt um 307 kópar. en að öllum líkindum væri veiðinni nú lokið. "Þá hefur verið lokið við að brúa 4 ár í sveitinni og hélt brúar flokkurinn nýlega vestur yfir Skeiðarársand á vatnadrekanum mikla, sem notaður hefur verið við gullleitina þar eystra. Gekk sú ferð vel, en allmikið er nú í vötnum í Skaftafellssýslu. Henry Cabot Lodge, hinn nýi sendi herra í Saigon, færu til Saigon á morgun að kynna sér hið alvarlega ástand á sviðum hermála, stjórn- mála og efnahagsmála. Ef nauðsyn legt reyndist að auka stríðsþátt- töku Bandaríkjanna til að binda enda á árásina í Vietnam yrði einn ig að gera ráðstafanir til að tryggja það, að nægilegt varalið og vara- birgðir af hergögnum væru á bandarískri grund til að mæta sér- hverri hættu. Forsetinn var mjög alvarlegur og samanbitinn er hann talaði um ástandið í Suðaustur-Aslu. Hann lagði áherzlu á, að engin ákvörðun hefði verið tekin um útboð manna úr varaliðinu eða kvaðningu ný- liða í herinn, en sagði að stjórnin gæti betur dæmt um hinar ýmsu hliðar ástandsins þegar McNamara landvarnaráðherra kæmi aftur frá Saigon með nýjar upplýsingar. Upphaflega var ætlunin að Mc Namara og Cabot Lodge sendi- herra færu til Saigon í næstu viku. Þar sem förinni hefur verið flýtt sýnir það hve alvarlegum augum valdamenn í Washington líta á síð- I ustu þróun mála að því er stjórn- j málafréttaritarar herma. Johnson lagði áherzlu á, að inn- ! þrenging kommúnista úr norðri væri aðalorsök stríðsins í Víet-1 nam. Áframhaldandi árás mundi j leiða til efldrar baráttu Bandaríkja ; manna bæði á landi og í lofti yfir I Norður-Vietnam, og yfirhershöfð ingi Bandaríkjamanna í Vietnam, William Westmore landhershöfð- ingi, hefði vald til að beita mann p’ramh á síði- Styrkur til íslenzkunema ÁRIÐ 1959 stofnuðu frú Hólm. fríður Pétursson, ekkja séra Rögn valds Péturssonar D.D. og dr. phil. og dóttir þeirra, ungfrú Margrét Pétursson B.A., sjóð til minningar um séra Rögnvald. Tilgangur sjóðsins er að styrkja kandídata í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands til framhaldsnáms og undirbúnings frekari vísinda- starfa. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu stílaðar til stjórnar sjóðsins og hafa borizt skrifstofu Háskóla íslands fyrir 31. júlí n.k. Styrkur inn nemur að þessu si-nni 35.000 krónum. Sélarhringsafiinn 44.270 mál og t. Reykjavík — KB. Síðastliðinn sólarhring fengu 48 skip samtals 44- 270 mál og tunnur. Síld þessi veiddist 130— 160 sjómílur suðaustur af Gerpi. Þessi skip fengu 1000 mál og þar yfir: Gullver 1650, Þorsteinn, 1200, Dagfari 1800, Freyfaxi 1000, Lóm ur 1400, Hugrún 1700, Bjarmi 1300, Margrét 1200, Höfrungur II. 1100, Arnar 1000, Ólafur Frið bartsson 1200, Sigurður Bjarna son 1100. Stígandi 1200. Hannes Haf teln 1500, Loftur Baldvins son 1250, Ólafur Magnússon 1800, Snæfell 1600^ Jón Finnsson 1100, Sveinbjörn Jakobsson 1000, Bára 1000. Þegar blaðið hafði samband vi* sí'darleitina á I>alatanga höfð’i enn ekki borizt þangað frétt ir um afla, en veður var gott á miðunum og skipin far-in að halda b'ngað aftur. Hafð gaman af áð ganga yfir heimskautsbauginn Grímsey — Alfreð Jónsson. HÉR hefur verið heldur ró- iegt í sumar enda hefur engin síld borizt. Undanfarin sumur höfum við saltað nokkurt magn en nú vantar okkur hráefni því alltaf er hægt að tína eitt hvað til af fólki til að verka síldina. Héðan eru gerðir nokkrir smábátar út á handfæri og hef ur aflinn verið skrikkjóttur í vor og sumar, suma daga afl- ast vel og aðra minna. Töluvert kemur hineað af ferðamönnum og hafa þeir aldrei verið jafnmargir og í ár. Hér er hvorki hótel né veitinga hús en margir koma með tjald og viðleguútbúnað með sér og hinir komast fyrir á heimilum. Við reynum að greiða fyrir þessu fólki eins og mögulegt er. Það færist mikið í aukana að útlendingar heimsæki okk- ur og hafa þeir mestan áhuga fyrir að komast norður. fyrir heimskautsbauginn. Að vísu getum við ekki sýnt þeim sjálf an bauginn, aftur á móti með nokkurri nákvæmni hvar hann liggur og þykir útlendingunum skemmtun að ganga yfir hann fram og til baka, Alltaf fjölgar ibúunum hér á sumrin. Þá koma menn til að stunda sjóróðra og til eggja- töku á vorin. í sumar róa héð- an þrír bátar úr landi og komu sjómennirnir á þeim með fjöl skyldur sínar með sér. Nú eru hér 80 íbúar sem eru búsettir allt árið og hefur þeim fjölgað nokkuð undanfarin ár. 1960 voru hér aðeins um 60 íbúar. Samgöngur við land eru mjög góðar. í sumar er flogið vikulega, en á veturna aðra hvora viku og hina vikuna kemur áætlunarbáturinn Alfreð Jónsson, hreppstjóri í Grímsey. (Mynd: KB) ===== . ...........- —===ai Gunnar Hall stofnar vikublað Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Grímsey og hrifizt af fegurð eyjarinnar. (Mynd: BK): í síðari hluta næsta mánaðar mun nýtt vikublað hefja göngu sína í Reykjavík. Nefnist það Nýr Stormur, og ér Gunnar Hall eig andi þess og mun sjálfur annast ritstjórn, þegar þar að kemur. í símtali við Alþýðublaðið í gær sagði Gunnar að þetta nýja blað ætti að verða óháð, en frjáls lynt vikublað og hæfi það vænt- anlega göngu sina eftir miðjan ágúst, þegar farið væri að um hægjast í prentsmiðjum. Ekki vildi hann segja neitt nánar um það, hvað blaðið ætti einkum að fjalla um, en það kvað hann enn vera að mestu leyti í deiglunni. Það skal tekið fram, að þetta blað, Nýr Stormur, á ekkert skylt við það gamla og fræga blað Storm, sem Magnús Magnússon: gaf út um árabil, og ber ekki að líta á Nýja Storm, sem fram hald af þv: blaði- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. júlí 1965 £ .... 1-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.