Alþýðublaðið - 05.08.1965, Síða 3

Alþýðublaðið - 05.08.1965, Síða 3
HWWIMWMMWWWWWMWMMtWWWtWWWMMWWWWWMHWWMtWMMWMtW „HEF ALDREI MÁLAÐ HREIN ABSTRAKTVERK" ÞORKELL Gíslason, listmál- ari, opnaði í gær málverkasýn- ingu í Gellery Eggerts E. Lax- dal, að Laugavegi 133. Á sýning unni eru 27 myndir sem allar eru til sölu. Þorkell byi’jaði á þv£ fyrir einum þrjátíu áriun aS bregða sér út í náttúruna með pensla og liti, og festa á spjald það sem fyrir augun bar. Hann hefur einnig á annan hátt hlúð að myndlistinni hérlend- is, var m. a. einn af stofnend- um Myndlistarskólans í Reykja vík, og er enn einn af stjóm- endum hans. — Ég hef aldrei farið út í að mála hrein abstraktverk, sagði Þorkell í stuttu rabbi við fréttamann Alþýðublaðsins, þó að yfirleitt sé hægt að finna eitthvað abstrakt form á sum- um myndanna. Ég hef aðallega reynt að „segja satt” í málverk unum, þ. e. sýna hlutina eða náttúruna eins og mér finnst hún vera. Þó fer ekki hjá því að sköpunarþráin breiði á stundum meira úr sér, og ég hef oft staðið mig að því að bæta :nn í — en mest til góðs, held ég. — Hér eru nokkrar myndir af höfninni, hefurðu málað margan myndir frá henni? — Nokkrar, já. Flestar eru nokkuð gamlar. Sérðu til dæm- Is þessa, hún heitir Reykjavík- urhöfn, og er máluð fyrir nokkrum árum síðan. Eins og þú sérð hefur það verið gert meðan Hæringur gamli lá þar við landfestar. — Hvað eru þessar myndir frá löngu tímabili? — Ansi löngu. Vatnslita- myndin þarna af Viðeyjarsundi er síðan 1933, það er sú elzta. Nýjasta myndin er sú af Heklu. Hana málaðj ég i fyrra. Gallei-y Eggerts er ekki stórt að fermetratali, og málverk — ekki sízt landslagsmyndir — þurfa yfirleitt gott pláss, en náttúruunnendur ættu samt að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Þorkeli. Sýningin verður opin til 14. ágúst. MMWWWWMMMMMWMWMMWMMMMMMVMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMW LBJ bíður um meira fé fil Vietnamhers Brenndust í tjaldi í Ódáðahrauni Washington og Saigon, 4. ágúst (NTB - Reuter) Johnson forseti fór í dag fram á 1.700 milijón dollara aukafjárveit ingu við Þjóðþingið vegna fjölg- wnar í herliði Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam. Samkvæmt ákvörðun forsetans verður upphæðin falin Robert McNamara landvarnaráðherra til ráðstöfunar „þegar það reynist nauðsynlegt í sambandi við hern- aðinn í Vietnam”. í boðskap for- setans er ekkert um það sagt, hvernig fénu verður varið. Birtur hefur verið hluti af Ambassador- ar skipaðir Á FUNDI ríkisráðs í dag að Bessa- stöðum var Pétur Thorsteinsson skipaður ambassador í Banda- rikjum Ameríku og jafnframt í Kanada, Argentínu, Brasilíu og Mexico, og Henrik Sv. Björnsson Skípaður ambassador íslands í Frakklandi og við nokkrar alþjóða- stofnanir í París og jafnframt ambassador í Belgíu og Luxem- hourg. Árni Tryggvason, ambassa- tíor í Svíþjóð var jafnframt skip- affur ambassádor í Austurriki. Þá var ísleifur Halldórsson skipaður héraðslæknir í Hvolshéraði frá 1. september n. k. að telja. Á fundinum voru einnig stað- festár ýmsar afgreiðslur, er farið höfðu fram utan fundar. (Frétt frá ríkisráðsritara) skýrslu, sem McNamara hefur gef- ið einni nefnd öldungadeildarinn- ar um f járveitinguna og sagt er að landvarnaráðherrann hafi gert grein fyrir áformum sínum um að fjölga í herafla landsins um 340,- 000 menn þannig að alls verði 2.980.000 menn undir vopnum í júnílok 1966. Mcamara sagði, að ; ekki væri ætlunin að fjölga í liðl Bandaríkjamanna í Vietnam um 340.000 menn. Hann játaði, að Vietcong hefði frumkvæðið á landí, en sagði að með hinum aukna viðbúnaði Bandaríkja- manna yrði bundinn endi á það. Bandarískar flugvélar gerðu í dag þúsundustu loftárásina á Norð ur-Vietnam síðan 7. febrúar sl. Fjórar sprengjuþotur af gerðinni Thunder chief réðust á hernaðar- leg skotmörk 165 km sunnan við Hanoi. í Suður-Vietnam réðust 30 bandarískar B-52 flugvélar frá eynni Guam á Stöðvar Vietcong við Do Xa í Quang Tint-héraði. 