Alþýðublaðið - 05.08.1965, Side 2

Alþýðublaðið - 05.08.1965, Side 2
eimsfréttir siáastlidna nótt ★ WASHINGTON: — Johnson forseti fór í gær fram á 1.700 tnilljón dollara aukafjárveitingu við þjóðþingið vegna fjölgunar í iierliði Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam. Ætlunin er að fjölga í ■Kierafla Bandaríkjanna um 340.000 menn þannig að alls verði 2.980. 000 menn undir vopnum í júnílok á næsta ári. ★ NEW YORK: — Fulltrúar hinna sex kjörnu fulltrúa í Ör- yggisráðinu skiptust í gær á skoðunum um Vietnamdeiluna. Við- ræðurnar fara fram vegna áskorunar Johnsons forseta um, að SÞ istuðli að samningum um lausn á Vietnamdeilunni. Hugsanlegt er talið, að viðræðumar leiði til þess að ráðið verði hvatt saman til &S ræða ástandið, en Bandaríkin leggjast ekki gegn því. Um af- £töðu Rússa er ekki vitað en Kínverjar og Norður-Vietnammenn ■£-ru ahdvígir afskiptum SÞ af málinu. ★ SAIGON: — Bandarískar flugvélar gerðu í gær þúsundustu árás sína á Norður-Vietnam síðan 7. febrúar. í Suður-Vietnam gerðu B-52 flugvélar frá Guam 7. árás sína á stöðvar Vietcong. ★ PARÍS: — Franski ráðherrann Andre Malraux afhenti kín- 'verska kommúnistaleiðtoganum Mao Tse Tung og Lia Chao Chi ‘forseta bréf frá de Gaulle forseta, samkvæmt áreiðanlegum heim ildum í París. Ekkert hefur verið skýrt frá viðræðum Malraux við 't-nnverska ráðamenn. ★ NEW YORK: — 32 Afríkuríki hafa farið þess á leit við Öryggisráðið, að það fjalli hið fyrsta um kynþáttasefnu Suður-Af ríkjustjórnar og stefnu Portúgala í nýlendum sínum í Afriku. Góð ar heimildir herma, að ósennilegt sé að Öryggisráðið ‘komi saman fyrr en í byrjun næsta mánaðar. ★ BUENOS AIRES: — Sendimaður páfa í Santo Domingo, Smmanuele Clarizio, sem hefur komið mikið við sögu sáttaumleit- ana í Domingo-Iýðveldinu, sagði í Buenos Aires í gær að bráða- fcirgðastjórn deiluaðila yrði mynduð í lýðveldinu innan tíu daga. ★ KHARTOUM: — Frestur sá, sem stjórnin í Súdan veitti tippreisnarmönnum í Suður-Súdan til að leggja niður vopn rarni út á miðnætti í nótt og fáir uppreisnarmenn hafa fallizt á tilboð Stjórnarinnar um sakaruppgjöf og peninga. Þvert á móti berast fréttir um bardaga í þremur syðstu héruðunum og 70 stjórnarher- tnenn hafa verið umkringdir. ★ LE LAVANDOU: — Slökkviliðsmenn eru nú á góðri leið tneð að ráða niðurlögum eldanna sem geysað hafa í skógunum á frönsku Riviera, en vörður er áhættulegustu svæðunum upp af (Ströndínni milli Le Lavandou og Saint Tropez. ★ SEOUL: — Stjórnarandstöðuflokkurinn Minjooug í Suður- Kóreu hefur ákveðið að 63 þingmenn flokksins skuli ekki sækja þingfundi til að komið verði í veg fyrir að hinn umdeildi samningur um að færa samSkipti Suður-Kóreu og Japans í eðlilegt liorf hljóti Staðfestingu. 20 þingmenn flokksins neita að beygja sig fyrir ákvöi-ðuninni og munu berjast gegn samningnum á þingi. ★ KAIRÓ: — Ákærandi í réttarhöldunum í Kairó hefur kraf izt dauðadóms yfir Vestur-Þjóðverjanum Wolfgang Lotz og konu fcans. Þau eru ákærð fyrir njósnir í þágu ísraels. Gífurlegar annir við flug til Eyja Reykjavík OO. MIKILL viðbúnaður er hjá Véstmannaeyingum undir þjóð- liátíðina. sem hefst kl. 14.00 á morgun og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Flestir Eyjabúar flytja þá í Herjólfsdal eins og þeirra er vandi þessa daga og liggja þær við í tjöldum. í gær var þegar margt aðkomumanna komið til Eyja til að taka þátt í hátíðahöldunum og búis er við að fleiri komi til þeirra nú en nokkru sinni fyrr. Mikill undirbúningur stendur yf ir hjá flugfélögunum til að anna öllum þeim fólksstraumi, sem fer til Vestmannaeyja vegna þjóð hátíðarinnar þar. Sérstök þjóðhá- tíðarfargjöld gengu í gildi hjá Flug félagi íslands í gær, sem gilda fram yfir helgi. Hjá Flugfélaginu enu einnig seldir aðgöngumiðar að sjálfu hátíðarsvæðinu. t dag verða farnar margar aukaferðir á vegum FÍ. Hin nýja Friendshipvél Blikfaxi, fer fimm ferðir til Eyja I í dag og fjórar á morgun. Auk þess munu Dakotavélarnar fljúga eins og þurfa