Alþýðublaðið - 05.08.1965, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 05.08.1965, Qupperneq 7
UM NÆSTU HELGI flytja þúsundir Vestmannaeyinga og að- komumanna í tjaldborg í Herj- ólfsdal á Heimaey og halda þjóð- hátíð. Áhyggjum hins daglega lífs verður ýtt til hliðar, en lífs- gleðin látin ráða, meðan hátíðin Stendur yfir. Vitrir menn hafa lengi skilið, að það er manninum hollt að sleppa stöku sinnum fram af sér beizlinu. í þeim tilgangi eru haldnar „þjóðhátíðir” víða um lönd og eru með ýmsu móti. Vest- mannaeyingar hafa fylgt þessari ágætu reglu í nálega öld, eða síð- an 1874, þegar minnzt var þúsund ára afmælis íslandsbyggðar. Áður fyrr var hátíðin endurtekin með nokkurra ára millibili, en í seinni tíð hefur liún verið haldin árlega og verður án efa svo í framtíð- inni. Þjóðhátíðin dregur fieira ferða fólk til Eyja en nokkuð annað, enda lialdin á bezta tíma árs, í byrjun ágústmánaðar. Má því segja, að Vestmannaeyingar sjálf- ir séu það aðdráttarafl, sem sterkast er í Eyjunum, þótt margt hjálpi til að gera þær paradís ferðamanna. Náttúran ritar sína sköpunarsögu í ásýnd mannfólks- ins í Surti og Syrtlu. Fuglalíf er stórbrotið í Eyjunum. Þá er kvikt vel í liafinu úti fyrir Suðurlandi, og hefur fiskveiðin dregið margan manninn til Eyja, þótt flestir þeirra séu ekki skemmtiferða menn. Náttúrufegurð er slík í Vestmannaeyjum, að þær mundu ferðar virði, þótt þar væru engin eldgos og fuglalíf fábrotið. Loks hefur gerzt margvísleg saga í Eyjum, sem ein gæti lokkað marg- an íslending til að sigla þangað. Fleira mætti telja, og er þó ærið komið, sem Vestmannaeyjar hafa umfram aðra staði, ekki að- eins á landi hér, heldur á allri jörðunni. Vestmannaeyjar eru nú á dög- um fjórða mesta byggð íslend- inga, ef Stór-Reykjavík er talin fyrst, Akureyri næst og Keflavík- ursvæðið hið þriðja. í Eyjum búa um 5000 manns og er öll byggðin á Heimaey. Þar stendur einn myndarlegasti kaupstaður lands- ins, vel byggður og hreinlegur og bæjarstæðið undurfagurt. Höfnin er ekki aðeins ein hin fegursta, í skjóli Heimakletts og Þræla- eiðis, heldur ein hin bezta á land- inu. Höfnin, bátaflotinn og fisk- iðjuver er allt með þeim hætti í Vestmannaeyjum, að það ber stór- iðjusvip. Þar má sjá sterkustu aflvöðva íslenzks atvinnulífs. Vestmannaeyingar eru þrótt- mikið og geðþekkt fólk. Þeir eru vaskir til sjósóknar og miklir at- hafnamenn. Ekki hafa þeir gert mikið til að nota möguleika Eyj- anna sem ferðamannaland, nema helzt í sambandi við Þjóðhátíðina, enda er velmegun þegar mikil í Eyjunum og skortur á vinnuafli allajafna í fiskiðnaðinum. Mætti þó hæglega gera úr ferðamanna- straumi ágætan sumaratvinnuveg, ef lagt væri í dálítinn stofnkostn- að. ★ FRÆGASTA EYJAN. Surtsey er ekki aðeins þekkt- ust Vestmannaeyja, þótt hún sé þeirra- næstyngst, heldur hefur hún skapað landinu öllu nýja frægð um viða veröld. Surtur hef ur auglýst ísland svo rækilega, að kosta mundi mörg hundruð millj- ónir að skapa sambærilega land- kynningu á annan hátt. Það var að morgni 14. nóvem- ber 1963, sem sjómenn urðu fyrst varir við eldsumbrot á hafs- botni sunnan og vestan við Geir- fuglasker. Gusu óðum upp svartir öskustrókar, og þegar næsta dag lyfti ný eyja kollinum upp yfir hafflötinn. Þar var óður um 130 metra dýpi. Fyrst í stað var ótt- ast, að eyjan yrði ekki varanleg, og hefði hún ekki orðið fyrsta eld fjallaeyja, sem horfið hefði aftur í hafið úti fyrir ströndum íslands. En svo fór ekki. Surtur hélt áfram að spúa ösku og gosmöl, unz eyj- an