500 km. norðaustur af Saigon. — Þetta er f sjöunda sinn sem B-52 vélunum er beitt í S-Vietnam. Samningafundur Reykjavík, LOGI Einarsson sáttasemjari hóf fund með fulltrúum sjómanna á farskipum og viðsemjendum þeirra klukkan 21 í gærkveldi. Þegar blaðið fór í prentun um miðnættið í nótt stóð fundurinn enn, og var búizt við að hann mundi standa eitthvað frameftir nóttu. Oporto, Portúgal (NTB-Reuter) 28 portúgalskra fiskimanna er saknað eftir árekstur sem varð I morgun með vestur-þýzka far- þegaskipinu „Appollon” og portú- galska togaranum „íiadre Bruz” í niðaþoku úti fyrirj Esposende norðiu: af Oporto. (f Akureyri - GS - ÓR ÞAÐ slys varð neðarlega í Ó-dáða- hrauni í fyrrinótt, að tjald brann ofan af tveim leiðangursmönnum í kortagerðarleiðangri á vegum Atvinnudeildar Háskólans. Brennd ist annar þeirra nokkuð, sérstak- lega á handlegg, en hinn mun hafa sloppið lítið brenndur. Leiðangur þessi er sendur af Atvinnudeildinni til að gera gróðr- arkort af hálendi íslands, og eru í honum 11 menn. Leiðangursstjór Úrvalið sigrabl Blau-Weiss BLAU-WEISS, unglinga-knatt- spyrnuliðið frá Vestur-Berlín, sem hér hefur dvalið að undanförnu í boði KR, lék síðasta leik sinn hér að þessu sinni í gærkvöldi gegn úrvali KRR. Fór leikurinn fram á Laugardalsvellinum Orslit urðu þau að úrvalið sigraði með 4 mörk um gegn 1. í hálfleik var stað- an 1—1. Leikurinn var mun betur leik- inn af hálfu Þjóðverjanna, þrátt fyrir það að þeir töpuðu honum. Þýzka liðið heldur heimleiðis í kvöld, en það hefur dvalið hér hálfsmánaðartima og m. a. leikið í Vestmannaeyjum auk Reykjavik- ar eru þeir Steindór Steindórsson og Ingvi Þorsteinsson, og hefur allt gengið vel fram að þessu þrátt fyrir óhagstæð veður. Svo var það í fyrrinótt, að Steindór og Ingvi vöknuðu við það að eitt tjaldið stóð í björtu báli. Voru þeir fljótir til að bjarga mönnunum tveim út úr því, og er einstök heppni, að ekki skyldi fara ver, því að báðir sváfu menn- irnir í dúnpokum, sem eru mjög eldfimir. Fóru þeir Ingvi og Steindór strax af stað með mennina tvo í jeppa til að láta gera að sárum þeirra. Komu þeir til Akureyrar í morgunsárið í gærmorgun og var gert að sárum þeirra á Sjúkrahús- inu hér. Sá, sem meira var brenndur-, heitir Ólafur Gíslason og var hann mest brenndur á liandlegg. Var hann fluttur suður i gær, ekki vegna þess að bninasárin væru al- varleg, heldur vegna þess, að hana á heima í Reykjavík og ætlar að jafna sig þar í nokkra daga. Stokkhólmi, 4. ágúst - (NTB) „DAGENS NYHETER” hermir í dag, að Sten Ilammarskjöld, bróff- ir Dag Hammarskjölds, rnnni stefna útgefendum „Ilun-Vecko- journalen” og „Sydsvenska Dag- bladet” fyrir birtingu greina, þar sem þvi er haldlff fram aff Hamm- arskjöld hafi framiff sjálfsmorff. P J ó N U s T EYJAFLUG er loftbrúin milli Lands og Eyja Leiguflug - Hópflug - Tækifærisflug hvert á land sem er. Reykjavík 2-21-20 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. ágúst 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.