þykir, eða allt eftir hver eftirspurnin verður. í fyrradag voru 600 manns bún- ir að panta fár til Eyja hjá Flug félaginu, en margir fara út á flug völl og bíða þar eftir að sæti séu laus í flugvélunum, en öruggara er að panta far með nokkrum fyr Eldur í Krossanesi Akureyri — GS — ÓR í GÆRKVÖLDI um kl. 7 kom upp eldur í síldarverksmiðjunni í Krossanesi. Var allt slökkvilið Alt- ureyrar kvatt á staðinn og kom í ljós að eldurinn var í síldarþurrk- ara. Geysimikill reykur steig til himins frá verksmiðjunni og héldu margir að eldurinn væri meiri en hann reyndist vera. Starfsmenn verksmiðjunnar voru hættir vinnu og farnir af staðnum, þegar eldurinn kom upp. Slökkvistarfið gekk vel, en erf- itt er að segja um hve miklar skemmdir hafa orðið af völdum eldsins. Sennilegt er talið, að kviknað hafi í síldarmjöli, sem var í þurrkaranum. irvara og losna þannig við óþarfa bið á flugvellinum. Á sunnudag verður byrjað að flytja þióðhátíð argestina til baka og mun Blik. faxi annast þá flutninga að mestu á vegum FÍ. Tekur hann 48 far- þega í hverri ferð en Dakotavél- arnar taka 28 farþega. Aukaferðirnar hjá EyjaflugJ Framh. á 14. siðu. Lögþingið er enn óstarfhæft Tórshavn í Færeyjum, 4. ágúst (NTB) LÖGÞINGIÐ í Færeyjum var enn óstarfhæft í dag þar eð þingmenn jafnaðarmanna og Sambands- flokksins mættu ekki til þing- funda. Þingmennirnir mættu heldur ekki til þings í gær og bendir allt til þess að orsökin sé atvik, er gerð ist á þinginu í síðustu viku. Jafn- aðarmenn vildu þá bera fram frum varp um, að efnt yrði til Lögþings kosninga í haust, en málið var ekki á dagskrá þingsins. Þegar um það voru greidd atkvæði hvort flokkurinn skyldi samt sem áður fá að bera fram frumvarpið fékkst ekki meirihluti. Samkvæmt regl- um Lögþingsins er ekki leyft að fjallað sé um mál utan dagskrár án samþykkis þingheims. Sjálfstæðisflokkarnir fjórir eru um þessar mundin í minnihluta á Lögþinginu. Þrír af þingmönnum Lýðveldisflokksins eru forfallaðif og Lögþingið hefur enn ekki sam- þykkt kjörbréf varamanna þeirra, Félagsmála- ráöherrafundur Reykjavík — ÓR EMIL JÓNSSON félagsmálaráff- herra mun síffar í þessum mánuffl sitja fund félagsmálaráffherra Norffurlanda, sem haldinn verffui í Grená í Danmörku aff þessu sinni, Fundir félagsmálaráðherranna eru haldnir annað hvert ár á Norð urlöndunum til skiptis, og eru þar rædd ýmis félagsmál landanna og tryggingamál. j Síðasti fundur félagsmálaráð. j herra Norðurlanda var haldinn á I íslandi árið 1963, í Bifröst í Borg ' arfirði. GLÆSILE6UR VEITINGA- SKÁLI VIÐ ÞRASTASKÓG Rvík, - ÓTJ NÝTÍZKULEGUR og glæsi- legur skáli hefur risiff þar sem gamli Þrastalundur var, og var hann opnaður sl,. laugardag. Skálinn er eign Ungmennafé- lags íslands. Alþýðublaffiff hafði símsamband við Hafstein Þorvaldsson Iögregluþjón á Selfossi, og ræddi viff hann um skálann, en Hafsteinn hefur séff um og stjórnaff öllum fram- kvæmdum fyrir UMFÍ, auk þess sem hann hefur sjálfur lagt mikið verk í bygginguna. — — hófumst handa 7. júní í fyrra, og höfum því verið rúmt ár að ganga frá því sem tilbúið er. Ekki er þó skálinn alveg fullgerð- ur, við eigum eftir að leggja síð- ustu hönd á verkið. En okkur fannst rétt að opna fyrir verzlunar mannahelgina, til þess að léttá eitthvað undir með þeim mikla mannfjölda, er þá lagði land und- ir fót. Við höfum trú á því að þetta geti orðið mjög vinsæll úti- legustaður. Hér eru tjaldstæði á fallegum stöðum, fólk getur feng- ið að nota rúmgóð og snyrtileg snyrtiherbergi skálans, og við mun um selja ýmislegt, svo sem pylsur, ís og þessháttar, og sva auðvitað benzín. Auk þess höfum við laxveiðiréttindi, og erum að byggja hérna íþróttavöll, svo að það ætti að vera eitthvað við flestra hæfi sem hingað sækja. Myndina tók JV. um verzlunar- mannahelgina. Eins og sjá má er suðurveggur skálans að mestu leyti úr gleri, og því mjög gott út- sýni fyrir þá fjör>utíu gesti, sem hann rúmar í sæti. 2 5. ágúst 1965 - ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.