Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 3
42 MILLJÓNUM JAFNAÐ NIÐUR f HAFNARFIRÐI Reykjavík. — GO. I,OKlÐ er niðurjöfnun útsvara í Hafnarfirði. Alls var jafnað nið• ur 37,145,500 krónum á 2202 ein■ staklinga og 73 félög. Þá var jafn- að niður 4,898,600 krónum í að- stöðugjöld. Hæstu gjaldendur félaga eru Lýsi og Mjöl með 335,900 kr., Raf- ha 249,000 kr. Dröfn 163,200 kr., og Vélsmiðja Hafnarfjarðar 160 þús. kr. — Af einstaklingum voru þessir hæstir: Valtýr ísleifsson stýrimaður með 122,600, Sæmund- ur Sigurðsson skipstjóri 109,600, HIÐ árlega mót íslenzkra ung- templara verður háldið að Jaðri úm næstu helgi. Þar verða ýmis atriði. Tjaldbúðir verða að Jaðri yfir helgina. Mótið hefst á laugardag og um kvöldið verður skemmtikvöld inni að Jaðri. Þar mun leika fyrir dansi TEMPÓ, hljómsveit unga fólksins. Á sunnudag verður gifðs- þjónusta, séra Árelíus Níelsson, formaður ÍUT prédikar. Skemmt- un verður síðar um daginn. Þar munu koma fram Ómar Ragnars- son, glímuflokkur úr Ármanni sýn- ir, Savannah-tríóið syngur. — Þá verður handknattleikskeppni og frjálsíþróttakeppni. Jaðasmótinu lýkur á sunnudagskvöld með kvöld vöku og dansi. Fjórir farast í jérnbrautarslysi FAANKFURT, 12 ágúst — NTB DPA). — Minnst fjórir menn biðu bana ogr þrir slösuðust alvarlega þegrar hraðlestin Helvetia, sem er í ferðum milli Basel og Hamborgr ar fór út af sporinu í dag eftir árekstur við kyrrstæða vöruflutn ingralest á stöðinni Lampertheim, 12 km norður af Mannheim í Vestur-Þýzkalandi. Nýtt hefti af Musica Islandica Reykjavík. — EG. KOMIÐ er út nýtt hefti af nótna flokknum Musica Islandica, sera Menningarsjóður gefur út. í þessu hefti eru orgelverk eftir Jón Þórarinsson, Prelúdíum, Chor- al og Fúga um gamalt stef. Heftið er tólf blaðsíður að stærð, prent- að í Austurríki. Fyrir nokkrum dögum kom út í sama flokki pianó verk eftir dr. Hallgrím Helgason. Bragi Björnsson stýrimaður 108,- 200, Jóhann Th. Þórðarson sjómað- ur 98,900. Skarphéðinn Kristjáns- son stýrimaður 98,000, Sveinn Skaftason sjómaður 97,200. Bjarni Snæbjörnsson læknir 96,100, Oliv- er Steinn útgefandi 94,400, Guð- mundur í. Guðmundsson ráðherra 92,000 og Jósef Ólafsson læknir 91,100 kr. Hæstu gjaldendur aðstöðu- gjalda eru: Jón Gíslason s.f. 448, 000, Kaupfélag Hafnfirðinga 269,- 400, Rafha 273,600 og Lýsi og Mjöl 202,900 krónur. Jaðarsmótið er öllum frjálst að sækja, sem vilja skemmta sér án áfengis. Ferðir að Jaðri verða frá Góðtemplarahúsinu báða dagana. Uppskerubrestur í Sovétríkjunum MOSKVU, 12. ágúst (NTB-Reut er). — Ilveitiuppskera Rússa í ár verður yfirleitt slæm og á nýrækt arsvæðunum verður uppskeran jafnvel mjög- slæm, að því er sagt er af opinberri hálfu í Moskvu. Þessar slæmu horfur virðast vera Framhald á 15. síðu Lagt var á eftir lögboðnum skattstiga að frádregnum 4%. Við álagningu var miðað við fjárhags- áætlun bæjarins auk 5% í van- höld. Blóðug uppþot í Los Angeles LOS ANGELES, 12. ágúst (NTB Reuter). — Tíu lögreglumenn og margir þeldökkir óeirðaseggtr meiddust í gífurlegum uppþotum í blökkumannahverfi í Los Angel °s í nótt. 15 