Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 8
Meiri áhugi, betri skiln- ingur á list leikhússins Ólafur Jónsson ræðir vi5 Svein Einarsson, leikhússtjóra Það eru breytingatímar hjá Leik félagi Reykjavíkur. Félagið hefur í aldrei leikið jafnmikið og í vetur né við neitt þvílíka aðsókn. Nú • i vetur urðu áhorfendur 41 þús :•[ und talsins, sýningar alls 218 á : 9 verkefnum, en fyrir 3—4 órum i var vetrarstarf Leikfélagsins vana | lega um það bil 100 sýningar á j 3 eða 4 viðfangsefnum. í haust fastréð Leikfélagið hóp leikara , fyrsta sinni, 7 talsins, og að hausti i er áformað að fjölga enn fastráðn ; ium leikurum félagsins- Þar með er tekin sú stefna að koma á eigin legu atvinnuleikhúsi í Iðnó, með sambærilegum rekstrargrundvelli við Þjóðleikhúrið, í stað þess að Leikfélagið starfi sem hreint á j hugamannafélag eins og hingað til. Framundan hillir undir Borg arleikhús Reykjavíkur, fullbúið nú tímaleikhús sem taki við arfi, haldi áfram starfi Leikfélags Reykjavíkur. Þessi stefna hefur í meginatriðum verið mörkuð á starfstíma Sveins Einarssonar leik hússtjóra sem réðct til Leikfélags ins fyrir tveimur árum. Hann verð ur fyrir svörum um rekstur fé lagsins og stöðu þess í dag. ★ — Þessar breytingar sem ver ! ið er að gera á rekstri Leikfé i lags Reykjavíkur miða að því fyrst i og fremst að tryggja leikurum ! félagsins öruggari afkomu j af list sinni, af starfi sínu í leik j húsinu. Þetta er breyting á fjár j hagcgrundvelli leikhússins frem j ur en listrænum. Og það var orðið óhjákvæmilegt að breyta til: djúp j ið var svo gífurlegt milli leikhús ! anna. Þess voru dæmi að vetrar laun leikara í Iðnó væru ekki I nema sem svaraði mánaðarlaun j um í Þjóðleikhúsinu, lekarar þar j yfirleitt með ferfalt kaup Leik j félagúeikara fyrir utan annan að stöðumun. Svona gat þetta ekki gengið lengur ef Leikfélagið ætl aði sér iað starfa áfram. En þetta dæmi sýnir bezt hvað þeir menn lögðu á sig sem kusu að starfa áfram í Iðnó þegar Þjóðleikhúsið tók til ‘tarfa. Þeir völdu Iðnó og Leikfélagið í þeirri vissu að þar væri leikhúc leikaranna sjálfra þar fengju þeir að vinna að þeim ALÞÝÐUBLAÐH> notar tækifærið í snmarleyfj leik húsanna til að ræða við þrjá forystumenn í leikhús máliun. í dag er rætt við Svein Einarssont leikhús stjóra Leikfélags Reykjavík ur, en á næstunni munu birt ast viðtöi við þá Guðlaug RósinkranA Þjóðleikhús stjóra, og Þorstein Ö Steph ensen, leiklistarstjóra Ríkis útvarpsins. verkefnum sem þá dreymdi um. Þetta eru hátíðleg orð en sönn samt. Og ég held reynslan hafi sýnt að þeir völdu rétt. — Hverju er breytt? Og hvern ig? — Það má segja að með fast ráðningu fyrstu leikaranna gerist grundvallarbreyting inn á við í starfi Leikfélagsins; út á við gæt ir hennar með öðrum hætti. Áð ur gátum við aldrei gengið að nein um tilteknum leikara vísum; með kauphækkun og fastráðningu leik enda tryggjum við fastan kjarna í leikhóp félagsins. Um leið verð ur gú breyting að við fáum æf ingatíma á daginn í stað þess að æfa eingöngu um helgar og á kvöld in og á nóttunni eins og áður var. Þar með rýmkar sýningartíminn og gefst færi á miklu fjölbreytt ara verkefnavali. í vetur sýndum við 9 verkefni, þar af 6 ný á leikárinu, og sýningafjöldinn tvö faldaðist, énda var leikið flest kvöld vikunnar. Þessa breyt ingu verða áhorfendur var ir við. Hins vegar held ég að ævinlega hafi verið gerðar sömu listrænar kröfur til sýn inga Leikfélagsins og Þjóðleik hússins. Og það er ekki hægt að tala um neina listræna byltingu hjá Leikfélaginu- Verkefnaval fé lagsins hefur sjálfsagt verið upp og ofan, en beztu sýningar félags ins hygg ég hafi ævinlega jafnazt fyllilega á við það sem bezt ger ist í Þjóðleikhúsinu til dæmis. Með stærri leikhópi, fjölbreyttari verkefnum fáum við tækifæri til að nýta betur en áður krafta fé lagsins, færa út svið þess- Leikrit un nútímans er ákaflega auðug og fjölbreytileg og nauðsynlegt að gera henni skil eftir föngum um leið og fengizt er við klassísk verk efnij hvort tveggja auðgar okkar eigjn leikmenningu. Mér finnst að sýningar eins og Rómeó og Júlía í fyrra, Sú gamla kemur !