Alþýðublaðið - 14.07.1965, Side 11

Alþýðublaðið - 14.07.1965, Side 11
".1 t=R»frstf6ri Örn Eidsson: Félagafala Iþróttasambanda Norðurlanda rúmar 4 millj. RÁDSTEFNA ríkisíþróttasam- banda Norðuilanda var haldin í Reykjavík, dagana 18.—20. júní sl. að Hótel Sögu. Ráðstefnuna setti og stjórnaði forseti íþróttasam- bands íslands, Gísli Halldórsson. Fulltrúar á ráðstefnunni voru: Frá Danmörku: Mogens Bred- feldt, Aage Feldt, A. Fredslund Peder.sen, Axel Lundqvist. Frá Finnlandi: Axeli Kaskela, Marti Vikström, Aaro Laine, Unto Siivonen, Henry Lindbergh. Frá Noregi: A. Proet Höst, J. Chr. Schönheyder, Tormod Nor- mann, Harald Römcke, Johan Von Koss. Frá Svíþjóð: Henry Allard, Tore G. Brodd, Gustaf Adolf Bouveng, Bengt Leman, Sten Svensson, Bo Bengtson. Frá íslandi: Gísli Halldórsson, Benedikt G. Wáge, Guðjón Einars- son, Gunnlaugur J. Briem, Sveinn Björnsson, Þorvarður Árnason, Hermann Guðmundsson, Þorsteinn Einarsson, Jens Guðbjörnsson. Ritarar ráðstefunnar voru: Bragi 3. fl. Þróttar til Danmerkur ÞRIÐJI FLOKKUR Þróttar lagði á laugardaginn af stað til Dan- merkur með Gullfossi og mun hann leika þar nokkra leiki og fara jafnframt til Þýzkalands, en ekki ákveðið hyort þar verður leikið. Flokkurinn hefur staðið sig með ágætum í sumar og kvöldið áður en lagt var af stað unnu piltarnir Víking, Reykjavíkurmeistarana í 3. flokki, í leik sínum í íslands- mótinu. Þróttararnir munu heimsækja „vinafélag“ sitt, Holbæk, en með félögunum hefur tekizt hið bezta samstarf og hefur Þróttur heimsótt Holbæk þrívegis og piltar frá HIF komið hingað jafnoft. Þá verður leikið í Sönderborg og Söborg. Þá munu piltarnir fara til Þýzkalands, ekki er ákveðið hvort leikið verður þar. Heim leggja þeír af stað 31. júlí með Kronprins Olav- Leikmenn eru 17 í ferðinni, far arstjórar eru þeir Óskar Péturs- son, Sölvi Óskarsson, sem jafn framt er þjálfari, og Helgi Þor- valdsson. Kristjánsson, Sigurgeir Guð- mannsson. Þessar voru helztu gjörðir ráð- stefnunnar: 1) Fluttar voru skýrslur frá starfi hvers íþróttasambands og kom af þeim í ljós m. a. að með- limatala þeirra samanlagt eru rúmar fjórar milljónir. 2) Rætt var um samvinnu Norðurlanda, varðandi kvikmynd ir um fræðslu og þjálfun íþrótta- manna. Samþykkt var að íþrótta- samböndin skipuðu fyrir 1. sept. 1965 hvert fyrir sig trúnaðar- mann, er hefði það verkefni að fylgjast með því, er kvikmyndir koma á markaðinn, sem þýðingu hafa fyrir íþróttafólk, hvað þær kosta o. s. frv. Þessir trúnaðar- menn hafi síðan samband sín á milli. 3) Rætt var um notkun íþróttafólks á örvunarlyfjum, og starf Evrópuráðs til hindrunar slíks. Samþykkt var að senda Evr- ópuráðinu eftirfarandi ályktun: Ráðstefna íþróttasambandanna á Norðurlöndunum, haldin í Reykja vík, dagana 18.—20. júní 1965, hefur með miklum áhuga athugað starf Evrópuráðsins til að fyrir- byggja að keppendur í íþróttum noti örvunarlyf. Lýsir ráðstefnan yfir fyllsta samþykki sínu við á- framhaldandi starfi Evrópuráðs ins og UNESCO á þessu sviði. Ráðstefnan leggur sérstaka áherzlu á samþykkt, sem Alþjóða olympíuneíndin hefur gert í máli þessu. 