náði um 170 metra hæð. Eftir fimm mánaða gos tók að vella hraun úr gígnum og þakti mikinn hluta eyjarinnar, svo að hún jók mótstöðuafl sitt gegn ágangi sjáv- ar og veðra. Eftir að Surtur hætti að gjósa, brauzt út eldur skammt norðan og austan eyjarinnar og tók þar að hlaðast upp önnur eyja, sem um skeið hvarf aftur í hafið, en birtist á nýjan leik og hefur farið stækkandi. Þar hefur verið mikið öskugos, svo að ekki hefur verið líft á Surtsey og vikurbreiður hafa verið um allan sjó. Samanlagt er hér um að ræða eitt mesta náttúruundur vorra tíma, þótt ekki sé það einsdæmi. Surtur veitir vísindunum ein- stakt tækifæri til rannsókna, er fylgjast má með því stig af stigi, hvernig nýtt land myndast og hvernig líf berst til eyjarinnar og þróast þar. Fyrir leikmenn eru gosin ógleymanleg sjón og verða að órjúfandi hluta af lífsreynslu þeirra, sem þau sjá. Á það ekki sízt við um íslendinga, sem búa í eldfjallalandi. ★ FUGLALÍF EYJANNA. Hvergi á íslandi er auðugra sjófuglalif en í Vestmannaeyjum, og getur enginn fuglavinur lengi lifað án þess að koma til Eyja til að heilsa upp á hina fiðruðu íbúa. Má skoða mikið með því eimi að sigla um Eyjarnar og koma á land í Heimaey, en kunnugir telja tilkomumest að dveljast sólar- hring í úteyjum um varptímann. Þegar siglt er nærri Eyjum, vekur súlan þegar athygli, enda hefur hún verið nefnd „drottning Atlantshafsins.” Hún er stærst allra sjófugla á Norðurhöfum og ærið tignarleg, er hún svífur yfir bárum, skjannahvít, utanverðir vængir þó svartir og smjörgulur litur á höfði. Hátt úr lofti sér hún bráð sína og steypir sér með afturbeygða vængi í haf niður, svo að strókur kastast upp, þar sem hún snertir hafflötinn. — ó- gleymanlegt er að sjú súlnahóp í miklum fiski, er þær steypa sér hver af annarri og strókar eru um allan sjó. Súlan er frumstæð- ur fugl og sjaldgæfur mjög, verp- ir aðeins í Vestmannaeyjum og i Eldey hér við land og á örfáum stöðum við Bretlandseyjar. í hinum mörgu fuglabjörgum Eyjanna er krökkt af lífi á vorin og sumrin, frá því fugl sezt upp fram til ágústloka. Þar er mikið um lundann, sem grefur holur sín- ar í bakka og situr á bjargbrún um. Mikil búbót hefur verið að lundanum, og er talið, að 1856 hafi verið veiddir 331.000 fuglar, en á síðari órum er talan e.t.v. 20-30.00f árlega. Þar var svartfugl- inn, langvía, álka, teista og haf- tvrðill sést, þótt ekki verpi hann þar. Þarna kemur hafsvalan, hinn undursamlegi úthafsfugl, sem vill ekkert hafa með land að gera nema rétt til hreiðurgerðar. Hún grefur sér holur í jörð eins og lundinn og flýgur aðeins að næt- urlagi. Þá er fýllinn um öll björg og skrofa oft á flugi, og mætti svo lengi telja. Fuglabjörgin veita skjól ogí vörn, og uppstreymið er eins og lyfta i háhýsi. Kann enginn betui* að meta það er fýllinn, sem lætur sig svífa meðfram klettum og syllubrún. Bjargsig hlýtur að verá undursamleg íþrótt þeim sem það stunda, þótt það hafi til orð- ið af nauðsyn í harðri lífsbar- áttu fyrri ára. Nú er það að hverfa úr sögunni, þar sem eggjataka hefur litla efnahagslega þýðingu. Þó hanga enn kaðlar úr bjargi skannnt frá friðarhöfninni . á Heimaey, og geta unglingar þar svifið milli steina til að reyna fyrstu tökin. Vonandi halda Vest- mannaeyingar bjargsiginu lifandi, og láta það ekki falla í gleymsku,i þótt meira græðist á öðru nú á| dögum. Loftmynd af Vestmannaeyjakaupstað. Framhald á næstu síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. ágúst 1965 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.