• heim sókn :• vetur sýni tvímælalaust að rétt sé stefnt þó kannski megi deila um listrænar niðurstöður sýninganna í einstökum atriðum- Leikhús verður að fást við verk efni sem reyna á krafta þess; það tjáir ekkj að einskorða sig við það gem fyrirfram er ætlandi að við ráðum við. * — Hvernig taba áhorfendur þessu aukna starfi? — Það er rétt að taka það skýrt fram að forsendan fyrir öllum breytingum á starfi Leikfélagsins er stóraukinn styrkur úr borgar sjóði. Hann gerði okkur kleift að ráða þessa 7 leikara í haust og rýmkaði að því skapi um fjárhag inn annarra útgjalda vegria- En undirtektir áhorfenda hafa verið mjög vinsamlegar og aðsókn að leikhúsinu aldrei slík sem í vet ur sem leið. Árið áður gekk allt vel, en þó enn betur í vetur. Vit anlega er áramunur í leikhúsinu. Það má vel vera að miður gangi að ári eða þarnæsta ár- En ég tel að áhorfendur hafi sýnt að þeir kunna að meta það sem við erum að gera, sannað að það er jarð vegur fyrir þetta starf og jafnvel þó það ykist enn. Það er athyglis vert hve ungt fólk sækir leikhús in mikið. Og fólk sem annars kem ur aldrei í leikhús hefur sótt sýn ingar eins og Hart í bak og Ævin týri á gönguför. Það er áreiðan lega mikilsvirði þvi að sé fólk einu sinni búið að koma í leik hús er það oftast tilleiðanlegt að koma aftur; og við höfum orðið þess varir að þetta fólk kemur aftur- Sumir menn u,rðu æfir þegar fréttist að við ætluðum að sýna Ævintýri á gönguför í vet ur. En Ævintýrið gerði okkur kleift að taka upp einþáttunga Dario Fo= og Sú gamla kemur í heimsókn sem okkui- er raunveru lega ofviða fjárhagsleea eitt sér, of fólksfrekt og kostnnðsrsamt. Oe Ævintvrið er eitt af fáum verk efnum frá gamalli tíð. bsð einasta auk gömlu islenzku leikri+anna. er enn er í góðu eildi á cviðinu; það var gamun að svna bnð einu sinni enn áður en Iðnó víku- úr sessi við Tiörnina cem á v'st. að verða á allranæc'tu árum. Ee heid að á horfendur h»fi svnt með undir tektum sínum að við völdum rétt ★ — Hvað um leikskólamálin og framtíðarskipan þeirra? — Leikfélag Reykjavíkur taldi sér á sínum tíma nauðsynlegt að byrja eigin leikskóla, til þess að stækka leikhóp sinn, koma upp ungum leikurum; skóla þar sem ungu fólki væri kennt að vinna í leiklúrinu og innrætt virð ing fyrir leiklistinni. Þetta hefur tekizt- Skólinn hefur brautskráð nemendur sem eflaust eiga fyrir sér að verða mjög nýtir leikarar og hafa sumir þegar unnið vel. Að sókn að skólanum er mjög mikil, lætur nærri að aðeins þriðjung þeirra sem sækja um skólavist . sé hægt að veita viðtöku- Og ég held að þeir leikskólar sem við höfum nú veiti tvímælalaust betri leikmenntun en áður var á boð stólum. Þar fyrir kemst ekki lag á leikskólana fyrr en þeir eru orðnir fullgildir skólar, ekki bara kvöldnámskeið sem menn stunda með annarri vinnu. Þetta er eins á öllum sviðum leiklistar hjá okk ur nú: menn verða að velja hvort þeir stunda hana eina eða alls ekki- Hugsanleg bráðabirgðalausn væri að þriðja skólaárið yrði veitt Framhald á 15. síðu. Frá mótmælaaðgerðum stuð Ólga í Konst DEILUR Konstantíns Grikkjakon- ungs og Georgs Papandreou, sem konungur hefur vikið úr embætti forsætisráðherra, hafa stofnað konungsstjórn og lýðræði á Grikk landi í alvarlega hættu. Víðtæk ólga er þegar orðin af leiðing gremju þeirra, sem Papan dreou lét í ljós þegar konungur skipaði forseta þingsins, Athanas- siades-Novas, eftirmann hans, svikaranafngiftar þeirrar, sem hann hefur gefið hinum nýja for- sætisráðherra og hinum gamla samstarfsmanni sínum, Kostopolos utanríkisráðherra, og hvatningar KASTLIÓ hans til þjóðarinnar um, að efna til friðsamlegra mótmælaaðgerða gegn svikunum. Gríski kommúnistaflokkurinn, sem er bannaður, og hinn vinstri- sinnaði EDA-flokkur munu nota tækifærið til að skipuleggja mót mælaaðgerðir gegn konungi og ákvæðum stjórnarskrárinnar um völd konungsins. Hægrisinnar og stuðningsmenn Karamanlis fv. forsætisráðherra, sem hefur dvalizt í útlegð síðan hann beið ósigur í kosningunum 1963, munu nota tækifærið til áð sverta Papanderou og flokk hans, Mjðsambandið, og ekki kæmi á óvart ef þeir hvettu Karamanlis til að snúa aftur til landsins. * Miðsam>»andið klofið Eitt er víst og það er .að kon- ungur hefur klofið Miðsambandið . g 21. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.