Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfnll- trúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900- 14903 — Augtýsingasími: 14900. A'ðsetur: Alþýöuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 einlakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. HEILBRIGÐ SKYNSEMI SKIPULAGSLEYSI í byggingaframkvæmdum er eitt af því, sem með réttu hefur verið gagnrýnt hér á landi. Bæði opinberir aðilar, sveitarfélög og einstaklingar byrja á bverri byggingu á fætur ann arri, oft án þess að nægilegt fé sé til að ljúka þeim. Byggingatíminn dregst ár frá ári, og verður af þeirri töf margvíslegt óhagræði, auk þess sem stórfé er bundið í hálfgerðum byggingum og ávaxtar sig ekki. Ríkisstjórnin hefur gert nokkra tilraun til að koma á betri starfsháttum í byggingamálum sínum. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hefur látið gera sérstaka framkvæmdaáætlun um skólana, og byggist áætlunin einmitt á þeirri heilbrigðu skyn- semi að stytta byggingatíma þeirra, byrja ekki á nýjum fyrr en nægilegt fé liggur fyrir, láta það iafn án ganga fyrir, sem hægt er að ljúka á skömmum tíma og taka í notkun. Hinir nýju starfshættir menntamálaráðuneytisms hafa haft þær afleiðingar, að nú er unnið rösklega að öllu því, sem unnt er að ljúka í ár og næsta ár, en frestað er að byrja á nýjum framkvæmdum á meðan. Uar eð sami háttur verður hafður komandi ár, mun þyggingatími skólanna styttast. Verða þeir slcólar, ^em nú er frestað, jafn snemma tilbúnir til notkun- ar, þar sem bygging þeirra mun ga'nga hraðar, þegar hún hefst. Hver maður, sem um þetta mál hugsar, hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að hér sé um skyn- samleg vinnubrögð að ræða og menntamálaráðherra sé hér að gera breytingu til batnaðar. Þess vegna veldur það undrun, að Tíminn skuli sífellt halda uppi árásum á ráðherrann og saka hann um að hafa skorið niður skólabyggingar. Tíminn snýr algerlega við málinu og reynir vísvitandi að ljúga að lesendum sínum. Er það að vísu ekki annað en menn eiga að venjast hjá því blaði og er fram- sóknarmönnum til skammar. Þeir ættu að meta skyn- semi almennings meir en fram kemur í málgagni þeirra. i SAMSTAÐA ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur oft skrifað um barna- •yinnu og hefur látið í ljós sterkar skoðanir á því efni. Hefur stundum komið til deilu við Morgunblaðið •úm það mál. Nú hafa borizt fregnir af vinnu 11—13 |ra barna við uppskipun í Reykjavíkurhöfn. Alþýðu þlaðið hefur fordæmt þetta — og Morgunblaðið hef- ■ur. nú gert hið sama. Vill Alþýðublaðið fagna þeirri Íajnstöðu, sem það hefur við Morgunblaðið og Þjóð ýiljann um þetta mál. En hvað segir Tíminn? 4 21. jM 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ TREUEBORG SAFEVRIDE er með ávölum brúnum, sem koma í veg fyrir „rásun“ í stýri og gerir bifreiðina stöðuga á vegi. Bremsuhæfni og slitþol SAFE-T-ItlDE er mjög mikið. — Berið saman verð. — TRELLEBORG SAFE-T-RIDE er sænsk framleiðsla. SÖLUS TAÐIR: Akranes: B. Hannesson. Blönduós: Hjólið s.f. Stykkishólmur: K. Gestsson. Akureyri: Þórshamar h.f. Isafjörður: Verzl. M. Bernharðsson. Egilsstaðir: Vignir Brynjólfsson. Reykjavík: Hraunholt Miklatorgi og Vitatorgi. GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. T L jc Heimsókn í Alþýðusambandsbyggðina. Falleg smáhýsi í svikulli mýri. Um gatnagerð í borginni. -jtr Og vitlaus orð í blöðum og útvarpi. MEÐAN ÉG LÁ VIÐ í Hvera grerði heimsótti ég í fyrsta skipti bústaðaliverfi Alþýðusambands ins I Torfumýri. Þarna voru menn að vinna- Þeir voru að þekja mela ryðja burt uppgreftri, snyrta til og reisa flaggstöng. Ég fór ekki inn í neitt húsanna, en þau eru 22 að tölu og eru mjög snotur, og auðséð að þarna verður frið sælt og gott að vera þegar allt er komið í lag. ÉG IIAFÐI heyrt slæmar sögur af því, að liúsin hefðu skekkzt og sigið og allt væri : vandræðum^ ég gat ekki séð það, hins vegar má vel vera að mýrin hafi ekki verið þurrkuð nógu lengi eftir að búið var að ræsa hana og áður en farið var að byggja. Undir múl unum fyrir ofan og á mýrinni var áningarstaður fyrr á árum. Það var gott skjól fyrir norðanáttinni og grösugt á mýrinni. Hins vegar var liún svikul, því að vatnið kom undan fjallinu og víða í mýrinni voru dý. FAÐIR MINN sem ólst upp þarna við mýrina, sagði við mig þegar hann frétti að stéttarbræð ur hans ætluðu iað fara að byggja í mýrinni: „Segðu þeim að þurrka hana vel, því að hún er svikul- Hún er á sífelldri hreyfingu. Hún er upp af Torfeyri og heitir Torfu mýri.“ j, Framhald á 14- síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.