4) Miklar umræður urðu um starf Evrópuráðsins og UNESCO á sviði íþrótta, svo og á hvern veg hin norrænu íþróttasambönd eigi aðild að fulltrúavali á ráðstefnur alþjóðasamtaka, svo sem nefnd Evrópuráðsins um heilsugæzlu, UNESCO og m. fl., þegar íþrótta- máj eru tekin til meðferðar. Nið urstöður ráðstefnunnar í máli þessu voru þær, að hún teldi að hin mörgu alþjóðasamtök hefðu aukið vinnu sína á íþróttalegum grundvelli á seinni árum. Hins veg ar hafi fulltrúaval viðkomandi landa á ráðstefnur þessar að mestu verið á opinberum grund- velli, þ. e. fulltrúar sem ráðu- neyti landanna hafa valið án nauð synlegrar samvinnu við íþrótta- samböndin. Því beri hverju íþróttasam- bandi Norðurlandanna að taka mál Frh. ö 14. síUu Kristleifur vann KUISTLEIFUR Guðbjörnsson, KR, sigraði í 2000 m. hlaupi, sem fram fór í leikhléi leiks Vals og KR I fyrrakvöld, timi hans var 5.32.9 mín., en metið, sem Kristleifur á er 5.27.0 mín. Annar varð Agnaí Leví, KR, 5.34.5 mín., þriðji Hall» dór Guðbjörnsson, KR, 5.36.9 mín. og fjórði Þórður Guðmimdssoþ, UBK, 5.53.2 mín. Myndin sýnir Kristleif í viðbragðinu. VESTMANNAEYJAR GJÖR- SIGRUÐU BREIÐABLIK 5:0 3. flokkur Þróttar, sem keppir í Danmörku. Mynd: JBP. ÍBV sigraði Breiðablik í II. deild með miklum yfirburðum eða 5—0. Fór leikurinn fram sl. laugardag á grasvellinum í Eyjum. ÍBV hafð.i algera yfirburði í leiknum og á öll- um sviðum knattspyrnunnar. Mörk in fimm voru hvert öðru fallegra og alveg óviðráðanleg. ÍBV skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik og voru þar að verki Grímur Magnússon, Val- ur Andersen og Sigmar Pálmason. Síðari hálfleikur fór að mestu fram ó vallarhelmingi Breiðabliks og var IBV í stanzlausri sókn. Að- eins tókst þeim þð að skora tvö mörk enda nær allt Breiðabliks liðið í vörn. Fyrra markið skoraði v. framv- Valur Andersen með brumuskoti frá vítateigslínu og small boltinn í bláhornið hægra megin, stórfallegt mark. Fjmmta markið kom frá Grími Magnús syni. Siðustu 10 mín gaf ÍBV mik ið eftir og sótti Breiðablik þá nokkuð en aldrei tókst þeim að skora. Sigur ÍBV var stór en fyllilega vcrðskuldaður. Sýndi liðið nú einn sinn bezta lcik í sumar og náði á köílum góðum samleik. Beztir voru framverðirnir Sigurður Ingi Ingólfsson og Valur Andersen. Breiðablik skortir allt skipulag í leik sinn en liðið er skipað mörg um ágætum einstaklingum. Liðs menn eru frekar jafnir að getu og skarar enginn fram úr. Þó var mið vörðurinn sennilega beztur. Róbert Jónsson dæmdi leikinn af festu og öryggi en þurfti lítið afr beita sér. Daginn eftir lék Breiðablik vi'ð Týr og sýndi nú miklu betfi og ákveðnari leik en gegn ÍBV. Lauh leiknum með jafntefli 2—2. — H, Framhaldsnám- skeið í dans- kennsiu fyrir kennara MEÐ LEYFI Menntamálaráðu- neytisins efnir íþróttakennara- skóli íslands til framhaldsnám- skeiðs í danskennslu fyrir þá al- menna kennara, íþróttakennara, söiigkennara og handavinnukenn ara, sem sóttu í september 1962 námskeið skólans í danskennslu. Námskeiðið verður haldið hér i Reykjavík frá 6. september til 18. september n. k. Daglega verður kennt frá kl. 14 til kl. 19. Kennarar verða Sigríður Þ. Val- geirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir. Síðar verður nánar auglýptr um kennslustöðu. i m (Frá Fræðslumálaskrifstofunni). Ráðsfrefíia ríkisíþrófrfrasambanda Norðurlanda var háð i Reykjavík: ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. júlí 1965 u

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.