blökkumenn voru handteknir. XTm 1500 blökkumenn tóku þátt í óeirðunum, sem hófust þegar ’ögreglan handtók 21 árs gamlan bölkk'umann fyrir ölvun við akst ur Bílstjórinn veitti viðnám og bá fór allt í bál og brand. Fjöldi beidökkra úr hverfinu kastaði grióti og tómum flöskum í lög- regluna sem varð að biðja um liðsauka. Óeirðirnar stóðu í mað'ra kluikkutíma. Blökkumenn gengu berserksgang, fóru ruplandi og rænandi um verzlanir og íbúð :r evðilögðu bíla á bílastæðum og flugust á. Öflugur lögregluvörður verður um hverfið næstu daga af ótta v<ið nvjfjp óeilrðir. Unglingur í hverfinu segir, að til nýrra óeirða mtmi koma í nótt. Minnst 50 öku tæki hafa verið löskuð. Siónvarps bíl var velt um koll og mannfjöld inn réðist á brunabila, sem kall aðir voru á vettvang. UNGTEMPLARA MÓT AÐ JAÐRI Kynnir sér vandamál æskulýðs á íslandi Hér er staddur um þessar mundir í boði menntamálaráðu neytisins hollenzkur sérfræð ingur í æskulýðsmálum, Jaco- bus W. Ooms, að nafni. — Kemur hann hingað fyrir milli göngu UNESCO, en á kostn- að hollenzkra stjómvalda. — Hefur hann kynnt sér æsku- lýðsmál á íslandi og verið til ráðuneytis nefnd þeirri („æsku lýðslaganefnd”), sem mennta- málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, hefur skipað til þess að semja frumvarp til lága um opinberan stuðning við æsku- lýðsmál. Jacobus W. Ooms er fram- kvæmdastjóri Landssambands æskulýðsmiðstöðva í Hollandi, formaður Sambands hollenzkra æskulýðsfélaga og Félagsheim- ilastofnunar Hollands. Hann er einnig formaður stjórnskip- aðrar nefndar, sem á að kanna möguleika • á setningu heildar löggjafar um æskulýðsmál í Hollandi. Um áramótin 1964 skipaðl menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, 10 manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga um æskulýðsmál, þar sem sett væru ákvæði um skipu- lagðan stuðning hins opinbera (þ. e. ríkis og sveitarfélaga) við æskulýðsstarfsemi, er m. a. miði að því að veita æsku- fólki þroskandi viðfangsefni í tómstundum. Formaður nefndarinnar er Knútur Hallsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Nefndin hefur unnið að gagnasöfnun innanlands og utan og haldið allmarga fundi. Hún mun væntanlega ljúka störfum á þessu ári. Það var fyrir frumkvæði æskulýðslaga nefndar að hr. Ooms var boðið hingað til lands. Hr. Ooms hefur setið nokkra fundi með æskulýðslaganefnd og átt ítarlegar viðræður við Jacobus Ooms ýmsa af meðlimum nefndarinn- ar. Þá hefur hann m. a. rætt við eftirtalda aðila: mennta- MtMMMMWtMMMMMWMWVWMMMMWMWMMWWMMMW UTANHÚSS VITRETEX plastmálning hefur mjög góða veðrunareiginleika og þolir sérlega vel áhrif sjávarseltu. Málningin hefur nokkum gljáa, þannig að áferðin er aðlaðandi auk þess sem hún hrindir mjög vel frá sér ryki og öðrum óhreinindum. HREINSUN ER ÞVÍ MJÖG AUÐVELD. INNANHÚSS VITRETEX plastmálning er sterk, áferðar- falleg, auðveld í notkun auk þess sem hún er lyktarlaus og ýrist ekki þegar málningarrúll- ur eru notaðar. MIKIÐ LITAÚRVAL. Leitið upplýsinga hjá okkur SÍMI 10123. ALÞÝÐUBLAOIÐ - 13. ágúst 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.